Útgefandi Moggans biðst afsökunar á nafnlausri bóluefnisauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2021 09:17 Auglýsingin birtist á heilsíðu í Morgunblaðinu á uppstigningardag. Framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Árvarkri sagði Vísi í gær að auglýsingin hefði birst nafnlaust fyrir mannleg mistök. Vísir/Egill Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, baðst afsökunar á að auglýsing um aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni hefði birst nafnlaus fyrir mistök í blaðinu á uppstigningardag. Forstjóri Lyfjastofnunar lýsti auglýsingunni sem villandi og henni hafi virst ætlað að ala á ótta við bólusetningar. Í heilsíðuauglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í gær var auglýst eftir tilkynningum um mögulegar aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni. Var fólk þar hvatt til þess að senda inn tilkynningar til Lyfjastofnunar með tölvupósti eða í síma. Enginn var skráður fyrir auglýsingunni en henni lauk með slagorði almannavarna í kórónuveirufaraldrinum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði Vísi í gær að listinn yfir aukaverkanir sem kom fram í auglýsingunni væri ekki í samræmi við upplýsingar stofnunarinnar. Þar var andlát, blinda og lömum talin upp sem aukaverkanir bólusetningar og sagði Rúna að svo virtist sem því væri ætlað að vekja hræðslu hjá fólki. Í athugasemd frá Árvakri sem birtist með frétt um málið í Morgunblaðinu í morgun kom fram að vegna mistaka hefði auglýsingin verið birt þrátt fyrir að hún væri ekki merkt auglýsanda. Jafnvel hefði mátt ráða af auglýsingunni að hún væri frá Lyfjastofnun. Baðst útgefandinn velvirðingar á mistökunum. Fyrirtækið Bjuti ehf., sem er í eigu Vilborgar Bjarkar Hjaltested, keypti auglýsinguna. Vilborg vildi ekki segja Vísi hvernig hún hefði fjármagnað kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún hefði ekki lagt nafn sitt eða fyrirtækisins við hana. Hélt hún því ranglega fram að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið á Íslandi vegna bólusetningar gegn Covid-19. Virtist hún þar vísa til tilkynninga um mögulegar aukaverkanir bóluefna hér á landi. Tilkynn hefur verið um andlát sextán einstaklinga eftir að þeir voru bólusettir gegn veirunni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að um orsakasamhengi hafi verið að ræða á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Í heilsíðuauglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í gær var auglýst eftir tilkynningum um mögulegar aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni. Var fólk þar hvatt til þess að senda inn tilkynningar til Lyfjastofnunar með tölvupósti eða í síma. Enginn var skráður fyrir auglýsingunni en henni lauk með slagorði almannavarna í kórónuveirufaraldrinum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði Vísi í gær að listinn yfir aukaverkanir sem kom fram í auglýsingunni væri ekki í samræmi við upplýsingar stofnunarinnar. Þar var andlát, blinda og lömum talin upp sem aukaverkanir bólusetningar og sagði Rúna að svo virtist sem því væri ætlað að vekja hræðslu hjá fólki. Í athugasemd frá Árvakri sem birtist með frétt um málið í Morgunblaðinu í morgun kom fram að vegna mistaka hefði auglýsingin verið birt þrátt fyrir að hún væri ekki merkt auglýsanda. Jafnvel hefði mátt ráða af auglýsingunni að hún væri frá Lyfjastofnun. Baðst útgefandinn velvirðingar á mistökunum. Fyrirtækið Bjuti ehf., sem er í eigu Vilborgar Bjarkar Hjaltested, keypti auglýsinguna. Vilborg vildi ekki segja Vísi hvernig hún hefði fjármagnað kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún hefði ekki lagt nafn sitt eða fyrirtækisins við hana. Hélt hún því ranglega fram að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið á Íslandi vegna bólusetningar gegn Covid-19. Virtist hún þar vísa til tilkynninga um mögulegar aukaverkanir bóluefna hér á landi. Tilkynn hefur verið um andlát sextán einstaklinga eftir að þeir voru bólusettir gegn veirunni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að um orsakasamhengi hafi verið að ræða á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira