Krónan ákveðin blessun í krísunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 14:46 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/Vilhelm Sérstök umræða um efnahagsmál fór fram á Alþingi í dag að beiðni Jón Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. Tekist var á um íslensku krónuna. Jón Steindór fór yfir stöðu efnahagsmála og vísaði til þess að í lok síðasta mánaðar hafi ríflega 25 þúsund manns verið atvinnulausir eða í minnkuðu starfshlutfalli. „Á sama tíma og þjóðin glímir við þetta mikla atvinnuleysi hækkar verðbólgan og hefur ekki verið hærri í rúm átta ár,“ sagði Jón og vísaði einnig til þess að skuldir ríkissjóðs hafi aukist verulega. „Gengisbreytingar einar leiddu á síðasta ári til aukningar upp á 45 milljarða króna. Lánin sem ríkisstjórnin hefur síðan tekið í erlendri mynt ýta undir þessa áhættu ríkissjóðs. Í verstu sviðsmyndinni mun þetta óhjákvæmilega bitna bæði á þjónustu við almenning og ráðstöfunarfé heimilanna.“ Hann sagði krónuna og gengissveiflur tengdar henni vandamálið. Hún vinni gegn markmiði um sjálfbæran hagvöxt byggðum á fjölbreyttum stoðum, nýsköpun og útflutningsgreinum. „Vextir á evrusvæðinu og í þeim ríkjum sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við gengi evru eru langtum lægri en á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að íslenskur almenningur greiðir hærra verð fyrir lán sín. Fyrirtæki þurfa að standa straum af auknum kostnaði og ríkissjóður tekur ítrekaða áhættu með erlendri lántöku,“ sagði Jón. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi vaxið á liðnum árum. Það hafi meðal annars skapað svigrúm fyrir lága vexti hér á landi. „Og svo má auðvitað spyrja: Hvernig ætli okkur hefði gengið að fara í gegnum þessa krísu sem við erum að fara í gegnum núna með gjaldmiðil sem væri ekki að endurspegla það áfall sem við urðum fyrir?“ spurði Bjarni og vísaði til þess að áfallið hér væri hlutfallslega mest í ferðaþjónustunni. „Það hefði ekkert litið öðruvísi út en við þekkjum annars staðar frá; það hefði verið stóraukið atvinnuleysi,“ sagði Bjarni. „Þá er enginn valkostur að sjá gjaldmiðilinn gefa aðeins eftir, sem er hans hlutverk við þær aðstæður og það er ákveðin blessun í því efni að hafa krónuna.“ Hann sagði einkennilegt að standa í miðri umræðu um nýjan gjaldmiðil á sama tíma og vextir séu í sögulegu lágmarki. Myndin sýnir þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs, ásamt verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Verðbólga hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs 2020. Hún er í dag 4,6%.Seðlabankinn „Það er vissulega ákveðið áhyggjuefni að verðbólga sé núna í fjórum prósentum en það er engin óðaverðbólga á Íslandi og markaðirnir eru ekki að gera ráð fyrir neinni óðaverðbólgu. Þannig að okkur hefur farnast vel og við höfum tæki og tól til að bregðast við aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Það er ekkert sem kemur okkur undan því að glíma við heimsfaraldur. En ef við höfum trú á framtíðinni og trú á þeim tækjum og tólum sem við höfum og beitum þeim rétt þá mun okkur áfram farnast vel.“ Alþingi Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Jón Steindór fór yfir stöðu efnahagsmála og vísaði til þess að í lok síðasta mánaðar hafi ríflega 25 þúsund manns verið atvinnulausir eða í minnkuðu starfshlutfalli. „Á sama tíma og þjóðin glímir við þetta mikla atvinnuleysi hækkar verðbólgan og hefur ekki verið hærri í rúm átta ár,“ sagði Jón og vísaði einnig til þess að skuldir ríkissjóðs hafi aukist verulega. „Gengisbreytingar einar leiddu á síðasta ári til aukningar upp á 45 milljarða króna. Lánin sem ríkisstjórnin hefur síðan tekið í erlendri mynt ýta undir þessa áhættu ríkissjóðs. Í verstu sviðsmyndinni mun þetta óhjákvæmilega bitna bæði á þjónustu við almenning og ráðstöfunarfé heimilanna.“ Hann sagði krónuna og gengissveiflur tengdar henni vandamálið. Hún vinni gegn markmiði um sjálfbæran hagvöxt byggðum á fjölbreyttum stoðum, nýsköpun og útflutningsgreinum. „Vextir á evrusvæðinu og í þeim ríkjum sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við gengi evru eru langtum lægri en á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að íslenskur almenningur greiðir hærra verð fyrir lán sín. Fyrirtæki þurfa að standa straum af auknum kostnaði og ríkissjóður tekur ítrekaða áhættu með erlendri lántöku,“ sagði Jón. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi vaxið á liðnum árum. Það hafi meðal annars skapað svigrúm fyrir lága vexti hér á landi. „Og svo má auðvitað spyrja: Hvernig ætli okkur hefði gengið að fara í gegnum þessa krísu sem við erum að fara í gegnum núna með gjaldmiðil sem væri ekki að endurspegla það áfall sem við urðum fyrir?“ spurði Bjarni og vísaði til þess að áfallið hér væri hlutfallslega mest í ferðaþjónustunni. „Það hefði ekkert litið öðruvísi út en við þekkjum annars staðar frá; það hefði verið stóraukið atvinnuleysi,“ sagði Bjarni. „Þá er enginn valkostur að sjá gjaldmiðilinn gefa aðeins eftir, sem er hans hlutverk við þær aðstæður og það er ákveðin blessun í því efni að hafa krónuna.“ Hann sagði einkennilegt að standa í miðri umræðu um nýjan gjaldmiðil á sama tíma og vextir séu í sögulegu lágmarki. Myndin sýnir þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs, ásamt verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Verðbólga hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs 2020. Hún er í dag 4,6%.Seðlabankinn „Það er vissulega ákveðið áhyggjuefni að verðbólga sé núna í fjórum prósentum en það er engin óðaverðbólga á Íslandi og markaðirnir eru ekki að gera ráð fyrir neinni óðaverðbólgu. Þannig að okkur hefur farnast vel og við höfum tæki og tól til að bregðast við aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Það er ekkert sem kemur okkur undan því að glíma við heimsfaraldur. En ef við höfum trú á framtíðinni og trú á þeim tækjum og tólum sem við höfum og beitum þeim rétt þá mun okkur áfram farnast vel.“
Alþingi Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira