Möguleiki á þriðja enska úrslitaleiknum í sögu Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 14:15 Christian Pulisic skoraði mark Chelsea í fyrri leiknum gegn Real Madrid. Það gæti reynst gulls ígildi í kvöld. getty/Gonzalo Arroyo Það kemur í ljós í kvöld hvort Real Madrid kemst í sautjánda sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu eða Chelsea mæti Manchester City í enskum úrslitaleik á Atatürk leikvanginum í Istanbúl 29. maí. Fyrri leik Real Madrid og Chelsea í spænsku höfuðborginni lyktaði með 1-1 jafntefli. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid. Ef Chelsea gerir það sem liðið hefur gert svo oft eftir að Thomas Tuchel tók við því, halda hreinu, kemst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn í sögunni. Það yrði einnig þriðji enski úrslitaleikurinn í sögu Meistaradeildarinnar. Chelsea mætti Manchester United í þeim fyrsta í Moskvu 2008 þar sem United hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir tveimur árum áttust Liverpool og Tottenham svo við í Madríd þar sem Rauði herinn hafði betur, 2-0. Getur komist í úrslit annað árið í röð Tuchel þekkir það að koma liði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann gerði það með Paris Saint-Germain í fyrra. Frakkarnir töpuðu fyrir Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon, 1-0. Tuchel getur því komið tveimur mismunandi liðum í úrslit Meistaradeildarinnar á jafn mörgum árum. Þótt staða Chelsea sé vænleg er ekki undir neinum kringumstæðum sniðugt að afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni, keppni sem liðið hefur unnið langoft allra, eða þrettán sinnum. Ramos snýr aftur Real Madrid varð Evrópumeistari þrjú ár í röð (2016-18) undir stjórn Zinedines Zidane og Frakkinn stefnir nú á að koma Madrídingum í fjórða sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er vatn á myllu Madrídinga að Sergio Ramos, sem hefur ekki leikið síðan í mars vegna meiðsla, snýr aftur gegn Chelsea í kvöld. Raphaël Varane verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum gegn Lundúnaliðinu og byrjaði í 2-0 sigrinum á Osasuna um helgina. Hann gæti komið við sögu í leiknum á Stamford Bridge þótt það sé kannski líklegra en ekki að hann byrji á varamannabekknum. Leikur Chelsea og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
Fyrri leik Real Madrid og Chelsea í spænsku höfuðborginni lyktaði með 1-1 jafntefli. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid. Ef Chelsea gerir það sem liðið hefur gert svo oft eftir að Thomas Tuchel tók við því, halda hreinu, kemst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn í sögunni. Það yrði einnig þriðji enski úrslitaleikurinn í sögu Meistaradeildarinnar. Chelsea mætti Manchester United í þeim fyrsta í Moskvu 2008 þar sem United hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir tveimur árum áttust Liverpool og Tottenham svo við í Madríd þar sem Rauði herinn hafði betur, 2-0. Getur komist í úrslit annað árið í röð Tuchel þekkir það að koma liði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann gerði það með Paris Saint-Germain í fyrra. Frakkarnir töpuðu fyrir Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon, 1-0. Tuchel getur því komið tveimur mismunandi liðum í úrslit Meistaradeildarinnar á jafn mörgum árum. Þótt staða Chelsea sé vænleg er ekki undir neinum kringumstæðum sniðugt að afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni, keppni sem liðið hefur unnið langoft allra, eða þrettán sinnum. Ramos snýr aftur Real Madrid varð Evrópumeistari þrjú ár í röð (2016-18) undir stjórn Zinedines Zidane og Frakkinn stefnir nú á að koma Madrídingum í fjórða sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er vatn á myllu Madrídinga að Sergio Ramos, sem hefur ekki leikið síðan í mars vegna meiðsla, snýr aftur gegn Chelsea í kvöld. Raphaël Varane verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum gegn Lundúnaliðinu og byrjaði í 2-0 sigrinum á Osasuna um helgina. Hann gæti komið við sögu í leiknum á Stamford Bridge þótt það sé kannski líklegra en ekki að hann byrji á varamannabekknum. Leikur Chelsea og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira