Tugir í sóttkví í Skagafirði eftir að fjórir greindust smitaðir Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 11:08 Frá Sauðárkróki Wikipedia/Steinib68 Sýnatökur og smitrakning eru nú í fullum gangi og tugir manna eru farnir í sóttkví eftir að staðfest var að fjórir væru smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og Skagafirði í gær. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir of snemmt að tala um hópsmit en að líkur sé á að sýkingin nú sé meiri að umfangi en sveitarfélagið hafi lent í til þessa í faraldrinum. „Þetta tengist vinnustað í bænum. Hún er þess eðlis þessi starfsemi að þetta getur teygt sig í ýmsar átti þannig að menn eru bara að reyna að gæta varúðar,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, við Vísi. Hann segist ekki geta greint frá því á hvaða vinnustað smitin komu upp en segir þau þó ekki tengjast skólastarfsemi. Samkvæmt síðustu staðfestu tölum séu fjórir smitaðir og fjöldi þeirra sem séu komnir í sóttkví hlaupi á tugum. „Það eru alveg líkur á því að þetta sé stærra umfang en við höfum lent í áður. Við höfum nú sloppið mjög vel hingað til,“ segir sveitarstjórinn. Þrír af þeim fjórum sem hafa greinst með kórónuveirusmit voru í sóttkví, að því er kemur fram í færslu lögeglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook í dag. Alls séu 72 í sóttkví á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi. Af þeim eru 58 á Sauðárkróki. Sigfús Ingi segir að sá fjöldi sem sé í sóttkví eða smitaður af veirunni geti haft áhrif á atvinnustarfsemi á svæðinu í komandi viku en óljóst er á þessari stundu hversu mikil. „Það eru miklar sýnatökur núna yfir helgina og rakningarteymið er að störfum þannig að við erum bara aðeins að reyna að ná utan um þetta,“ segir hann. Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Þetta tengist vinnustað í bænum. Hún er þess eðlis þessi starfsemi að þetta getur teygt sig í ýmsar átti þannig að menn eru bara að reyna að gæta varúðar,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, við Vísi. Hann segist ekki geta greint frá því á hvaða vinnustað smitin komu upp en segir þau þó ekki tengjast skólastarfsemi. Samkvæmt síðustu staðfestu tölum séu fjórir smitaðir og fjöldi þeirra sem séu komnir í sóttkví hlaupi á tugum. „Það eru alveg líkur á því að þetta sé stærra umfang en við höfum lent í áður. Við höfum nú sloppið mjög vel hingað til,“ segir sveitarstjórinn. Þrír af þeim fjórum sem hafa greinst með kórónuveirusmit voru í sóttkví, að því er kemur fram í færslu lögeglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook í dag. Alls séu 72 í sóttkví á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi. Af þeim eru 58 á Sauðárkróki. Sigfús Ingi segir að sá fjöldi sem sé í sóttkví eða smitaður af veirunni geti haft áhrif á atvinnustarfsemi á svæðinu í komandi viku en óljóst er á þessari stundu hversu mikil. „Það eru miklar sýnatökur núna yfir helgina og rakningarteymið er að störfum þannig að við erum bara aðeins að reyna að ná utan um þetta,“ segir hann.
Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira