Tveir greinst með indverska afbrigðið á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 11:27 Þórólfur sagði ekki óviðbúið að afbrigði sem væru í mikilli dreifingu erlendis bærust hingað. Vísir/Vilhelm Tvö tilvik inverska afbrigðisins hafa fundist á landamærunum hérlendis og eru báðir einstaklingarnir nú í einangrun í sóttvarnahúsi. Á upplýsingafundi rétt í þessu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðbúið að afbrigði í dreifingu erlendis bærust hingað. Þrír greindust með Covid-19 í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Það smit hefur ekki verið rakið til þeirra hópsýkinga sem hér hafa komið upp á síðustu vikum. Alls voru um 1.400 sýni tekin í gær en á síðustu viku hafa 26 greinst með Covid-19 innanlands og þar af sjö utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum í gær en tekin voru ríflega 600 sýni. Síðastliðna viku hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum, allir í fyrri skimun. Smitum þar hefur fækkað, sem Þórólfur segir líklega mega rekja til hertra aðgerða. Langflestir sem greinast á landamærunum eru með breska afbrigði SARS-CoV-2 en tveir hafa greinst með afbrigðið sem nú fer eins og eldur um sinu á Indlandi. Þórólfur sagði viðbúið að afbrigði í útbreiðslu annars staðar í heiminum rötuðu hingað. Vinna við útfærslu aðgerða á landamærunum gengi vel; 400 dveldu nú í sóttvarnahúsum, bæði í einangrun og sóttkví. Sagði hann álagið mikið á starfsmönnum landamæragæslunnar og sóttvarnahúsanna og hrósaði þeim fyrir störfin. Tveir liggja inni með virk Covid-19 smit, einn á gjörgæslu en enginn á öndunarvél. Þórólfur sagði að vel hefði gengið að ná utan um hópsýkingarnar, enn væru að greinast smit en það myndi koma í ljós á næstu dögum hvernig til tekist. Gera mætti ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu vikum og ljóst að gera þyrfti breytingar á landamæraskimuninni og bæta við rýmum í sóttvarnahúsum. Áskoranirnar varðandi ferðamannastrauminn yrðu viðvarandi þar til í júní eða júlí, þegar hjarðónæmi ætti að nást. Sagðist sóttvarnalæknir þá miða við að fjöldi bólusettra hefði náð 60 til 70 prósent. Sagði hann bólusetningar ganga vel og útlit fyrir að bólusetningaráætlun stjórnvalda ætti að standast. Þórólfur sagði mikilvægt að huga að grunnatriðum sóttvarna þangað til; ekki fara of hratt í afléttingar, viðhafa sóttvarnir á landamærunum og fjölga bólusettum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þrír greindust með Covid-19 í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Það smit hefur ekki verið rakið til þeirra hópsýkinga sem hér hafa komið upp á síðustu vikum. Alls voru um 1.400 sýni tekin í gær en á síðustu viku hafa 26 greinst með Covid-19 innanlands og þar af sjö utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum í gær en tekin voru ríflega 600 sýni. Síðastliðna viku hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum, allir í fyrri skimun. Smitum þar hefur fækkað, sem Þórólfur segir líklega mega rekja til hertra aðgerða. Langflestir sem greinast á landamærunum eru með breska afbrigði SARS-CoV-2 en tveir hafa greinst með afbrigðið sem nú fer eins og eldur um sinu á Indlandi. Þórólfur sagði viðbúið að afbrigði í útbreiðslu annars staðar í heiminum rötuðu hingað. Vinna við útfærslu aðgerða á landamærunum gengi vel; 400 dveldu nú í sóttvarnahúsum, bæði í einangrun og sóttkví. Sagði hann álagið mikið á starfsmönnum landamæragæslunnar og sóttvarnahúsanna og hrósaði þeim fyrir störfin. Tveir liggja inni með virk Covid-19 smit, einn á gjörgæslu en enginn á öndunarvél. Þórólfur sagði að vel hefði gengið að ná utan um hópsýkingarnar, enn væru að greinast smit en það myndi koma í ljós á næstu dögum hvernig til tekist. Gera mætti ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu vikum og ljóst að gera þyrfti breytingar á landamæraskimuninni og bæta við rýmum í sóttvarnahúsum. Áskoranirnar varðandi ferðamannastrauminn yrðu viðvarandi þar til í júní eða júlí, þegar hjarðónæmi ætti að nást. Sagðist sóttvarnalæknir þá miða við að fjöldi bólusettra hefði náð 60 til 70 prósent. Sagði hann bólusetningar ganga vel og útlit fyrir að bólusetningaráætlun stjórnvalda ætti að standast. Þórólfur sagði mikilvægt að huga að grunnatriðum sóttvarna þangað til; ekki fara of hratt í afléttingar, viðhafa sóttvarnir á landamærunum og fjölga bólusettum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira