50 ára úrgangur Bandaríkjahers verður þrifinn eftir langt stríð landeigenda Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 16:48 Eftirlitsstöð var á Heiðarfjalli á Langanesi á vegum Bandaríkjahers frá 1954 til 1970. Langanesbyggð Allt stefnir í að Íslendingar sjái sjálfir um að þrífa upp meira en hálfrar aldar gamlan úrgang eftir Bandaríkjaher í Heiðarfjalli í Langanesbyggð, sem hefur verið uppspretta deilna áratugum saman. NATO og Bandaríkin eiga þó að einhverju leyti að borga brúsann, ef væntingar sem lýst er í nýrri þingsályktunartillögu standast. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal landeigenda. Hann mun fagna tíðindunum, en hefur ekki viljað ræða málið við Vísi fyrr en lausnirnar liggja endanlega fyrir.Vísir Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins, á tímabilinu 1954 til 1970. Ætla má að af völdum þessara spilliefna sé hætta á mengun. Á meðal eigenda jarðarinnar er Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður, sem hefur lýst samskiptum sínum við Bandaríkjaher sem „stríði“. Hann og aðrir eigendur hafa mjög lengi krafist þess að herinn þrífi upp spilliefni á svæðinu. Nú er komin fram þingsályktunartillaga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem lagt er til að umhverfisráðherra rannsaki fyrst mengun í jarðvegi og grunnvatni á svæðinu. Síðan á Alþingi „að setja það í farveg sem leiðir til ásættanlegrar og löngu tímabærrar niðurstöðu með hreinsun landsvæðisins.“ Talsmaður nefndarinnar í málinu er Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem vann tillöguna. Kolbeinn Óttarsson Proppé vann tillöguna, sem hefur verið til meðferðar innan stjórnkerfisins árum saman. Loks glittir í lausn.Vísir/Vilhelm Dæmi um að Bandaríkjamenn fáist til að hreinsa sjálfir eða fjármagna hreinsun Bandaríski herinn hefur hingað til ekki orðið að óskum landeigenda um að gangast fyrir þrifum á svæðinu. Herinn er ekki laus allra mála núna, því að íslensk stjórnvöld ætla að biðja Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið um að koma að málinu, væntanlega einkum fjárhagslega. Í þingsályktunartillögunni segir: „Viðhorf til umhverfismála eru gjörbreytt frá því að samið var um viðskilnað á umræddu svæði. Bandaríkjaher og Atlantshafsbandalagið hafa ekki farið varhluta af þessari viðhorfsbreytingu og ekki síst þegar kemur að viðskilnaði á hernaðarsvæðum. Þannig hefur Atlantshafsbandalagið verið reiðubúið að veita styrki til rannsókna á mengun af völdum hernaðarumsvifa og Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt leyti tekist á hendur að hreinsa svæði eftir herstöðvar sínar eða fjármagna slíka hreinsun óháð samningsbundnum kvöðum. Flutningsmenn telja í þessu ljósi nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið um aðkomu og þátttöku í væntanlegu hreinsunarstarfi á grundvelli rannsókna og áætlunar um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum.“ Samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins frá 1951 skal Bandaríkjaher hreinsa úrgangsefni við brottför sína eftir því sem kostur er. Fjöldi bandarískra hermanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Heiðarfjalli.Langanesbyggð Við afléttingu á skjalaleynd árið 1990 kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu árið 1970 án vitundar landeigenda afsalað sér fyrir hönd íslenska ríkisins og allra Íslendinga kröfum á hendur Bandaríkjunum vegna hugsanlegra landspjalla í tengslum við veru hersins á Heiðarfjalli. Langanesbyggð NATO Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
NATO og Bandaríkin eiga þó að einhverju leyti að borga brúsann, ef væntingar sem lýst er í nýrri þingsályktunartillögu standast. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal landeigenda. Hann mun fagna tíðindunum, en hefur ekki viljað ræða málið við Vísi fyrr en lausnirnar liggja endanlega fyrir.Vísir Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma er þar var rekin eftirlitsstöð á vegum Bandaríkjahers í tengslum við varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins, á tímabilinu 1954 til 1970. Ætla má að af völdum þessara spilliefna sé hætta á mengun. Á meðal eigenda jarðarinnar er Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður, sem hefur lýst samskiptum sínum við Bandaríkjaher sem „stríði“. Hann og aðrir eigendur hafa mjög lengi krafist þess að herinn þrífi upp spilliefni á svæðinu. Nú er komin fram þingsályktunartillaga frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem lagt er til að umhverfisráðherra rannsaki fyrst mengun í jarðvegi og grunnvatni á svæðinu. Síðan á Alþingi „að setja það í farveg sem leiðir til ásættanlegrar og löngu tímabærrar niðurstöðu með hreinsun landsvæðisins.“ Talsmaður nefndarinnar í málinu er Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem vann tillöguna. Kolbeinn Óttarsson Proppé vann tillöguna, sem hefur verið til meðferðar innan stjórnkerfisins árum saman. Loks glittir í lausn.Vísir/Vilhelm Dæmi um að Bandaríkjamenn fáist til að hreinsa sjálfir eða fjármagna hreinsun Bandaríski herinn hefur hingað til ekki orðið að óskum landeigenda um að gangast fyrir þrifum á svæðinu. Herinn er ekki laus allra mála núna, því að íslensk stjórnvöld ætla að biðja Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið um að koma að málinu, væntanlega einkum fjárhagslega. Í þingsályktunartillögunni segir: „Viðhorf til umhverfismála eru gjörbreytt frá því að samið var um viðskilnað á umræddu svæði. Bandaríkjaher og Atlantshafsbandalagið hafa ekki farið varhluta af þessari viðhorfsbreytingu og ekki síst þegar kemur að viðskilnaði á hernaðarsvæðum. Þannig hefur Atlantshafsbandalagið verið reiðubúið að veita styrki til rannsókna á mengun af völdum hernaðarumsvifa og Bandaríkjastjórn hefur fyrir sitt leyti tekist á hendur að hreinsa svæði eftir herstöðvar sínar eða fjármagna slíka hreinsun óháð samningsbundnum kvöðum. Flutningsmenn telja í þessu ljósi nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið um aðkomu og þátttöku í væntanlegu hreinsunarstarfi á grundvelli rannsókna og áætlunar um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum.“ Samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins frá 1951 skal Bandaríkjaher hreinsa úrgangsefni við brottför sína eftir því sem kostur er. Fjöldi bandarískra hermanna dvöldu um lengri eða skemmri tíma á Heiðarfjalli.Langanesbyggð Við afléttingu á skjalaleynd árið 1990 kom í ljós að íslensk stjórnvöld höfðu árið 1970 án vitundar landeigenda afsalað sér fyrir hönd íslenska ríkisins og allra Íslendinga kröfum á hendur Bandaríkjunum vegna hugsanlegra landspjalla í tengslum við veru hersins á Heiðarfjalli.
Langanesbyggð NATO Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira