Lehmann rekinn eftir rasísk skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 17:05 Jens Lehmann hefur líkt og Dennis Aogo starfað í þýsku sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Getty/Alex Gottschalk Jens Lehmann, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í fótbolta, hefur verið rekinn úr starfi hjá Herthu Berlín eftir rasísk skilaboð sem hann sendi Dennis Aogo. Aogo, sem er dökkur á hörund, er líkt og Lehmann fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands en starfar nú fyrir sjónvarpsstöðina Sky Sport í Þýskalandi. Lehmann sendi Dennis Aogo skilaboð, sem sennilega áttu að fara annað, þar sem stóð: „Er Dennis í raun kvótasvertinginn ykkar?“ Þannig gaf Lehmann í skyn að Aogo væri aðeins í sínu starfi í sjónvarpinu vegna þess að hann væri svartur. Aogo birti skjáskot af skilaboðunum á hringrás sinni á Instagram og skrifaði: „Vá, er þér alvara? Þessi skilaboð áttu líklega ekki að fara til mín.“ Lehmann sat í stjórn hjá Herthu sem fulltrúi fjárfestingafélagsins Tennor Holding en samningi hans við félagið var umsvifalaust rift. Werner Gegenbauer, forseti Herthu Berlínar, sagði: „Svona skrif eru á engan hátt í samræmi við þau gildi sem Hertha BSC stendur fyrir. Við höldum okkur fjarri öllu kynþáttaníði og fögnum ákvörðun Tennor Holding.“ Lehmann kvaðst á Twitter hafa beðið Aogo afsökunar. In einer privaten Nachricht von meinem Handy an Dennis Aogo ist ein Eindruck entstanden für den ich mich im Gespräch mit Dennis entschuldigt habe. Als ehemaliger Nationalspieler ist er sehr fachkundig und hat eine tolle Präsenz und bringt bei Sky Quote.— Jens Lehmann (@jenslehmann) May 5, 2021 Lehmann lék 200 leiki fyrir Arsenal á sínum ferli áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2011. Hann lék einnig með Schalke, AC Milan, Dortmund og Stuttgart, og á að baki 61 landsleik. Aogo, sem lék 12 landsleiki, lagði skóna á hilluna í fyrra og hafði þá spilað 340 leiki í efstu tveimur deildum Þýskalands. Hann lék lengst með Hamburg, árin 2008-2013. Þýski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Aogo, sem er dökkur á hörund, er líkt og Lehmann fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands en starfar nú fyrir sjónvarpsstöðina Sky Sport í Þýskalandi. Lehmann sendi Dennis Aogo skilaboð, sem sennilega áttu að fara annað, þar sem stóð: „Er Dennis í raun kvótasvertinginn ykkar?“ Þannig gaf Lehmann í skyn að Aogo væri aðeins í sínu starfi í sjónvarpinu vegna þess að hann væri svartur. Aogo birti skjáskot af skilaboðunum á hringrás sinni á Instagram og skrifaði: „Vá, er þér alvara? Þessi skilaboð áttu líklega ekki að fara til mín.“ Lehmann sat í stjórn hjá Herthu sem fulltrúi fjárfestingafélagsins Tennor Holding en samningi hans við félagið var umsvifalaust rift. Werner Gegenbauer, forseti Herthu Berlínar, sagði: „Svona skrif eru á engan hátt í samræmi við þau gildi sem Hertha BSC stendur fyrir. Við höldum okkur fjarri öllu kynþáttaníði og fögnum ákvörðun Tennor Holding.“ Lehmann kvaðst á Twitter hafa beðið Aogo afsökunar. In einer privaten Nachricht von meinem Handy an Dennis Aogo ist ein Eindruck entstanden für den ich mich im Gespräch mit Dennis entschuldigt habe. Als ehemaliger Nationalspieler ist er sehr fachkundig und hat eine tolle Präsenz und bringt bei Sky Quote.— Jens Lehmann (@jenslehmann) May 5, 2021 Lehmann lék 200 leiki fyrir Arsenal á sínum ferli áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2011. Hann lék einnig með Schalke, AC Milan, Dortmund og Stuttgart, og á að baki 61 landsleik. Aogo, sem lék 12 landsleiki, lagði skóna á hilluna í fyrra og hafði þá spilað 340 leiki í efstu tveimur deildum Þýskalands. Hann lék lengst með Hamburg, árin 2008-2013.
Þýski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira