Skagfirðingar bíða niðurstaðna til að ákveða næstu skref Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. maí 2021 22:43 Hátt í 200 manns fóru í skimun í dag eftir að fjögur greindust með kórónuveiruna í Skagafirði. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að niðurstöður úr sýnatökum hátt í 200 Skagfirðinga frá því í dag liggi fyrir fyrr en á morgun. Sveitarstjórinn segir að viðbrögðin við mögulegu hópsmiti ráðist af þeim niðurstöðum og að fólki í samfélaginu sé brugðið. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við að niðurstöður skimunar liggi fyrir í kvöld. Á annað hundrað Skagfirðinga fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir einstaklingar greindust með kórónuveiruna á svæðinu. Af þeim sem fóru í sýnatöku í dag eru um 80 í úrvinnslusóttkví, þar sem þeir hafi verið í einhvers konar tengslum við þau sem greindust. Ákveðið var að bjóða fleirum á svæðinu upp á skimun, sem varúðarráðstöfun. „Þetta var þó nokkur fjöldi sem fór [í skimun] sem hefur sennilega lítil eða engin tengsl við þessa aðila. Þetta er varúðarráðstöfun og fólk beðið um að hafa hægt um sig,“ segir Sigfús. Skellur Sigfús segir að fólki sé brugðið við möguleikann á því að hópsýkingin sé að koma upp í Skagafirði. „Auðvitað voru menn, eins og þjóðin, vongóðir um að við værum á réttri leið og bólusetningar ganga vel. Það hefur gengið vel á okkar svæði þannig að þetta er auðvitað skellur. Við vonum að þetta verði sem minnst,“ segir Sigfús. Hann segir viðbrögðin við mögulegri hópsýkingu velta á því hversu stór fjöldi komi til með að greinast jákvæður og hvort viðkomandi hafi tengsl inn í skóla og annað slíkt á svæðinu. „Það áttu að koma niðurstöður í kvöld eða fyrramálið, eftir því hvað það gengur hratt að greina. Þetta ræðst bara rosalega mikið af því,“ segir Sigfús. Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé búist við að niðurstöður skimunar liggi fyrir í kvöld. Á annað hundrað Skagfirðinga fóru í sýnatöku í dag eftir að fjórir einstaklingar greindust með kórónuveiruna á svæðinu. Af þeim sem fóru í sýnatöku í dag eru um 80 í úrvinnslusóttkví, þar sem þeir hafi verið í einhvers konar tengslum við þau sem greindust. Ákveðið var að bjóða fleirum á svæðinu upp á skimun, sem varúðarráðstöfun. „Þetta var þó nokkur fjöldi sem fór [í skimun] sem hefur sennilega lítil eða engin tengsl við þessa aðila. Þetta er varúðarráðstöfun og fólk beðið um að hafa hægt um sig,“ segir Sigfús. Skellur Sigfús segir að fólki sé brugðið við möguleikann á því að hópsýkingin sé að koma upp í Skagafirði. „Auðvitað voru menn, eins og þjóðin, vongóðir um að við værum á réttri leið og bólusetningar ganga vel. Það hefur gengið vel á okkar svæði þannig að þetta er auðvitað skellur. Við vonum að þetta verði sem minnst,“ segir Sigfús. Hann segir viðbrögðin við mögulegri hópsýkingu velta á því hversu stór fjöldi komi til með að greinast jákvæður og hvort viðkomandi hafi tengsl inn í skóla og annað slíkt á svæðinu. „Það áttu að koma niðurstöður í kvöld eða fyrramálið, eftir því hvað það gengur hratt að greina. Þetta ræðst bara rosalega mikið af því,“ segir Sigfús.
Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira