Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 14:05 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, átti frumkvæði að því að óska eftir skýrslu um breytingar á framkvæmd skimana. vísir/Vilhelm Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. Í byrjun mars samþykkti þingið beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, auk 26 annarra þingmanna um að heilbrigðisráðherra yrði falið að vinna úttekt á því hvernig staðið hefur verið að breytingum á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Á Alþingi í dag benti Þorbjörg á að samkvæmt þingsköpum ætti skýrslan að vera kynnt í þinginu í næstu viku. Engin þingflokkur kannist hins vegar við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra um vinnuna þrátt fyrir að ráðherra beri samkvæmt skýrslubeiðninni að hafa við þá samráð um að finna óháðan aðila til vinnunnar. „Í morgun kom fram á fundi velferðarnefndar að enginn þeirra sérfræðinga í málaflokknum kannast heldur við það að hafa fengið einhverjar upplýsingar eða meldingar um að þessi vinna væri að fara af stað,“ sagði Þorbjörg og óskaði eftir upplýsingum um stöðu málsins frá forseta Alþingis. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði málið brýnt og óskaði því jafnframt eftir því að forseti Alþingis myndi ýta á eftir svörum. „Það eru þúsundir kvenna úti í samfélaginu sem fá engin svör, sem eru búnar að fara í sýnatöku. Það eru læknar úti í samfélaginu sem fá heldur ekki svör,“ sagði Helga Vala og vísaði til þess að fjallað hefði verið um málið á fundi velferðarnefndar í morgun. „Og við fengum heimild til þess að greina frá því á opinberum vettvangi, formlega heimild, þannig að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta snýr að heilsu kvenna en þetta snýr líka að hagsmunum fjölskyldna allra þessara þúsunda kvenna sem lifa í algjörri óvissu um heilsufar sitt og það er óboðlegt. Við verðum að fara að fá þessa skýrslu.“ Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði sérfræðinga sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun ekki sátta við gang mála. „Það var ekki haft samráð við þá. Þeir hafa ekki aðgang að niðurstöðum rannsókna í Danmörku. Þeir geta ekki hringdi kollega, þeir vita ekki neitt. Við verðum að gera betur,“ sagði Anna Kolbrún. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði að sérfræðingar hafi komið fyrir velferðarnefnd í morgun og að þeir væru ekki sátt ir við hvernig farið hafi verið af stað með breytingar á skimunum fyrir leghálskrabba.vísir/Vilhelm Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist þó vera kunnugt um að vinna við skýrsluna væri þegar hafin í heilbrigðisráðuneytinu. „Hins vegar veit ég ekki frekar en aðrir þingmenn, nákvæmlega við hverja ráðuneytið er að ræða eða hvaða fólk það hefur sett til verka. Ég held að það sé þess vegna mikilvægt að forseti grennslist fyrir um það með hvaða hætti verið er að vinna þessa vinnu og hvar hún er nákvæmlega stödd.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði það hafa komið á óvart á nefndarfundi í morgun hversu illa framkvæmdin virtist hafi verið undirbúnin. Nauðsynlegt væri að fá skýrsluna og svör sem fyrst. „Ekki bara að laga ástandið eins og það er núna, sem er í lamasessi, heldur líka til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur því þarna virðist hafa verið tekin einhver ákvörðun án gagna, án sérfræðiþekkingar og án nauðsynlegra raka.“ Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Í byrjun mars samþykkti þingið beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, auk 26 annarra þingmanna um að heilbrigðisráðherra yrði falið að vinna úttekt á því hvernig staðið hefur verið að breytingum á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Á Alþingi í dag benti Þorbjörg á að samkvæmt þingsköpum ætti skýrslan að vera kynnt í þinginu í næstu viku. Engin þingflokkur kannist hins vegar við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra um vinnuna þrátt fyrir að ráðherra beri samkvæmt skýrslubeiðninni að hafa við þá samráð um að finna óháðan aðila til vinnunnar. „Í morgun kom fram á fundi velferðarnefndar að enginn þeirra sérfræðinga í málaflokknum kannast heldur við það að hafa fengið einhverjar upplýsingar eða meldingar um að þessi vinna væri að fara af stað,“ sagði Þorbjörg og óskaði eftir upplýsingum um stöðu málsins frá forseta Alþingis. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði málið brýnt og óskaði því jafnframt eftir því að forseti Alþingis myndi ýta á eftir svörum. „Það eru þúsundir kvenna úti í samfélaginu sem fá engin svör, sem eru búnar að fara í sýnatöku. Það eru læknar úti í samfélaginu sem fá heldur ekki svör,“ sagði Helga Vala og vísaði til þess að fjallað hefði verið um málið á fundi velferðarnefndar í morgun. „Og við fengum heimild til þess að greina frá því á opinberum vettvangi, formlega heimild, þannig að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta snýr að heilsu kvenna en þetta snýr líka að hagsmunum fjölskyldna allra þessara þúsunda kvenna sem lifa í algjörri óvissu um heilsufar sitt og það er óboðlegt. Við verðum að fara að fá þessa skýrslu.“ Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði sérfræðinga sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun ekki sátta við gang mála. „Það var ekki haft samráð við þá. Þeir hafa ekki aðgang að niðurstöðum rannsókna í Danmörku. Þeir geta ekki hringdi kollega, þeir vita ekki neitt. Við verðum að gera betur,“ sagði Anna Kolbrún. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, sagði að sérfræðingar hafi komið fyrir velferðarnefnd í morgun og að þeir væru ekki sátt ir við hvernig farið hafi verið af stað með breytingar á skimunum fyrir leghálskrabba.vísir/Vilhelm Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist þó vera kunnugt um að vinna við skýrsluna væri þegar hafin í heilbrigðisráðuneytinu. „Hins vegar veit ég ekki frekar en aðrir þingmenn, nákvæmlega við hverja ráðuneytið er að ræða eða hvaða fólk það hefur sett til verka. Ég held að það sé þess vegna mikilvægt að forseti grennslist fyrir um það með hvaða hætti verið er að vinna þessa vinnu og hvar hún er nákvæmlega stödd.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði það hafa komið á óvart á nefndarfundi í morgun hversu illa framkvæmdin virtist hafi verið undirbúnin. Nauðsynlegt væri að fá skýrsluna og svör sem fyrst. „Ekki bara að laga ástandið eins og það er núna, sem er í lamasessi, heldur líka til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur því þarna virðist hafa verið tekin einhver ákvörðun án gagna, án sérfræðiþekkingar og án nauðsynlegra raka.“
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira