Útgefandi Moggans biðst afsökunar á nafnlausri bóluefnisauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2021 09:17 Auglýsingin birtist á heilsíðu í Morgunblaðinu á uppstigningardag. Framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Árvarkri sagði Vísi í gær að auglýsingin hefði birst nafnlaust fyrir mannleg mistök. Vísir/Egill Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, baðst afsökunar á að auglýsing um aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni hefði birst nafnlaus fyrir mistök í blaðinu á uppstigningardag. Forstjóri Lyfjastofnunar lýsti auglýsingunni sem villandi og henni hafi virst ætlað að ala á ótta við bólusetningar. Í heilsíðuauglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í gær var auglýst eftir tilkynningum um mögulegar aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni. Var fólk þar hvatt til þess að senda inn tilkynningar til Lyfjastofnunar með tölvupósti eða í síma. Enginn var skráður fyrir auglýsingunni en henni lauk með slagorði almannavarna í kórónuveirufaraldrinum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði Vísi í gær að listinn yfir aukaverkanir sem kom fram í auglýsingunni væri ekki í samræmi við upplýsingar stofnunarinnar. Þar var andlát, blinda og lömum talin upp sem aukaverkanir bólusetningar og sagði Rúna að svo virtist sem því væri ætlað að vekja hræðslu hjá fólki. Í athugasemd frá Árvakri sem birtist með frétt um málið í Morgunblaðinu í morgun kom fram að vegna mistaka hefði auglýsingin verið birt þrátt fyrir að hún væri ekki merkt auglýsanda. Jafnvel hefði mátt ráða af auglýsingunni að hún væri frá Lyfjastofnun. Baðst útgefandinn velvirðingar á mistökunum. Fyrirtækið Bjuti ehf., sem er í eigu Vilborgar Bjarkar Hjaltested, keypti auglýsinguna. Vilborg vildi ekki segja Vísi hvernig hún hefði fjármagnað kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún hefði ekki lagt nafn sitt eða fyrirtækisins við hana. Hélt hún því ranglega fram að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið á Íslandi vegna bólusetningar gegn Covid-19. Virtist hún þar vísa til tilkynninga um mögulegar aukaverkanir bóluefna hér á landi. Tilkynn hefur verið um andlát sextán einstaklinga eftir að þeir voru bólusettir gegn veirunni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að um orsakasamhengi hafi verið að ræða á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Í heilsíðuauglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í gær var auglýst eftir tilkynningum um mögulegar aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni. Var fólk þar hvatt til þess að senda inn tilkynningar til Lyfjastofnunar með tölvupósti eða í síma. Enginn var skráður fyrir auglýsingunni en henni lauk með slagorði almannavarna í kórónuveirufaraldrinum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði Vísi í gær að listinn yfir aukaverkanir sem kom fram í auglýsingunni væri ekki í samræmi við upplýsingar stofnunarinnar. Þar var andlát, blinda og lömum talin upp sem aukaverkanir bólusetningar og sagði Rúna að svo virtist sem því væri ætlað að vekja hræðslu hjá fólki. Í athugasemd frá Árvakri sem birtist með frétt um málið í Morgunblaðinu í morgun kom fram að vegna mistaka hefði auglýsingin verið birt þrátt fyrir að hún væri ekki merkt auglýsanda. Jafnvel hefði mátt ráða af auglýsingunni að hún væri frá Lyfjastofnun. Baðst útgefandinn velvirðingar á mistökunum. Fyrirtækið Bjuti ehf., sem er í eigu Vilborgar Bjarkar Hjaltested, keypti auglýsinguna. Vilborg vildi ekki segja Vísi hvernig hún hefði fjármagnað kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún hefði ekki lagt nafn sitt eða fyrirtækisins við hana. Hélt hún því ranglega fram að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið á Íslandi vegna bólusetningar gegn Covid-19. Virtist hún þar vísa til tilkynninga um mögulegar aukaverkanir bóluefna hér á landi. Tilkynn hefur verið um andlát sextán einstaklinga eftir að þeir voru bólusettir gegn veirunni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að um orsakasamhengi hafi verið að ræða á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira