Ekkert landgræðsluflug lengur á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2021 12:32 Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri og Páll Halldórsson, flugmaður með nýju bókina sína á milli sín, sem heitir „Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið frumkvöðulsstarf var unnið á sviði landgræðslu með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992 þar sem flugvélarnar fóru um landið og dreifðu áburði og fræi. Í dag er ekkert landgræðsluflug stundað á Íslandi. Mjög mikilvægt frumkvöðulsstarf Landgræðslunnar og flugmanna hennar fór fram á 34 ára tímabili við endurheimt landgæða sem fram fór með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992. Flogið var vítt og breytt um landið og áburði og fræi dreift úr lofti í þeim tilgangi að græða landið. Sveinn Runólfsson, sem var landgræðslustjóri í 44 ára og Páll Halldórsson, sem var flugmaður í landgræðslufluginu voru að gefa út bók um þetta merkilega starf Landgræðslunnar í þeim tilgangi að varðveita söguna. Bókin heitir; „ Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum. Sveinn segir flugið hafa verið mjög merkilegan þátt í íslenskri flugsögu og verðmæt framlag til sögu landgræðslu. „Þetta var gríðarleg bylting á sínum tíma, 1958 þegar þetta starf með eins hreyfils flugvélunum hófst. Þá voru dráttarvélar og áburðadreifarar þeirra tíma mjög lítil tæki og komust lítt út fyrir túnin og lítið um erfiðara land, hraun og þess háttar, þannig að þetta gaf tækifæri á að takast á við miklu erfiðari svæði og miklu stærri svæði með margföldum afköstum,“ segir Sveinn og bætir strax við. Sveinn og Páll hafa fengið mjög góðar viðtökur við nýju bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var svo mikið atriði líka að það væri ekki flogið langt með áburðinn og fræðið, farmurinn var ekki nema 300 kíló á fyrstu flugvélunum og þess vegna var nú verið að freistast til að lenda á stöðum sem engum myndi detta í hug að lenda á í dag.“ Páll segir að landgræðsluflugið hafi verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Ég held að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum flugferli. Þetta var náttúrulega bara eitt ævintýri fyrir svona ungan mann og þá sérstaklega eins og ég hef stundum sagt, að fá borgað fyrir að fljúga lágflug, sem var náttúrlega algjörlega bannað,“ segir Páll. Sveinn segir að ekkert landgræðsluflug sé stundað í dag. „Nei,það er ekki og ég sé ekki að það verði, því miður.“ Páll segist vilja sjá landgræðsluflugið fara aftur á stað hjá Landgræðslunni. „Já, eg myndi gjarnan vilja það en ég hef bara ekkert um það að segja, því miður.“ Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mjög mikilvægt frumkvöðulsstarf Landgræðslunnar og flugmanna hennar fór fram á 34 ára tímabili við endurheimt landgæða sem fram fór með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992. Flogið var vítt og breytt um landið og áburði og fræi dreift úr lofti í þeim tilgangi að græða landið. Sveinn Runólfsson, sem var landgræðslustjóri í 44 ára og Páll Halldórsson, sem var flugmaður í landgræðslufluginu voru að gefa út bók um þetta merkilega starf Landgræðslunnar í þeim tilgangi að varðveita söguna. Bókin heitir; „ Landgræðsluflugið - Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum. Sveinn segir flugið hafa verið mjög merkilegan þátt í íslenskri flugsögu og verðmæt framlag til sögu landgræðslu. „Þetta var gríðarleg bylting á sínum tíma, 1958 þegar þetta starf með eins hreyfils flugvélunum hófst. Þá voru dráttarvélar og áburðadreifarar þeirra tíma mjög lítil tæki og komust lítt út fyrir túnin og lítið um erfiðara land, hraun og þess háttar, þannig að þetta gaf tækifæri á að takast á við miklu erfiðari svæði og miklu stærri svæði með margföldum afköstum,“ segir Sveinn og bætir strax við. Sveinn og Páll hafa fengið mjög góðar viðtökur við nýju bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var svo mikið atriði líka að það væri ekki flogið langt með áburðinn og fræðið, farmurinn var ekki nema 300 kíló á fyrstu flugvélunum og þess vegna var nú verið að freistast til að lenda á stöðum sem engum myndi detta í hug að lenda á í dag.“ Páll segir að landgræðsluflugið hafi verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Ég held að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum flugferli. Þetta var náttúrulega bara eitt ævintýri fyrir svona ungan mann og þá sérstaklega eins og ég hef stundum sagt, að fá borgað fyrir að fljúga lágflug, sem var náttúrlega algjörlega bannað,“ segir Páll. Sveinn segir að ekkert landgræðsluflug sé stundað í dag. „Nei,það er ekki og ég sé ekki að það verði, því miður.“ Páll segist vilja sjá landgræðsluflugið fara aftur á stað hjá Landgræðslunni. „Já, eg myndi gjarnan vilja það en ég hef bara ekkert um það að segja, því miður.“
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira