„Af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“ Sylvía Hall skrifar 14. maí 2021 21:00 Einar Gautur Steingrímsson lögmaður ætlar sér að skrifa pistla um kynferðisbrotamál út frá sinni reynslu í réttarkerfinu. Samsett Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur gert nýjustu bylgju MeToo-byltingarinnar að viðfangsefni sínu í pistli á Facebook-síðu sinni, sem hann áætlar að verði einn af mörgum. Hann hyggst þó ræða málin út frá lagalegu sjónarhorni og reynslu sinni af málaflokknum og réttarkerfinu í heild. Einar hefur verið starfandi lögmaður í rúmlega þrjátíu ár og segir í samtali við Vísi að hann hafi komið að fjölmörgum kynferðisbrotamálum, þá yfirleitt fyrir hönd þeirra sem kæra slík brot. Fyrsti pistillinn, sem birtist í morgun, snýr að sönnun í kynferðisbrotamálum og varpar Einar fram þar þeirri spurningu hvers vegna fólk eigi ekki „bara að trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“ líkt og hann kemst að orði. „Vandinn er þessi; Af heildarfjölda landsmanna er einhver hópur til sem gæti borið á menn rangar sakir, um kynferðisbrot, af einhverjum ástæðum. Af allt of mörgum slíkum málum, sem komið hafa á mitt borð, voru ástæðurnar margvíslegar og af ólíku tagi,“ skrifar Einar. Í samtali við Vísi segist hann lengi hafa viljað fjalla um þessi tilteknu mál. Nú hafi miklar umræður skapast í samfélaginu og hann vilji einfaldlega gefa þær upplýsingar sem hann gæti. „Mér finnst kannski vera smá frústrasjón í umræðunni og langaði að fara skipulega ofan í þetta.“ Réttmæt krafa um úrbætur en ekki megi taka „stóra sénsa“ Aðspurður hvers vegna hann beini sjónum sínum að röngum sakargiftir segir Einar: „Ég er bara að benda á að þegar mál eru komin í ásakanir um nauðganir að þá er of mikið af röngum kærum innan um til þess að það sé hægt að treysta á að frásögn kæranda sé sönn.“ Hann telur þó umræðu um úrbætur í réttarkerfinu réttmæta og það þurfi að hlúa betur að málum þar. Tryggja þurfi að sönnunargögn fari ekki forgörðum, en sjálfur segir hann ekki til betrunar að taka „stóra sénsa“ um að saklausir menn sitji af sér sakir sem þeir unnu ekki til. Krafan um úrbætur í réttarkerfinu, brotaþolum til hagsbóta, hefur verið hávær undanfarið í ljósi nýrrar MeToo-bylgju sem fór af stað hér á landi í síðustu viku. Á meðal þeirra sem hafa kallað eftir betri stöðu fyrir þolendur kynferðisbrota er Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og þingkona, sem lýsir þó annarri reynslu af því að fylgja brotaþolum í gegnum kerfið. Hún hefði aldrei hitt neinn sem gerði slíkt að gamni sínu. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segist hafa tekið á móti um 400 brotaþolum á sjö árum. Hún hafi aldrei hitt neinn brotaþola sem langaði til að vera þar. Telur þú að rangar sakargiftir séu mikið vandamál í ljósi þess hversu mikil þrekraun þetta kerfi getur verið og hversu erfitt það er oft að koma málum í gegn? „Það er það, og það kemur verulega á óvart,“ segir Einar. „Ég skil vel þessa frústrasjón eins og ég bendi á. Það eru svo fáir sem væru tilbúnir að fara með rangar sakir, en það er önnur hliðin á málinu. Hlutfallið milli mögulegra rangra sakargifta og hinna er of hátt.“ Aðspurður hvort það sé af ásetningi eða hvort upplifanir fólks séu ólíkar segir Einar það sína tilfinningu að annað sé algengara en hitt. „Oftast held ég að það sé ásetningur, en hitt er líka algengt. En þá er ég bara að horfa út frá minni reynslu og það er ekki góð tölfræði að miða bara út frá málum sem hafa borist mér sjálfum. Það kemur á óvart hvað fólk getur verið kalt með svoleiðis.“ Hann segir hættulegt ef fólk fari að vantreysta réttarkerfinu. „Ef réttarkerfið ætlar að taka stórar áhættur á að dæma einhvern sekan án þess að fyrir liggi sönnunargögn, þá fyrst fara menn að vantreysta réttarkerfinu og fara að vera óöruggir um líf sitt í þessu landi. Við verðum að treysta því að réttarkerfið viðhafi eðlilegar sönnunarreglur.“ MeToo Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Bylgja Metoo-frásagna skiljanleg en erfitt að meta hvar mörkin liggja Formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi segir að hvorki hafi orðið nægar breytingar í dómskerfinu né í viðhorfum frá síðustu Metoo-bylgju og því skiljanlegt að þolendur stígi nú fram. Þolendur lýsi gjarnan geranda án þess að greina frá nafni sem geti haft þau áhrif að stór hópur saklausra sé grunaður um ofbeldið. Erfitt sé að ákveða hvar mörkin liggja í þessum málum. 7. maí 2021 13:00 „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Einar hefur verið starfandi lögmaður í rúmlega þrjátíu ár og segir í samtali við Vísi að hann hafi komið að fjölmörgum kynferðisbrotamálum, þá yfirleitt fyrir hönd þeirra sem kæra slík brot. Fyrsti pistillinn, sem birtist í morgun, snýr að sönnun í kynferðisbrotamálum og varpar Einar fram þar þeirri spurningu hvers vegna fólk eigi ekki „bara að trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“ líkt og hann kemst að orði. „Vandinn er þessi; Af heildarfjölda landsmanna er einhver hópur til sem gæti borið á menn rangar sakir, um kynferðisbrot, af einhverjum ástæðum. Af allt of mörgum slíkum málum, sem komið hafa á mitt borð, voru ástæðurnar margvíslegar og af ólíku tagi,“ skrifar Einar. Í samtali við Vísi segist hann lengi hafa viljað fjalla um þessi tilteknu mál. Nú hafi miklar umræður skapast í samfélaginu og hann vilji einfaldlega gefa þær upplýsingar sem hann gæti. „Mér finnst kannski vera smá frústrasjón í umræðunni og langaði að fara skipulega ofan í þetta.“ Réttmæt krafa um úrbætur en ekki megi taka „stóra sénsa“ Aðspurður hvers vegna hann beini sjónum sínum að röngum sakargiftir segir Einar: „Ég er bara að benda á að þegar mál eru komin í ásakanir um nauðganir að þá er of mikið af röngum kærum innan um til þess að það sé hægt að treysta á að frásögn kæranda sé sönn.“ Hann telur þó umræðu um úrbætur í réttarkerfinu réttmæta og það þurfi að hlúa betur að málum þar. Tryggja þurfi að sönnunargögn fari ekki forgörðum, en sjálfur segir hann ekki til betrunar að taka „stóra sénsa“ um að saklausir menn sitji af sér sakir sem þeir unnu ekki til. Krafan um úrbætur í réttarkerfinu, brotaþolum til hagsbóta, hefur verið hávær undanfarið í ljósi nýrrar MeToo-bylgju sem fór af stað hér á landi í síðustu viku. Á meðal þeirra sem hafa kallað eftir betri stöðu fyrir þolendur kynferðisbrota er Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og þingkona, sem lýsir þó annarri reynslu af því að fylgja brotaþolum í gegnum kerfið. Hún hefði aldrei hitt neinn sem gerði slíkt að gamni sínu. Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segist hafa tekið á móti um 400 brotaþolum á sjö árum. Hún hafi aldrei hitt neinn brotaþola sem langaði til að vera þar. Telur þú að rangar sakargiftir séu mikið vandamál í ljósi þess hversu mikil þrekraun þetta kerfi getur verið og hversu erfitt það er oft að koma málum í gegn? „Það er það, og það kemur verulega á óvart,“ segir Einar. „Ég skil vel þessa frústrasjón eins og ég bendi á. Það eru svo fáir sem væru tilbúnir að fara með rangar sakir, en það er önnur hliðin á málinu. Hlutfallið milli mögulegra rangra sakargifta og hinna er of hátt.“ Aðspurður hvort það sé af ásetningi eða hvort upplifanir fólks séu ólíkar segir Einar það sína tilfinningu að annað sé algengara en hitt. „Oftast held ég að það sé ásetningur, en hitt er líka algengt. En þá er ég bara að horfa út frá minni reynslu og það er ekki góð tölfræði að miða bara út frá málum sem hafa borist mér sjálfum. Það kemur á óvart hvað fólk getur verið kalt með svoleiðis.“ Hann segir hættulegt ef fólk fari að vantreysta réttarkerfinu. „Ef réttarkerfið ætlar að taka stórar áhættur á að dæma einhvern sekan án þess að fyrir liggi sönnunargögn, þá fyrst fara menn að vantreysta réttarkerfinu og fara að vera óöruggir um líf sitt í þessu landi. Við verðum að treysta því að réttarkerfið viðhafi eðlilegar sönnunarreglur.“
MeToo Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Bylgja Metoo-frásagna skiljanleg en erfitt að meta hvar mörkin liggja Formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi segir að hvorki hafi orðið nægar breytingar í dómskerfinu né í viðhorfum frá síðustu Metoo-bylgju og því skiljanlegt að þolendur stígi nú fram. Þolendur lýsi gjarnan geranda án þess að greina frá nafni sem geti haft þau áhrif að stór hópur saklausra sé grunaður um ofbeldið. Erfitt sé að ákveða hvar mörkin liggja í þessum málum. 7. maí 2021 13:00 „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47
Bylgja Metoo-frásagna skiljanleg en erfitt að meta hvar mörkin liggja Formaður ráðgjafateymis um kynferðisofbeldi segir að hvorki hafi orðið nægar breytingar í dómskerfinu né í viðhorfum frá síðustu Metoo-bylgju og því skiljanlegt að þolendur stígi nú fram. Þolendur lýsi gjarnan geranda án þess að greina frá nafni sem geti haft þau áhrif að stór hópur saklausra sé grunaður um ofbeldið. Erfitt sé að ákveða hvar mörkin liggja í þessum málum. 7. maí 2021 13:00
„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48