Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2021 12:36 Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. Verkefnið „Sveitarfélagið“ Suðurland hófst í desember 2019 með það að markmiði að leggja mat á það hvort hag íbúa sveitarfélaganna sé betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í núverandi sveitarfélagaskipan. Nú hafa sveitarstjórnir Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna en kosið verður um sameininguna samhliða Alþingiskosningunum í haust. En hvernig gengur starfið í kringum sameininguna? Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Það er bara góða vinna, sem er þar í gangi. Við erum bara í rauninni að kortleggja kosti og galla til þess að geta haldið íbúafund og lagt upp fyrir íbúa hvað er verið að kjósa um. Þetta eru fimm sveitarfélög og við erum ólík að mörgu leyti en eigum auðvitað ýmisleg sameiginlegt. En það verður auðvitað algjörlega ákvörðun íbúanna okkar og kjósenda hvort af því verður eða ekki,“ segir Lilja En hvernig metur hún stemminguna fyrir sameiningunni? „Því miður er hún of lítil. Það er svo mikil grundvallarforsenda að fólk kynni sér hvað er verið að kjósa um af því að það er ekki gott að mæta á kjörstað ef þú veist ekki hvað er verið að kjósa um og það verður auðvitað líka til þess að það verði minni kjörsókn, þannig að ég hvet fólk til að kynna sér kosti og galla.“ Lilja segir að samþykki íbúar tillöguna verður til landstærsta sveitarfélag Íslands og þar af leiðandi stærsta skipulagsumdæmi landsins. Innan marka sveitarfélagsins yrði stór hluti hálendisins, Vatnajökulsþjóðgarður, merkar náttúruminjar og margir af helstu ferðamannastöðum landsins. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um 5400. En þú segir að það vanti svolítið upp á stemminguna? „Já, mér finnst að fólki þurfi aðeins að kynna sér málin betur, það eru mín orð.“ Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Verkefnið „Sveitarfélagið“ Suðurland hófst í desember 2019 með það að markmiði að leggja mat á það hvort hag íbúa sveitarfélaganna sé betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í núverandi sveitarfélagaskipan. Nú hafa sveitarstjórnir Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna en kosið verður um sameininguna samhliða Alþingiskosningunum í haust. En hvernig gengur starfið í kringum sameininguna? Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Það er bara góða vinna, sem er þar í gangi. Við erum bara í rauninni að kortleggja kosti og galla til þess að geta haldið íbúafund og lagt upp fyrir íbúa hvað er verið að kjósa um. Þetta eru fimm sveitarfélög og við erum ólík að mörgu leyti en eigum auðvitað ýmisleg sameiginlegt. En það verður auðvitað algjörlega ákvörðun íbúanna okkar og kjósenda hvort af því verður eða ekki,“ segir Lilja En hvernig metur hún stemminguna fyrir sameiningunni? „Því miður er hún of lítil. Það er svo mikil grundvallarforsenda að fólk kynni sér hvað er verið að kjósa um af því að það er ekki gott að mæta á kjörstað ef þú veist ekki hvað er verið að kjósa um og það verður auðvitað líka til þess að það verði minni kjörsókn, þannig að ég hvet fólk til að kynna sér kosti og galla.“ Lilja segir að samþykki íbúar tillöguna verður til landstærsta sveitarfélag Íslands og þar af leiðandi stærsta skipulagsumdæmi landsins. Innan marka sveitarfélagsins yrði stór hluti hálendisins, Vatnajökulsþjóðgarður, merkar náttúruminjar og margir af helstu ferðamannastöðum landsins. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um 5400. En þú segir að það vanti svolítið upp á stemminguna? „Já, mér finnst að fólki þurfi aðeins að kynna sér málin betur, það eru mín orð.“
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira