Árni Bragi: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina Ester Ósk Árnadóttir skrifar 16. maí 2021 16:35 Árni Bragi Eyjólfsson gekk í raðir KA fyrir rúmu ári og hefur reynst liðinu vel. Mynd/KA Árni Bragi var frábær fyrir KA í dag þegar þeir sigruðu ÍBV á heimavelli með tveimur mörkum, 29-27. Árni með 9 mörk úr 15 skotum. „Tilfinningin að vinna er frábær. Það er svo gott að fá fólkið aftur í húsið. Það er svo frábært að fólkið sem er búið að standa á bak við okkur í allan vetur sé mætt og geti fagnað þessu með okkur. Það er það sem kom okkur yfir línuna í dag í hörkuleik á móti mjög góðu ÍBV liði.“ „Færanýting var ekki sérstök á köflum í leiknum. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik. Petar var að verja vel frá okkur, ég klikka til dæmis á tveimur vítum gegn honum. Varnarlega voru við mjög góðir þegar við náðum að skila okkur til baka. ÍBV er með frábæra hornamenn í Hákon og Tedda, þeir voru alltaf fyrstir fram þegar við vorum að reyndum að skila okkur heim. Mér fannst við frábærir í öllu í dag nema kannski færanýting á köflum.“ Það var mikill spenna í leiknum í KA og ekki ljóst fyrr en á síðustu sekúndnum hvort liðið myndi vinna. „Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er alveg gaman að vinna stórt en svona leikir eru það sem gefa öllum extra orku, það er bara lang skemmtilegast að gera þetta svona.“ KA er komið í fína stöðu varðandi úrslitakeppnina með sigri í dag. „Við erum bara að taka einn leik í einu. Leikurinn á móti Aftureldingu var náttúrlega risa stór og við stefndum á sigur þar sem gekk ekki en að fá þessi tvö stig í dag ýtir okkur bara nær markmiðinu. Það er ekkert leyndarmál, við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Það er númer 1, 2 og 3. Við færumst nær því. Þetta er bara einn leikur í einu.“ KA spilar leikina sína þétt núna og stutt á milli þar sem liðið gat ekki spilað á með landsliðspásan var en önnur lið gerðu það. „Svona er bara tímabilið og við gerum það þá bara þannig. Maður er alltaf minna þreyttur þegar maður vinnur. Það er miklu auðveldara að mæta í endurheimt og á æfingar eftir sigurleiki. Sigurleikir gefa manni alltaf auka orku og vonandi náum við að byggja á því.“ Árni Bragi er á leið til Aftureldingar eftir tímabilið. „Ég verð hálf klökkur að hugsa út í það sjálfur en ég ætla bara að leyfa því að gerast þegar tímabilið er búið. Nú er það bara KA.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. KA Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Tilfinningin að vinna er frábær. Það er svo gott að fá fólkið aftur í húsið. Það er svo frábært að fólkið sem er búið að standa á bak við okkur í allan vetur sé mætt og geti fagnað þessu með okkur. Það er það sem kom okkur yfir línuna í dag í hörkuleik á móti mjög góðu ÍBV liði.“ „Færanýting var ekki sérstök á köflum í leiknum. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik. Petar var að verja vel frá okkur, ég klikka til dæmis á tveimur vítum gegn honum. Varnarlega voru við mjög góðir þegar við náðum að skila okkur til baka. ÍBV er með frábæra hornamenn í Hákon og Tedda, þeir voru alltaf fyrstir fram þegar við vorum að reyndum að skila okkur heim. Mér fannst við frábærir í öllu í dag nema kannski færanýting á köflum.“ Það var mikill spenna í leiknum í KA og ekki ljóst fyrr en á síðustu sekúndnum hvort liðið myndi vinna. „Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er alveg gaman að vinna stórt en svona leikir eru það sem gefa öllum extra orku, það er bara lang skemmtilegast að gera þetta svona.“ KA er komið í fína stöðu varðandi úrslitakeppnina með sigri í dag. „Við erum bara að taka einn leik í einu. Leikurinn á móti Aftureldingu var náttúrlega risa stór og við stefndum á sigur þar sem gekk ekki en að fá þessi tvö stig í dag ýtir okkur bara nær markmiðinu. Það er ekkert leyndarmál, við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Það er númer 1, 2 og 3. Við færumst nær því. Þetta er bara einn leikur í einu.“ KA spilar leikina sína þétt núna og stutt á milli þar sem liðið gat ekki spilað á með landsliðspásan var en önnur lið gerðu það. „Svona er bara tímabilið og við gerum það þá bara þannig. Maður er alltaf minna þreyttur þegar maður vinnur. Það er miklu auðveldara að mæta í endurheimt og á æfingar eftir sigurleiki. Sigurleikir gefa manni alltaf auka orku og vonandi náum við að byggja á því.“ Árni Bragi er á leið til Aftureldingar eftir tímabilið. „Ég verð hálf klökkur að hugsa út í það sjálfur en ég ætla bara að leyfa því að gerast þegar tímabilið er búið. Nú er það bara KA.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
KA Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira