Um tvö þúsund af atvinnuleysisskrá í vinnu Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 11:37 Framboð á störfum í byggingariðnað, verslun og ferðaþjónustu hefur aukist eftir að stjórnvöld hleyptu átakinu Hefjum störf af stokkunum. Vísir/Vilhelm Um tvö þúsund ráðningasamningar hafa verið gerðir í gegnum Vinnumálastofnun eftir að átak stjórnvalda „Hefjum störf“ var sett á laggirnar. Forstjóri stofnunarinnar segir alger umskipti hafa átt sér stað í atvinnumálum og nú sé meira að gera í að ráða fólk en skrá það á atvinnuleysisskrá. Hinn 22. mars hleyptu stjórnvöld af stokkunum verkefninu „Hefjum störf“ þar sem ríkið greiðir full laun upp að 472.835 krónum og 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóð í sex mánuði ef fyrirtæki eða frjáls félagasamtök ráða fólk í vinnu sem hefur verið atvinnulaust í að minnsta kosti tólf mánuði. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að vera með í átakinu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir augljóst að atvinnulífið sé að glæðast. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun segir mikil umskipti til hins betra hafa átt sér stað undanfarnar vikur varðandi framboð á störfum.Stöð 2/Egill „Og þetta hefur satt að segja gengið vonum framar. Betur en nokkur þorði að vona. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur tekið við sér. Hér hafa streymt inn jafn og þétt ný og góð störf,“ segir Unnur. Fyrirtæki hafi skráð og auglýst rúmlega fimm þúsund störf hjá Vinnumálastofnun undanfarnar vikur. Nú þegar hafi margir fengið vinnu. „Já, já. Við erum á fullu í því að ráða fólk. Þetta er nú okkar verkefni í dag. Það er aðallega að reyna að koma fólki í vinnu. Það gengur svoleiðis vonum framar. Við erum full bjartsýni,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk í atvinnuleit geti skráð sig inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og leitað að starfi við hæfi en stofnunin hafi líka frumkvæði að því að halda störfum að fólki. Best væri ef fólk finndi sjálft starf við sitt hæfi. Þetta séu mikil umskipti frá því fyrir ári. „Þeir fara að nálgast tvö þúsund ráðningarsamingarnir sem eru komnir inn í kerfið. Það getur tekið einhverjar vikur frá því starf kemur inn þangað til búið er að ráða og þess sér stað í okkar bókum,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Flest störf í boði komi frá gistiþjónustu, verslun og vöruflutningum, ýmissri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Sömu atvinnugreinunum og atvinnuleysi jókst hratt í þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hinn 22. mars hleyptu stjórnvöld af stokkunum verkefninu „Hefjum störf“ þar sem ríkið greiðir full laun upp að 472.835 krónum og 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóð í sex mánuði ef fyrirtæki eða frjáls félagasamtök ráða fólk í vinnu sem hefur verið atvinnulaust í að minnsta kosti tólf mánuði. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að vera með í átakinu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir augljóst að atvinnulífið sé að glæðast. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun segir mikil umskipti til hins betra hafa átt sér stað undanfarnar vikur varðandi framboð á störfum.Stöð 2/Egill „Og þetta hefur satt að segja gengið vonum framar. Betur en nokkur þorði að vona. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur tekið við sér. Hér hafa streymt inn jafn og þétt ný og góð störf,“ segir Unnur. Fyrirtæki hafi skráð og auglýst rúmlega fimm þúsund störf hjá Vinnumálastofnun undanfarnar vikur. Nú þegar hafi margir fengið vinnu. „Já, já. Við erum á fullu í því að ráða fólk. Þetta er nú okkar verkefni í dag. Það er aðallega að reyna að koma fólki í vinnu. Það gengur svoleiðis vonum framar. Við erum full bjartsýni,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Fólk í atvinnuleit geti skráð sig inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og leitað að starfi við hæfi en stofnunin hafi líka frumkvæði að því að halda störfum að fólki. Best væri ef fólk finndi sjálft starf við sitt hæfi. Þetta séu mikil umskipti frá því fyrir ári. „Þeir fara að nálgast tvö þúsund ráðningarsamingarnir sem eru komnir inn í kerfið. Það getur tekið einhverjar vikur frá því starf kemur inn þangað til búið er að ráða og þess sér stað í okkar bókum,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Flest störf í boði komi frá gistiþjónustu, verslun og vöruflutningum, ýmissri ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Sömu atvinnugreinunum og atvinnuleysi jókst hratt í þegar kórónuveirufaraldurinn komst á skrið.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. 4. maí 2021 12:51
Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. 30. apríl 2021 23:31