Vilhjálmur vill aftur á þing Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2021 13:37 Vilhjálmur Bjarnason segist þurfa góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt, og vísar þar væntanlega í að hann var færður niður á endanlegum lista flokksins í kjördæminu eftir prófkjörið 2016. Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta haust. Vilhjálmur segir í tilkynningu að hann stefni á þriðja sæti, „eða ofar“. „Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel mig hafa þá þekkingu sem þingmaður þarf. Þekkingu á sögu lands og þjóðar Þekkingu á erlendri sögu og alþjóðamálum Þekkingu á efnahags- og skattamálum. Þekkingu á fjármálamarkaði Þekkingu á erlendum viðskiptum Þekkingu á málefnum þeirra er minna mega sín Þekkingu og þor til að taka afstöðu í erfiðum málum Þingferill Ég er stoltur af þingferli mínum. Ekki af fjölda mála, sem ég lagði fram, heldur þeim þingmálum ríkisstjórnarinnar, sem ég greiddi götu. Ber þar hæst upplausn þrotabúa hinna föllnu banka og afnám gjaldeyrishafta. Mín efsta hugsun er sú að löggjöf eigi ekki að mismuna fólki. Það ber nokkuð við að þingmenn og ríkisstjórn leggi fram þingmál til mismununar. Stjórnmál snúast um að skapa fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Stjórnmál snúast um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga. Á undanförnum 6 árum hef ég skrifað um 180 greinar um stjórnmál. . Ég hef reynt að skrifa mínar greinar á annan veg en samferðamenn mínir. Að skapa hugsun og óhefðbundna nálgun. Til þess hef ég notað söguþekkingu og bókmenntir. Stundum til skrauts! Stundum til áherslu! Efna greinanna hefur verið fjölbreytt, menning, vísindi, listir, heilbrigðismál, ferðaþjónusta og flugmál, fjármál einstaklinga og þjóðar, frelsi og sjálfstæði. Stríðsrekstur og varnarmál. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Síðast en ekki síst hafa málefni lífeyrissjóða verið ofarlega í huga mínum. Sennilega er ekkert málefni eins mikilvægt fyrir aldraða og lífeyrissjóðir og starfsemi þeirra. Hvað með framtíð! Stjórnmál snúast um framtíð, ef til vill stundum með samtali við fortíðina Lausnarorð flestra þeirra vandamála sem íslenskt samfélag býr við er atvinna fyrir alla. Ísland verður aldrei sjálfbært með 10% atvinnuleysi. Hagvöxtur og bati liðanna ári hefur um of byggst á loðnu og makríl. Þar er ekkert í hendi Atvinnustefna þarf að byggjast á hátæknigreinum og þar er orkufrekur iðnaður ekki undanskilinn. Flug og ferðaþjónusta eru hátæknigreinar! Ég tel að þekking mín og meira en 50 ára reynsla á vinnumarkaði verði mér dýrmæt reynsla til setu á Alþingi, nái ég góðri kosningu í prófkjöri og í kosningum til Alþingis. Að þessu öllu samanlögðu býð ég mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi! Einu sinni enn! En, ég þarf að fá góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt!“ segir í tilkynningunni. Var færður niður á lista Vilhjálmur hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í kjördæminu fyrir kosningarnar 2016, en var færður niður í það fimmta, eftir að samþykkt var að færa Bryndísi Haraldsdóttur upp í annað sæti listans. Vilhjálmur var svo áfram í fimmta sætinu í kosningunum 2017 þegar stillt var upp. Sjálfstæðisflokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing fyrir Suðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12. maí 2021 08:49 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Vilhjálmur segir í tilkynningu að hann stefni á þriðja sæti, „eða ofar“. „Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þess að ég tel mig hafa þá þekkingu sem þingmaður þarf. Þekkingu á sögu lands og þjóðar Þekkingu á erlendri sögu og alþjóðamálum Þekkingu á efnahags- og skattamálum. Þekkingu á fjármálamarkaði Þekkingu á erlendum viðskiptum Þekkingu á málefnum þeirra er minna mega sín Þekkingu og þor til að taka afstöðu í erfiðum málum Þingferill Ég er stoltur af þingferli mínum. Ekki af fjölda mála, sem ég lagði fram, heldur þeim þingmálum ríkisstjórnarinnar, sem ég greiddi götu. Ber þar hæst upplausn þrotabúa hinna föllnu banka og afnám gjaldeyrishafta. Mín efsta hugsun er sú að löggjöf eigi ekki að mismuna fólki. Það ber nokkuð við að þingmenn og ríkisstjórn leggi fram þingmál til mismununar. Stjórnmál snúast um að skapa fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Stjórnmál snúast um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga. Á undanförnum 6 árum hef ég skrifað um 180 greinar um stjórnmál. . Ég hef reynt að skrifa mínar greinar á annan veg en samferðamenn mínir. Að skapa hugsun og óhefðbundna nálgun. Til þess hef ég notað söguþekkingu og bókmenntir. Stundum til skrauts! Stundum til áherslu! Efna greinanna hefur verið fjölbreytt, menning, vísindi, listir, heilbrigðismál, ferðaþjónusta og flugmál, fjármál einstaklinga og þjóðar, frelsi og sjálfstæði. Stríðsrekstur og varnarmál. Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Síðast en ekki síst hafa málefni lífeyrissjóða verið ofarlega í huga mínum. Sennilega er ekkert málefni eins mikilvægt fyrir aldraða og lífeyrissjóðir og starfsemi þeirra. Hvað með framtíð! Stjórnmál snúast um framtíð, ef til vill stundum með samtali við fortíðina Lausnarorð flestra þeirra vandamála sem íslenskt samfélag býr við er atvinna fyrir alla. Ísland verður aldrei sjálfbært með 10% atvinnuleysi. Hagvöxtur og bati liðanna ári hefur um of byggst á loðnu og makríl. Þar er ekkert í hendi Atvinnustefna þarf að byggjast á hátæknigreinum og þar er orkufrekur iðnaður ekki undanskilinn. Flug og ferðaþjónusta eru hátæknigreinar! Ég tel að þekking mín og meira en 50 ára reynsla á vinnumarkaði verði mér dýrmæt reynsla til setu á Alþingi, nái ég góðri kosningu í prófkjöri og í kosningum til Alþingis. Að þessu öllu samanlögðu býð ég mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi! Einu sinni enn! En, ég þarf að fá góða kosningu til að niðurstaða prófkjörsins verði virt!“ segir í tilkynningunni. Var færður niður á lista Vilhjálmur hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í kjördæminu fyrir kosningarnar 2016, en var færður niður í það fimmta, eftir að samþykkt var að færa Bryndísi Haraldsdóttur upp í annað sæti listans. Vilhjálmur var svo áfram í fimmta sætinu í kosningunum 2017 þegar stillt var upp. Sjálfstæðisflokkurinn náði fjórum mönnum inn á þing fyrir Suðvesturkjördæmi í kosningunum 2017.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12. maí 2021 08:49 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12. maí 2021 08:49