Innlent

Sprengisandur á Bylgjunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir Sprengisandi á Bylgjunni. Þátturinn hefst strax á eftir fréttum klukkan tíu.
Kristján Kristjánsson stýrir Sprengisandi á Bylgjunni. Þátturinn hefst strax á eftir fréttum klukkan tíu.

Umræðurþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá laust eftir klukkan tíu til hádegis.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, situr fyrir svörum. Hann er talsmaður hraðrar atvinnuppbyggingar, um 20.000 manns bíða enn eftir ljósinu - hvað er til ráða?

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), verður næst á dagskrá, meðal annars í tilefni af sextíu ára afmæli sambandsins. Hún hefur verið formaður í fjögur ár. Hvað hefur breyst, hvað þokast áfram og hvað ekki þegar kemur að réttindum þeirra sem minna mega sín? Er Ísland norrænt velferðarríki - ekki vill ÖBÍ meina að svo sé.

Þriðji gestur þáttarins er Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, opinskáasti dómari og lögmaður landsins í gegnum tíðina. Hann ræðir opinbera þátttöku dómara í almennri umræðu en áreiðanlega margt fleira því tengt.

Síðastar verða þær Inga María Hjartardóttir, samfélagsmiðlastjóri félagsins Ungra afhafnakvenna, og Lilja Gylfadóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði Arion banka, en þær ætla að fjalla um þá staðreynd að íslenskum konum er enn lítt treyst fyrir fjármagni í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Jafnréttisríkið Ísland er greinileg ekki með á nótunum þegar að þessum hluta kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×