Staða flokka í kosningakerfinu í Víglínunni í dag Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2021 16:30 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis og Dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ ræða kosningakerfið í Víglínunni í dag. Stöð 2/Einar Fjöldaflokkakerfi virðist komið til að vera í íslenskum stjórnmálum og útlit fyrir að átta flokkar nái fólki á þing í alþingiskosningunum hinn 25. september. Jöfnun þingsæta milli smærri og stærri flokka í samræmi við fylgi þeirra raskast hins vegar meira eftir því sem flokkarnir eru fleiri. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær þá Dr. Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræði prófessor og Steingrím J. Sigfússon forseta Alþingis til sín í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Dr. Ólafur Þ. Harðarson undrast að ekki eigi að leiðrétta kosningalög þannig að flokkar fái fjölda þingmanna í samræmi við hlutfallslegt fylgi þeirra á landsvísu.Stöð 2/Einar Dr. Ólafur hefur lengst allra fræðimanna rannsakað kosningar og kosningahegðun íslenskra kjósenda og verið einn helsti útskýrandi kosningaúrslita undanfarna áratugi. Hann hefur sent inn umsögn um frumvarp forseta Alþingis til kosningalaga sem ætlað er að samræma öll lög um kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta. Ólafur gagnrýnir að í frumvarpinu séu ekki gerðar ráðstafanir til að jafna þingsæti milli flokka. En í mörgum undanförnum kosningum hafi það markmið ekki náðst. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir að erfitt geti reynst að ná samkomulagi um breytingar á uppbótaþingsætakerfinu svo skömmu fyrir kosningar.Stöð 2/Einar Frumvarp Steingríms byggir á samkomulagi milli formanna allra flokka og felur í sér umtalsverðar breytingar. En eins og allaf þegar breyta á kosningalögum felur það í sér mikla jafnvægislist þannig að allir flokkar geti við unað og telji ekki á hlut þeirra gengið. Miðað við síðustu fylgiskönnun Gallups fengi Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni of mikið miðað við hlutfallslegt fylgi flokkanna á landsvísu og hefur þann þingmann af Samfylkingunni. Flokkar þurfa að fá fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni. Flokkur fólksins mældist með 4,7 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun Gallups og fengi einn kjördæmakkjörinn þingmann. Ef flokkurinn fengi hins vegar 0,3 prósentum meira fylgi og búið væri að fjölga uppbótarþingmönnum á kostnað kjördæmakjörinna fengi flokkurinn hins vegar einnig tvo uppbótarþingmenn. Sjálfstæisflokkurinn missti tvo og Framsóknarflokkurinn einn. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega inn á Stöð 2 + að lokinni útsendingu. Víglínan Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Fljúga tveimur vikum lengur Engin uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjá meira
Dr. Ólafur Þ. Harðarson undrast að ekki eigi að leiðrétta kosningalög þannig að flokkar fái fjölda þingmanna í samræmi við hlutfallslegt fylgi þeirra á landsvísu.Stöð 2/Einar Dr. Ólafur hefur lengst allra fræðimanna rannsakað kosningar og kosningahegðun íslenskra kjósenda og verið einn helsti útskýrandi kosningaúrslita undanfarna áratugi. Hann hefur sent inn umsögn um frumvarp forseta Alþingis til kosningalaga sem ætlað er að samræma öll lög um kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta. Ólafur gagnrýnir að í frumvarpinu séu ekki gerðar ráðstafanir til að jafna þingsæti milli flokka. En í mörgum undanförnum kosningum hafi það markmið ekki náðst. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir að erfitt geti reynst að ná samkomulagi um breytingar á uppbótaþingsætakerfinu svo skömmu fyrir kosningar.Stöð 2/Einar Frumvarp Steingríms byggir á samkomulagi milli formanna allra flokka og felur í sér umtalsverðar breytingar. En eins og allaf þegar breyta á kosningalögum felur það í sér mikla jafnvægislist þannig að allir flokkar geti við unað og telji ekki á hlut þeirra gengið. Miðað við síðustu fylgiskönnun Gallups fengi Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni of mikið miðað við hlutfallslegt fylgi flokkanna á landsvísu og hefur þann þingmann af Samfylkingunni. Flokkar þurfa að fá fimm prósenta fylgi á landsvísu til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni. Flokkur fólksins mældist með 4,7 prósenta fylgi í fyrrnefndri könnun Gallups og fengi einn kjördæmakkjörinn þingmann. Ef flokkurinn fengi hins vegar 0,3 prósentum meira fylgi og búið væri að fjölga uppbótarþingmönnum á kostnað kjördæmakjörinna fengi flokkurinn hins vegar einnig tvo uppbótarþingmenn. Sjálfstæisflokkurinn missti tvo og Framsóknarflokkurinn einn. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40 og fer fljótlega inn á Stöð 2 + að lokinni útsendingu.
Víglínan Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Fljúga tveimur vikum lengur Engin uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjá meira