Fari hjól atvinnulífsins ekki að taka hratt við sér gæti þurft að ráðast í opinberar fjárfestingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2021 13:01 Sigurður Ingi Jóhannsson Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að þúsund ráðningarsamningar hafi orðið til og um fjögur þúsund séu í ferli vegna verkefnisins Hefjum störf. Fari hjól atvinnulífsins ekki að taka hratt við sér gæti þurft að ráðast í opinberar fjárfestingar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir atvinnulífið hægt og rólega að taka við sér. Sjáanlegur árangur sé af verkefni félagsmálaráðherra, Hefjum störf. „Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur mælst mjög vel fyrir og þetta verkefni gengur eiginlega betur en maður hefði getað trúað. Ég held að um daginn hafi það verið um fjögur þúsund sem voru komin í einhvern feril og tæpir þúsund ráðningarsamningar orðnir,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í þættinum Sprengisandi í morgun. Leggja þurfi áherslu á grænar fjárfestingar og fjárfestingar í fólki. „Síðan er engin spurning í mínum huga að við erum að fara að leggja miklu, miklu meiri áherslu á hinar skapandi greinar. Það verður undirstaða næstu meginatvinnugreinar Íslands og það er búið að tala um það lengi en við erum búin að vinna okkur í haginn þangað. En ég held að nákvæmlega hvernig við ætlum að komast þangað, muni að einhverju leyti kosningarnar í haust snúast um.“ Það gæti þó komið til skoðunar að stjórnvöld þurfi að grípa inn í fari hjól atvinnulífsins sjálfkrafa ekki að snúast hratt. „Það getur alveg komið til þess að ef hið almenna atvinnulíf höktir í uppbyggingunni á næstu mánuðum að þar þurfi einfaldlega að taka af skarið um enn frekari opinbera fjárfestingu þó svo að við þurfum að taka lán fyrir því,“ sagði Sigurður Ingi. Í spilaranum hér að neðan má hlusta í heild sinni á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Sigurð Inga Jóhannesson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir atvinnulífið hægt og rólega að taka við sér. Sjáanlegur árangur sé af verkefni félagsmálaráðherra, Hefjum störf. „Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur mælst mjög vel fyrir og þetta verkefni gengur eiginlega betur en maður hefði getað trúað. Ég held að um daginn hafi það verið um fjögur þúsund sem voru komin í einhvern feril og tæpir þúsund ráðningarsamningar orðnir,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í þættinum Sprengisandi í morgun. Leggja þurfi áherslu á grænar fjárfestingar og fjárfestingar í fólki. „Síðan er engin spurning í mínum huga að við erum að fara að leggja miklu, miklu meiri áherslu á hinar skapandi greinar. Það verður undirstaða næstu meginatvinnugreinar Íslands og það er búið að tala um það lengi en við erum búin að vinna okkur í haginn þangað. En ég held að nákvæmlega hvernig við ætlum að komast þangað, muni að einhverju leyti kosningarnar í haust snúast um.“ Það gæti þó komið til skoðunar að stjórnvöld þurfi að grípa inn í fari hjól atvinnulífsins sjálfkrafa ekki að snúast hratt. „Það getur alveg komið til þess að ef hið almenna atvinnulíf höktir í uppbyggingunni á næstu mánuðum að þar þurfi einfaldlega að taka af skarið um enn frekari opinbera fjárfestingu þó svo að við þurfum að taka lán fyrir því,“ sagði Sigurður Ingi. Í spilaranum hér að neðan má hlusta í heild sinni á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Sigurð Inga Jóhannesson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira