Segir almenning hliðra sóttvarnareglum til vegna langþreytu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 10:20 Reykvíkingar hafa notið góðs veðurs undanfarna daga og virðist orðið langþreytt á sóttvarnareglum að mati veitingamanna. Vísir/Vilhelm Fyrirtækjaeigendur og veitingamenn segja erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni, nú þegar fjöldatakmarkanir hafa hækkað upp í fimmtíu manns. Fólk sé orðið langþreytt á ástandinu og vilji aukna nærveru nú þegar vorið er að ganga í garð. Bragi Skaftason, veitingamaður, segist feginn nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi í gær. Nú mega fimmtíu koma saman og veitingastaðir mega taka við gestum til klukkan tíu á kvöldin en gestir mega sitja klukkutíma lengur inni á stöðunum. „Ég er bara ánægður með það að hafa opið aðeins lengur. Klukkutími gerir heilan helling fyrir okkur og þetta er búinn að vera mjög erfiður vetur. Við erum svo sem búin að vera í ágætis standi en þetta er búið að vera mjög þungt,“ segir Bragi. Bragi Skaftason, veitingamaður, segir fólk bersýnilega orðið langþreytt á ástandinu.Stöð 2 Hann segir marga veitingamenn hafa kvartað sáran undan ástandinu og góð ástæða sé fyrir því. Nú sé hins vegar farið að rofa til og segist Bragi þakklátur fyrir hverja stund sem hann fái að hafa opið aukalega. „Ég sé það alveg að það er mjög mikið af mjög vönduðu fólki í veitingageiranum og við erum að reyna að gera þetta allt afskaplega vel. Við erum búin að taka þátt alveg frá upphafi en mér sýnist á öllu að almenningur allur sé orðinn býsna langþreyttur á þessu og byrjaður að gera dálitlar tilhliðranir sín á milli á reglunum. Fólk er orðið þreytt á þessu, vill komast nær og knúsast og svona,“ segir Bragi. Hann segist bjartsýnn fyrir sumrinu. „Já, ég er með stór plön og við erum að gera fullt í sumar og það byrjar vel. Haustið var erfitt, veturinn ennþá erfiðari en vorið er að byrja með krafti. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ Rætt var við Braga í fréttum Stöðvar 2 í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Bragi Skaftason, veitingamaður, segist feginn nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi í gær. Nú mega fimmtíu koma saman og veitingastaðir mega taka við gestum til klukkan tíu á kvöldin en gestir mega sitja klukkutíma lengur inni á stöðunum. „Ég er bara ánægður með það að hafa opið aðeins lengur. Klukkutími gerir heilan helling fyrir okkur og þetta er búinn að vera mjög erfiður vetur. Við erum svo sem búin að vera í ágætis standi en þetta er búið að vera mjög þungt,“ segir Bragi. Bragi Skaftason, veitingamaður, segir fólk bersýnilega orðið langþreytt á ástandinu.Stöð 2 Hann segir marga veitingamenn hafa kvartað sáran undan ástandinu og góð ástæða sé fyrir því. Nú sé hins vegar farið að rofa til og segist Bragi þakklátur fyrir hverja stund sem hann fái að hafa opið aukalega. „Ég sé það alveg að það er mjög mikið af mjög vönduðu fólki í veitingageiranum og við erum að reyna að gera þetta allt afskaplega vel. Við erum búin að taka þátt alveg frá upphafi en mér sýnist á öllu að almenningur allur sé orðinn býsna langþreyttur á þessu og byrjaður að gera dálitlar tilhliðranir sín á milli á reglunum. Fólk er orðið þreytt á þessu, vill komast nær og knúsast og svona,“ segir Bragi. Hann segist bjartsýnn fyrir sumrinu. „Já, ég er með stór plön og við erum að gera fullt í sumar og það byrjar vel. Haustið var erfitt, veturinn ennþá erfiðari en vorið er að byrja með krafti. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ Rætt var við Braga í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02
Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55
Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40