Bjóðast til að hýsa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2021 23:01 Aston Villa vs Stoke City epa08713192 General view of the Villa Park ahead of the English Carabao Cup 4th round soccer match between Aston Villa and Stoke City in Birmingham, Britain, 01 October 2020. EPA-EFE/Rui Vieira / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications. Aston Villa hefur boðið Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum, Villa Park. Chelsea og Manchester City eru komin í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn á að fara fram í stærstu borg Tyrklands, Istanbúl, þann 29. maí. Fyrir viku var útgöngubann sett á í landinu þar sem Tyrkland var með flest virk kórónuveirusmit allra landa í Evrópu. UEFA hefur þó staðfest að leikurinn muni fara fram í Tyrklandi og að gefnar verði út ferðaupplýsingar síðar í þessari viku. Þá fer miðasala fyrir leikinn einnig af stað. Það virðist sem aðeins ríkisstjórn Tyrklands geti komið í veg fyrir að leikurinn fari þar fram. Fari svo að leikurinn yrði færður til Englands einfaldlega sökum þess að bæði liðin sem munu leika til úrslita eru frá Englandi og að það er heimsfaraldur í gangi þá hefur Aston Villa boðist til að hýsa úrslitaleikinn. Villa Park þyrfti þó að fá andlitslyftingu en sem stendur er blaðamannastúkan ekki nægilega stór til að taka á móti þeim fjölda blaðamanna sem myndi mæta. Þá eru svæði þar sem myndavélar yrðu í leik af þessari stærðargráðu einfaldlega ekki til staðar. Það er þó verið að vinna í því að gera völlinn leikhæfan. Það er hægara sagt en gert að flytja leik af þessari stærðargráðu með svo stuttum fyrirfara. Allt það fólk sem kemur að útsendingu leiksins, umfjöllun um hann sem og öllu öðru þyrfti að breyta ferðaáætlunum sínum með mjög skömmum tíma. Þá myndi þetta hafa mikil áhrif á auglýsendur og styrktaraðila. Ef svo fer hins vegar að ekki verður hægt að leika í Istanbúl þá er Aston Villa allavega tilbúið að hýsa leikinn. Sky Sports greindi frá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Chelsea og Manchester City eru komin í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn á að fara fram í stærstu borg Tyrklands, Istanbúl, þann 29. maí. Fyrir viku var útgöngubann sett á í landinu þar sem Tyrkland var með flest virk kórónuveirusmit allra landa í Evrópu. UEFA hefur þó staðfest að leikurinn muni fara fram í Tyrklandi og að gefnar verði út ferðaupplýsingar síðar í þessari viku. Þá fer miðasala fyrir leikinn einnig af stað. Það virðist sem aðeins ríkisstjórn Tyrklands geti komið í veg fyrir að leikurinn fari þar fram. Fari svo að leikurinn yrði færður til Englands einfaldlega sökum þess að bæði liðin sem munu leika til úrslita eru frá Englandi og að það er heimsfaraldur í gangi þá hefur Aston Villa boðist til að hýsa úrslitaleikinn. Villa Park þyrfti þó að fá andlitslyftingu en sem stendur er blaðamannastúkan ekki nægilega stór til að taka á móti þeim fjölda blaðamanna sem myndi mæta. Þá eru svæði þar sem myndavélar yrðu í leik af þessari stærðargráðu einfaldlega ekki til staðar. Það er þó verið að vinna í því að gera völlinn leikhæfan. Það er hægara sagt en gert að flytja leik af þessari stærðargráðu með svo stuttum fyrirfara. Allt það fólk sem kemur að útsendingu leiksins, umfjöllun um hann sem og öllu öðru þyrfti að breyta ferðaáætlunum sínum með mjög skömmum tíma. Þá myndi þetta hafa mikil áhrif á auglýsendur og styrktaraðila. Ef svo fer hins vegar að ekki verður hægt að leika í Istanbúl þá er Aston Villa allavega tilbúið að hýsa leikinn. Sky Sports greindi frá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira