Borgarráð rígheldur í berin: „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2021 07:04 Á þessum litla reit ber Guðmundi að leggja gras og gróðursetja berjarunna. Þegar verktakinn hefur skilað af sér er ekkert sem kemur í veg fyrir að íbúar taki gróðurinn upp og klári pallana. Mynd/Guðmundur Heiðar Helgason Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, neyðist til að gróðursetja berjarunna á tíu fermetra sérafnotareit við íbúð sína eftir að meirihluti borgarráðs hafnaði því í gær að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Forsaga málsins er sú að Guðmundur og fjölskylda hans fluttu inn í nýja íbúð í nóvember síðastliðnum en henni fylgdi umræddur sérafnotareitur með sólpalli og skjólvegg. Það kom fjölskyldunni á óvart þegar smiðir kláruðu aðeins helming af gólfinu en þá kom í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar mátti pallurinn ekki ná yfir allan reitinn. Þvert á móti var lögð sú kvöð á íbúa að vera með gras yfir helmingi flatarins og auk þess ætti að vera berjarunni á hverjum reit. „Við spurðum hvort verktakinn gæti ekki frekar sett pallinn yfir restina af reitnum, en það er ekki hægt,“ sagði Guðmundur á Facebook í janúar síðastliðnum. „Verktakanum er skylt að setja gras og berjarunna á reitinn, því annars fær hann ekki lokaúttekt frá borginni.“ „Forræðishyggjan birtist víða“ Í bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna segir að í málinu takist á tvö sjónarmið; annars vegar að íbúar eigi að ráðstafa sínum sérafnotareitum með þeim hætti sem þeir kjósa og hins vegar sjónarmiðin um gróðurþekju og líffræðilega fjölbreytni á svæðinu. Skipulagsbreytingin myndi þannig verða til þess að heildargróðurþekja á svæðinu lækkaði. „Forræðishyggjan birtist víða,“ bókuðu hins vegar sjálfstæðismenn. „Hér er hafnað þeirri ósk íbúa og verktaka að íbúar fái að ráða þeim litlu svæðum sem þeir hafa í görðum sínum. Því erum við ósammála og teljum að fólk eigi að hafa athafnafrelsi á heimilum sínum og í görðum. Þá vekur athygli að þótt ekki eigi að tryggja íbúum frelsi um ráðstöfun eigin garða, er ekki fyrirhugað að framkvæma lokaúttekt á sérafnotareitunum. Á sama tíma og íbúar eru skikkaðir til að rækta pínulitla berjarunna er verulega vegið að grænum svæðum borgarinnar sem henni hefur verið treyst fyrir.“ „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ spurði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðflokksins, í sinni bókun. „Hér er um að ræða minnstu garða í heimi. Hver „garður“ samkvæmt skilgreiningu borgarstjóra og meirihlutans verður 2,5-5,0 fermetrar og í „garðinum“ skuli vera berjarunni. Allt er þetta gert til að gróðurþekjan og líffræðileg fjölbreytni á svæðinu haldi sér. Þetta eru afleiðingar þrengingarstefnu meirihlutans. Það er ekki hægt að skálda svona vitleysu upp – en allt er greinilega hægt í Reykjavík.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Guðmundur og fjölskylda hans fluttu inn í nýja íbúð í nóvember síðastliðnum en henni fylgdi umræddur sérafnotareitur með sólpalli og skjólvegg. Það kom fjölskyldunni á óvart þegar smiðir kláruðu aðeins helming af gólfinu en þá kom í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar mátti pallurinn ekki ná yfir allan reitinn. Þvert á móti var lögð sú kvöð á íbúa að vera með gras yfir helmingi flatarins og auk þess ætti að vera berjarunni á hverjum reit. „Við spurðum hvort verktakinn gæti ekki frekar sett pallinn yfir restina af reitnum, en það er ekki hægt,“ sagði Guðmundur á Facebook í janúar síðastliðnum. „Verktakanum er skylt að setja gras og berjarunna á reitinn, því annars fær hann ekki lokaúttekt frá borginni.“ „Forræðishyggjan birtist víða“ Í bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna segir að í málinu takist á tvö sjónarmið; annars vegar að íbúar eigi að ráðstafa sínum sérafnotareitum með þeim hætti sem þeir kjósa og hins vegar sjónarmiðin um gróðurþekju og líffræðilega fjölbreytni á svæðinu. Skipulagsbreytingin myndi þannig verða til þess að heildargróðurþekja á svæðinu lækkaði. „Forræðishyggjan birtist víða,“ bókuðu hins vegar sjálfstæðismenn. „Hér er hafnað þeirri ósk íbúa og verktaka að íbúar fái að ráða þeim litlu svæðum sem þeir hafa í görðum sínum. Því erum við ósammála og teljum að fólk eigi að hafa athafnafrelsi á heimilum sínum og í görðum. Þá vekur athygli að þótt ekki eigi að tryggja íbúum frelsi um ráðstöfun eigin garða, er ekki fyrirhugað að framkvæma lokaúttekt á sérafnotareitunum. Á sama tíma og íbúar eru skikkaðir til að rækta pínulitla berjarunna er verulega vegið að grænum svæðum borgarinnar sem henni hefur verið treyst fyrir.“ „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ spurði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðflokksins, í sinni bókun. „Hér er um að ræða minnstu garða í heimi. Hver „garður“ samkvæmt skilgreiningu borgarstjóra og meirihlutans verður 2,5-5,0 fermetrar og í „garðinum“ skuli vera berjarunni. Allt er þetta gert til að gróðurþekjan og líffræðileg fjölbreytni á svæðinu haldi sér. Þetta eru afleiðingar þrengingarstefnu meirihlutans. Það er ekki hægt að skálda svona vitleysu upp – en allt er greinilega hægt í Reykjavík.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira