Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 00:02 Frá og með deginum í dag mega baðstaðir taka á móti 75 prósent þess fjölda sem alla jafna væri leyfilegur. Vísir/Vísir Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Þetta er á meðal þeirra breytinga sem tóku gildi þegar mánudagurinn gekk í garð, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Með breytingunum lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða, sem upp á síðkastið hafa ekki getað hleypt fólki inn eftir klukkan níu á kvöldin og hafa þurft að loka klukkan tíu. Nú mega staðirnir taka við fólki til klukkan tíu en verða að loka ekki síðar en klukkan ellefu. Þá verður leyfilegur fjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, til dæmis íþróttakappleikjum, sviðlistum og athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga 150 manns, í stað 100 eins og áður. Hertar aðgerðir fyrir norðan Aðgerðirnar sem taka gildi á miðnætti gilda fyrir landið allt, ef frá er talinn hluti Norðurlands vestra, þar sem hópsýking er komin upp í Skagafirði. Alls hafa sex manns greinst með kórónuveiruna þar á síðustu þremur dögum og um 300 manns eru í sóttkví. Hér má lesa um þær hertu takmarkanir sem gripið hefur verið til vegna þess. Hér að neðan má sjá þær breytingar sem tóku gildi á miðnætti, auk helstu reglna sem áfram verða í gildi: Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin. Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar. Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu. Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með. Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt. Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi. Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt. Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100. Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Þetta er á meðal þeirra breytinga sem tóku gildi þegar mánudagurinn gekk í garð, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Með breytingunum lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða, sem upp á síðkastið hafa ekki getað hleypt fólki inn eftir klukkan níu á kvöldin og hafa þurft að loka klukkan tíu. Nú mega staðirnir taka við fólki til klukkan tíu en verða að loka ekki síðar en klukkan ellefu. Þá verður leyfilegur fjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, til dæmis íþróttakappleikjum, sviðlistum og athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga 150 manns, í stað 100 eins og áður. Hertar aðgerðir fyrir norðan Aðgerðirnar sem taka gildi á miðnætti gilda fyrir landið allt, ef frá er talinn hluti Norðurlands vestra, þar sem hópsýking er komin upp í Skagafirði. Alls hafa sex manns greinst með kórónuveiruna þar á síðustu þremur dögum og um 300 manns eru í sóttkví. Hér má lesa um þær hertu takmarkanir sem gripið hefur verið til vegna þess. Hér að neðan má sjá þær breytingar sem tóku gildi á miðnætti, auk helstu reglna sem áfram verða í gildi: Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin. Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar. Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu. Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með. Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt. Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi. Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt. Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100. Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira