„Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 12:00 Hákon Daði Styrmisson hefur raðað inn mörkum í Olís-deildinni í vetur. Mörkin eru alls orðin 138 en enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað meira. vísir/vilhelm Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að læra við fótskör Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Í morgun var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við þýska B-deildarliðið. Þar hittir Hákon fyrir annan Eyjamann, Elliða Snæ Viðarsson. „Ég hefði eiginlega ekki getað fengið betra tækifæri, vera með Guðjón Val sem er sá besti í minni stöðu. Svo er algjör plús að vera með Elliða þarna. Ég er með smá öryggisnet þarna og þetta er líka gott lið,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. Gummersbach er sem stendur í 3. sæti þýsku B-deildarinnar, einu stigi frá efstu tveimur liðunum. Hákon vonast að sjálfsögðu til að Gummersbach komist upp í úrvalsdeildina en félagaskiptin velta ekki á því. Hann spilar með Gummersbach sama í hvorri deildinni liðið verður. „Það gerist bara ef það gerist,“ sagði Hákon. Ekki er langt síðan hann heyrði fyrst af áhuga Gummersbach. Greip mig strax „Það eru kannski tvær vikur síðan. Þetta hefur gerst frekar hratt,“ sagði Eyjamaðurinn. Aðrir kostir voru í stöðunni en Gummersbach var alltaf sá fyrsti eftir að félagið kom inn í myndina. „Það var áhugi frá öðru félagi sem mér fannst ekki alveg nógu heillandi. En þetta greip mig strax og var eina alvöru tilboðið sem ég fékk. Þetta var aldrei spurning,“ sagði hornamaðurinn sem er markahæstur í Olís-deildinni með 138 mörk. Hákon Daði getur eflaust lært margt af Guðjóni Val Sigurðssyni, einum besta hornamanni allra tíma.getty/Marius Becker Hákon hefur lengi sett stefnuna á að komast í atvinnumennsku en það markmið var nokkuð fjarlægt á tímabili. „Þetta er draumur manns, að komast að erlendis og spila á stærra sviði en heima og komast sem lengst í handboltaheiminum og í landsliðið. Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi. Þannig var tilfinningin. En síðustu tvö árin hef ég færst ótrúlega hratt nær draumnum,“ sagði Hákon. Hann ætlar sér að kveðja ÍBV með stæl. „Markmiðið hjá mér og liðunum sem ég hef verið í er alltaf að berjast um alla titla. Og það breytist ekkert. Maður heldur bara áfram að berjast fyrir Bandalagið.“ Finnur ekki svona samstöðu annars staðar Hákon segir að allt umhverfið hjá ÍBV komist eins nálægt því að vera eins og hjá atvinnumannafélagi og hægt er. „Ég er með Erling [Richardsson] sem er geðveikur þjálfari og hefur hjálpað mér mikið. Ég hef lent á mörgum veggjum undanfarin ár en hef fengið ótrúlega góða hjálp, bæði frá þjálfurum, leikmönnum og fólkinu í Eyjum,“ sagði Hákon. Hákon Daði á vítalínunni þar sem honum líður alla jafna vel.vísir/hulda margrét „Þetta kemst næst því að vera í atvinnumennsku eins og hægt er. Hvernig er æft og hversu mikið og hvað er haldið vel utan um leikmenn. Þú ert í svolítið vernduðu umhverfi í Vestmannaeyjum. Þú ert svo tengdur inn í samfélagið og allir spyrja þig úti í búð hvenær næsti leikur sé og ræða um frammistöðuna. Þú finnur ekki svona mikla samstöðu annars staðar.“ Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
„Ég hefði eiginlega ekki getað fengið betra tækifæri, vera með Guðjón Val sem er sá besti í minni stöðu. Svo er algjör plús að vera með Elliða þarna. Ég er með smá öryggisnet þarna og þetta er líka gott lið,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. Gummersbach er sem stendur í 3. sæti þýsku B-deildarinnar, einu stigi frá efstu tveimur liðunum. Hákon vonast að sjálfsögðu til að Gummersbach komist upp í úrvalsdeildina en félagaskiptin velta ekki á því. Hann spilar með Gummersbach sama í hvorri deildinni liðið verður. „Það gerist bara ef það gerist,“ sagði Hákon. Ekki er langt síðan hann heyrði fyrst af áhuga Gummersbach. Greip mig strax „Það eru kannski tvær vikur síðan. Þetta hefur gerst frekar hratt,“ sagði Eyjamaðurinn. Aðrir kostir voru í stöðunni en Gummersbach var alltaf sá fyrsti eftir að félagið kom inn í myndina. „Það var áhugi frá öðru félagi sem mér fannst ekki alveg nógu heillandi. En þetta greip mig strax og var eina alvöru tilboðið sem ég fékk. Þetta var aldrei spurning,“ sagði hornamaðurinn sem er markahæstur í Olís-deildinni með 138 mörk. Hákon Daði getur eflaust lært margt af Guðjóni Val Sigurðssyni, einum besta hornamanni allra tíma.getty/Marius Becker Hákon hefur lengi sett stefnuna á að komast í atvinnumennsku en það markmið var nokkuð fjarlægt á tímabili. „Þetta er draumur manns, að komast að erlendis og spila á stærra sviði en heima og komast sem lengst í handboltaheiminum og í landsliðið. Á tímabili fannst mér ég vera rosalega langt frá þessum draumi. Þannig var tilfinningin. En síðustu tvö árin hef ég færst ótrúlega hratt nær draumnum,“ sagði Hákon. Hann ætlar sér að kveðja ÍBV með stæl. „Markmiðið hjá mér og liðunum sem ég hef verið í er alltaf að berjast um alla titla. Og það breytist ekkert. Maður heldur bara áfram að berjast fyrir Bandalagið.“ Finnur ekki svona samstöðu annars staðar Hákon segir að allt umhverfið hjá ÍBV komist eins nálægt því að vera eins og hjá atvinnumannafélagi og hægt er. „Ég er með Erling [Richardsson] sem er geðveikur þjálfari og hefur hjálpað mér mikið. Ég hef lent á mörgum veggjum undanfarin ár en hef fengið ótrúlega góða hjálp, bæði frá þjálfurum, leikmönnum og fólkinu í Eyjum,“ sagði Hákon. Hákon Daði á vítalínunni þar sem honum líður alla jafna vel.vísir/hulda margrét „Þetta kemst næst því að vera í atvinnumennsku eins og hægt er. Hvernig er æft og hversu mikið og hvað er haldið vel utan um leikmenn. Þú ert í svolítið vernduðu umhverfi í Vestmannaeyjum. Þú ert svo tengdur inn í samfélagið og allir spyrja þig úti í búð hvenær næsti leikur sé og ræða um frammistöðuna. Þú finnur ekki svona mikla samstöðu annars staðar.“
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira