Krónan ákveðin blessun í krísunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 14:46 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/Vilhelm Sérstök umræða um efnahagsmál fór fram á Alþingi í dag að beiðni Jón Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. Tekist var á um íslensku krónuna. Jón Steindór fór yfir stöðu efnahagsmála og vísaði til þess að í lok síðasta mánaðar hafi ríflega 25 þúsund manns verið atvinnulausir eða í minnkuðu starfshlutfalli. „Á sama tíma og þjóðin glímir við þetta mikla atvinnuleysi hækkar verðbólgan og hefur ekki verið hærri í rúm átta ár,“ sagði Jón og vísaði einnig til þess að skuldir ríkissjóðs hafi aukist verulega. „Gengisbreytingar einar leiddu á síðasta ári til aukningar upp á 45 milljarða króna. Lánin sem ríkisstjórnin hefur síðan tekið í erlendri mynt ýta undir þessa áhættu ríkissjóðs. Í verstu sviðsmyndinni mun þetta óhjákvæmilega bitna bæði á þjónustu við almenning og ráðstöfunarfé heimilanna.“ Hann sagði krónuna og gengissveiflur tengdar henni vandamálið. Hún vinni gegn markmiði um sjálfbæran hagvöxt byggðum á fjölbreyttum stoðum, nýsköpun og útflutningsgreinum. „Vextir á evrusvæðinu og í þeim ríkjum sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við gengi evru eru langtum lægri en á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að íslenskur almenningur greiðir hærra verð fyrir lán sín. Fyrirtæki þurfa að standa straum af auknum kostnaði og ríkissjóður tekur ítrekaða áhættu með erlendri lántöku,“ sagði Jón. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi vaxið á liðnum árum. Það hafi meðal annars skapað svigrúm fyrir lága vexti hér á landi. „Og svo má auðvitað spyrja: Hvernig ætli okkur hefði gengið að fara í gegnum þessa krísu sem við erum að fara í gegnum núna með gjaldmiðil sem væri ekki að endurspegla það áfall sem við urðum fyrir?“ spurði Bjarni og vísaði til þess að áfallið hér væri hlutfallslega mest í ferðaþjónustunni. „Það hefði ekkert litið öðruvísi út en við þekkjum annars staðar frá; það hefði verið stóraukið atvinnuleysi,“ sagði Bjarni. „Þá er enginn valkostur að sjá gjaldmiðilinn gefa aðeins eftir, sem er hans hlutverk við þær aðstæður og það er ákveðin blessun í því efni að hafa krónuna.“ Hann sagði einkennilegt að standa í miðri umræðu um nýjan gjaldmiðil á sama tíma og vextir séu í sögulegu lágmarki. Myndin sýnir þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs, ásamt verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Verðbólga hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs 2020. Hún er í dag 4,6%.Seðlabankinn „Það er vissulega ákveðið áhyggjuefni að verðbólga sé núna í fjórum prósentum en það er engin óðaverðbólga á Íslandi og markaðirnir eru ekki að gera ráð fyrir neinni óðaverðbólgu. Þannig að okkur hefur farnast vel og við höfum tæki og tól til að bregðast við aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Það er ekkert sem kemur okkur undan því að glíma við heimsfaraldur. En ef við höfum trú á framtíðinni og trú á þeim tækjum og tólum sem við höfum og beitum þeim rétt þá mun okkur áfram farnast vel.“ Alþingi Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Jón Steindór fór yfir stöðu efnahagsmála og vísaði til þess að í lok síðasta mánaðar hafi ríflega 25 þúsund manns verið atvinnulausir eða í minnkuðu starfshlutfalli. „Á sama tíma og þjóðin glímir við þetta mikla atvinnuleysi hækkar verðbólgan og hefur ekki verið hærri í rúm átta ár,“ sagði Jón og vísaði einnig til þess að skuldir ríkissjóðs hafi aukist verulega. „Gengisbreytingar einar leiddu á síðasta ári til aukningar upp á 45 milljarða króna. Lánin sem ríkisstjórnin hefur síðan tekið í erlendri mynt ýta undir þessa áhættu ríkissjóðs. Í verstu sviðsmyndinni mun þetta óhjákvæmilega bitna bæði á þjónustu við almenning og ráðstöfunarfé heimilanna.“ Hann sagði krónuna og gengissveiflur tengdar henni vandamálið. Hún vinni gegn markmiði um sjálfbæran hagvöxt byggðum á fjölbreyttum stoðum, nýsköpun og útflutningsgreinum. „Vextir á evrusvæðinu og í þeim ríkjum sem hafa tengt gjaldmiðil sinn við gengi evru eru langtum lægri en á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að íslenskur almenningur greiðir hærra verð fyrir lán sín. Fyrirtæki þurfa að standa straum af auknum kostnaði og ríkissjóður tekur ítrekaða áhættu með erlendri lántöku,“ sagði Jón. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagðist telja að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi vaxið á liðnum árum. Það hafi meðal annars skapað svigrúm fyrir lága vexti hér á landi. „Og svo má auðvitað spyrja: Hvernig ætli okkur hefði gengið að fara í gegnum þessa krísu sem við erum að fara í gegnum núna með gjaldmiðil sem væri ekki að endurspegla það áfall sem við urðum fyrir?“ spurði Bjarni og vísaði til þess að áfallið hér væri hlutfallslega mest í ferðaþjónustunni. „Það hefði ekkert litið öðruvísi út en við þekkjum annars staðar frá; það hefði verið stóraukið atvinnuleysi,“ sagði Bjarni. „Þá er enginn valkostur að sjá gjaldmiðilinn gefa aðeins eftir, sem er hans hlutverk við þær aðstæður og það er ákveðin blessun í því efni að hafa krónuna.“ Hann sagði einkennilegt að standa í miðri umræðu um nýjan gjaldmiðil á sama tíma og vextir séu í sögulegu lágmarki. Myndin sýnir þróun ársverðbólgu, þ.e. tólf mánaða breytingu vísitölu neysluverðs, ásamt verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5%. Verðbólga hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs 2020. Hún er í dag 4,6%.Seðlabankinn „Það er vissulega ákveðið áhyggjuefni að verðbólga sé núna í fjórum prósentum en það er engin óðaverðbólga á Íslandi og markaðirnir eru ekki að gera ráð fyrir neinni óðaverðbólgu. Þannig að okkur hefur farnast vel og við höfum tæki og tól til að bregðast við aðstæðum,“ sagði Bjarni. „Það er ekkert sem kemur okkur undan því að glíma við heimsfaraldur. En ef við höfum trú á framtíðinni og trú á þeim tækjum og tólum sem við höfum og beitum þeim rétt þá mun okkur áfram farnast vel.“
Alþingi Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?