Lehmann rekinn eftir rasísk skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 17:05 Jens Lehmann hefur líkt og Dennis Aogo starfað í þýsku sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Getty/Alex Gottschalk Jens Lehmann, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í fótbolta, hefur verið rekinn úr starfi hjá Herthu Berlín eftir rasísk skilaboð sem hann sendi Dennis Aogo. Aogo, sem er dökkur á hörund, er líkt og Lehmann fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands en starfar nú fyrir sjónvarpsstöðina Sky Sport í Þýskalandi. Lehmann sendi Dennis Aogo skilaboð, sem sennilega áttu að fara annað, þar sem stóð: „Er Dennis í raun kvótasvertinginn ykkar?“ Þannig gaf Lehmann í skyn að Aogo væri aðeins í sínu starfi í sjónvarpinu vegna þess að hann væri svartur. Aogo birti skjáskot af skilaboðunum á hringrás sinni á Instagram og skrifaði: „Vá, er þér alvara? Þessi skilaboð áttu líklega ekki að fara til mín.“ Lehmann sat í stjórn hjá Herthu sem fulltrúi fjárfestingafélagsins Tennor Holding en samningi hans við félagið var umsvifalaust rift. Werner Gegenbauer, forseti Herthu Berlínar, sagði: „Svona skrif eru á engan hátt í samræmi við þau gildi sem Hertha BSC stendur fyrir. Við höldum okkur fjarri öllu kynþáttaníði og fögnum ákvörðun Tennor Holding.“ Lehmann kvaðst á Twitter hafa beðið Aogo afsökunar. In einer privaten Nachricht von meinem Handy an Dennis Aogo ist ein Eindruck entstanden für den ich mich im Gespräch mit Dennis entschuldigt habe. Als ehemaliger Nationalspieler ist er sehr fachkundig und hat eine tolle Präsenz und bringt bei Sky Quote.— Jens Lehmann (@jenslehmann) May 5, 2021 Lehmann lék 200 leiki fyrir Arsenal á sínum ferli áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2011. Hann lék einnig með Schalke, AC Milan, Dortmund og Stuttgart, og á að baki 61 landsleik. Aogo, sem lék 12 landsleiki, lagði skóna á hilluna í fyrra og hafði þá spilað 340 leiki í efstu tveimur deildum Þýskalands. Hann lék lengst með Hamburg, árin 2008-2013. Þýski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Aogo, sem er dökkur á hörund, er líkt og Lehmann fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands en starfar nú fyrir sjónvarpsstöðina Sky Sport í Þýskalandi. Lehmann sendi Dennis Aogo skilaboð, sem sennilega áttu að fara annað, þar sem stóð: „Er Dennis í raun kvótasvertinginn ykkar?“ Þannig gaf Lehmann í skyn að Aogo væri aðeins í sínu starfi í sjónvarpinu vegna þess að hann væri svartur. Aogo birti skjáskot af skilaboðunum á hringrás sinni á Instagram og skrifaði: „Vá, er þér alvara? Þessi skilaboð áttu líklega ekki að fara til mín.“ Lehmann sat í stjórn hjá Herthu sem fulltrúi fjárfestingafélagsins Tennor Holding en samningi hans við félagið var umsvifalaust rift. Werner Gegenbauer, forseti Herthu Berlínar, sagði: „Svona skrif eru á engan hátt í samræmi við þau gildi sem Hertha BSC stendur fyrir. Við höldum okkur fjarri öllu kynþáttaníði og fögnum ákvörðun Tennor Holding.“ Lehmann kvaðst á Twitter hafa beðið Aogo afsökunar. In einer privaten Nachricht von meinem Handy an Dennis Aogo ist ein Eindruck entstanden für den ich mich im Gespräch mit Dennis entschuldigt habe. Als ehemaliger Nationalspieler ist er sehr fachkundig und hat eine tolle Präsenz und bringt bei Sky Quote.— Jens Lehmann (@jenslehmann) May 5, 2021 Lehmann lék 200 leiki fyrir Arsenal á sínum ferli áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2011. Hann lék einnig með Schalke, AC Milan, Dortmund og Stuttgart, og á að baki 61 landsleik. Aogo, sem lék 12 landsleiki, lagði skóna á hilluna í fyrra og hafði þá spilað 340 leiki í efstu tveimur deildum Þýskalands. Hann lék lengst með Hamburg, árin 2008-2013.
Þýski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira