Mörgum milljörðum komið undan: „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. maí 2021 13:49 Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Skattrannsóknarstjóri telur að einn milljarður hafi tapast í fyrra vegna nokkurra mála sem eru til rannsóknar sem tengjast skipulögðum glæpahópum. Talið sé að mörgum milljörðum sé komið undan á ári hverju með slíkri svikastarfsemi. Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og margvíslega áhrif hennar á íslenskt samfélag. Lögreglan er á því að þetta sé ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi okkar. Skattrannsóknastjóri rannsakar brot sem tengjast skiplögðum glæpum og varða útgáfu tilhæfulausra reikninga þar sem fyrirtæki, jafnvel með engan rekstur á bak við sig, eru nýtt til að koma peningum undan skatti. Í mörgum tilfellum eru leppar hafðir sem eigendur fyrirtækjanna, þeir gefa út reikning á annað fyrirtæki sem greiðir upphæðina. Hún er tekin út í reiðufé og skilað til þeirra sem greiddu reikninginn. Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar. „Sem nota þá í þeim tilgangi að lækka sína skattbyrði. Að greiða út svört laun, til að ná út fjármunum úr rekstrinum. Þetta sjáum við mikið í auknum mæli síðustu árin," segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Varnaðaráhrifin hafi lítið að segja. „Í skattsvikamálum þá færðu skilorðsbundinn dóm og háar fésektir sem fást ekki greiddar og það er hægt að taka það út í samfélagsþjónustu. Þannig er verið að milda refsinguna til muna." Vilji er fyrir því innan embættisins að geta brugðist strax við grunsamlegu athæfi fyrirtækja en eins og sakir standa geta liðið mörg ár þar til eitthvað sé hægt að gera eins og lagaumhverfið er í dag. „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur, við sjáum þetta gerast og það þarf að grípa strax inn í," segir Theodóra Emilsdóttir. Kompás Skattar og tollar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og margvíslega áhrif hennar á íslenskt samfélag. Lögreglan er á því að þetta sé ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi okkar. Skattrannsóknastjóri rannsakar brot sem tengjast skiplögðum glæpum og varða útgáfu tilhæfulausra reikninga þar sem fyrirtæki, jafnvel með engan rekstur á bak við sig, eru nýtt til að koma peningum undan skatti. Í mörgum tilfellum eru leppar hafðir sem eigendur fyrirtækjanna, þeir gefa út reikning á annað fyrirtæki sem greiðir upphæðina. Hún er tekin út í reiðufé og skilað til þeirra sem greiddu reikninginn. Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar. „Sem nota þá í þeim tilgangi að lækka sína skattbyrði. Að greiða út svört laun, til að ná út fjármunum úr rekstrinum. Þetta sjáum við mikið í auknum mæli síðustu árin," segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Varnaðaráhrifin hafi lítið að segja. „Í skattsvikamálum þá færðu skilorðsbundinn dóm og háar fésektir sem fást ekki greiddar og það er hægt að taka það út í samfélagsþjónustu. Þannig er verið að milda refsinguna til muna." Vilji er fyrir því innan embættisins að geta brugðist strax við grunsamlegu athæfi fyrirtækja en eins og sakir standa geta liðið mörg ár þar til eitthvað sé hægt að gera eins og lagaumhverfið er í dag. „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur, við sjáum þetta gerast og það þarf að grípa strax inn í," segir Theodóra Emilsdóttir.
Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar.
Kompás Skattar og tollar Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira