„Alveg fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 14:00 Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara. Formaður nefndar um hæfni dómara vísar á bug gagnrýni þess efnis að klíkuskapur ráði við val nefndarinnar á dómurum. Hann kveður gagnrýnina ómaklega og segir hana nær eingöngu komna frá einum manni. Umrædd gagnrýni hefur einkum komið frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Hann skaut raunar síðast á Hæstarétt í pistli í Morgunblaðinu í gær og sagði löngu tímabært að Alþingismenn „átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana“, líkt og hann orðaði það. Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara, ræddi þessa gagnrýni við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði hana mjög ómaklega. „Og satt að segja þá er hún nú lítt rökstudd eins og kom fram í síðasta þætti og það er náttúrulega fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga og vini núverandi hæstaréttardómara eins og tekið var fram í þættinum síðast, það er náttúrulega alveg út í hött,“ sagði Eiríkur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari.Vísir/vilhelm Eiríkur benti á að þeir sem sitji nú í nefndinni, fyrir utan hann sjálfan, væru dómari við Landsrétt, háskólakennari og tveir lögmenn; annar skipaður af lögmannafélaginu og svo kysi Alþingi fimmta nefndarmanninn. „Þannig að þetta er breiður hópur sem kemur að þessu en auðvitað þurfa menn að vera sérfræðingar á þessu sviði til þess að geta metið hæfni umsækjenda.“ Eiríkur hafnaði öllum ásökunum um klíkuskap og sagði að nefndin ynni ávallt mat sitt með mjög gagnsæjum hætti. „Það hefur í raun enginn styr staðið um störf þessarar nefndar fyrir utan gagnrýni eins tiltekins manns og kannski nokkurra annarra, sem aðhyllast skoðanir hans. Annars hefur enginn styr staðið um störf þessarar nefndar nema einu sinni, þegar skipað var í fyrsta sinn í Landsrétt 2017.“ Dómstólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Umrædd gagnrýni hefur einkum komið frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara. Hann skaut raunar síðast á Hæstarétt í pistli í Morgunblaðinu í gær og sagði löngu tímabært að Alþingismenn „átti sig á þeirri sjálfsþjónkun sem ríkir í starfi æðsta dómstóls þjóðarinnar og grípi til ráðstafana til að uppræta hana“, líkt og hann orðaði það. Eiríkur Tómasson, formaður nefndar um hæfni dómara, ræddi þessa gagnrýni við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði hana mjög ómaklega. „Og satt að segja þá er hún nú lítt rökstudd eins og kom fram í síðasta þætti og það er náttúrulega fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga og vini núverandi hæstaréttardómara eins og tekið var fram í þættinum síðast, það er náttúrulega alveg út í hött,“ sagði Eiríkur. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari.Vísir/vilhelm Eiríkur benti á að þeir sem sitji nú í nefndinni, fyrir utan hann sjálfan, væru dómari við Landsrétt, háskólakennari og tveir lögmenn; annar skipaður af lögmannafélaginu og svo kysi Alþingi fimmta nefndarmanninn. „Þannig að þetta er breiður hópur sem kemur að þessu en auðvitað þurfa menn að vera sérfræðingar á þessu sviði til þess að geta metið hæfni umsækjenda.“ Eiríkur hafnaði öllum ásökunum um klíkuskap og sagði að nefndin ynni ávallt mat sitt með mjög gagnsæjum hætti. „Það hefur í raun enginn styr staðið um störf þessarar nefndar fyrir utan gagnrýni eins tiltekins manns og kannski nokkurra annarra, sem aðhyllast skoðanir hans. Annars hefur enginn styr staðið um störf þessarar nefndar nema einu sinni, þegar skipað var í fyrsta sinn í Landsrétt 2017.“
Dómstólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira