Flygillinn er Steinway-konsertflygill sem er metinn á um 25 milljónir króna, að því er segir í tilkynningu frá ríkisstjórninni og Reykjavíkurborg.
Vinharpa er listaverk eftir Elínu Hansdóttur en verkið verður sett upp á Hörputorgi. Það var til í samkeppni um list í opinberu rými í umhverfi Hörpu árið 2008. Verkið var ekki framleitt á sínum tíma vegna efnahagshrunsins. Stefnt er að því að afhjúpa verkið á menningarnótt. Verkið er formað hljóðfæri með strengjum sem virkja vindinn sem hljóðgjafa. Það á að kosta þrjátíu milljónir króna.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tilkynntu um gjafirnar í dag. Þá var frumflutt nýtt afmælislag Hörpu sem hópur tíu ára gamalla barna samdi og flutti.