XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR Snorri Rafn Hallsson skrifar 1. maí 2021 08:00 Vodafonedeildin Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora. Aurora - Þór Í fyrsta leik kvöldsins tók Aurora á móti Þór í Nuke kortinu í mikilvægum leik fyrir botni deildarinnar. Þór hefur barist fyrir miðju deildarinnar síðustu umferðir en átti á hættu að vera stungið af þegar Fylkir og Hafið höfðu krækt sér í sigra. Aurora hefur dvalið á botni deildarinnar út tímabilið og var leikurinn í gær þeirra síðasta tækifæri til að breytingu þar á. Því var til mikils að vinna fyrir bæði liðin sem buðu upp á æsispennandi leik sem Þór hafði betur í að lokum. Aurora menn hófu leikinn í sókn (terrorist) og létu það aldeilis telja. Fyrstu þrjár loturnar féllu þeim í vil þar sem Aurora sótti hratt og dirfskulega til að komast í gegnum vörn Þórs og byggja góðan grunn fyrir spennandi hálfleik. Í fjórðu lotu var Þórsarinn ADHD loks kominn á vappan og sýndu Þórsarar hvað í þeim býr með fullkominni lotu, stútfullri af hand- og reyksprengjum til að rugla andstæðingana í ríminu. Þetta reyndist liði Þórs mikill innblástur og það sem eftir var hálfleiks nýttu þeir sprengjur til að þétta mjög á vörninni og fella leikmenn Aurora snemma í lotum. Aurora var því komið í viðbragðsstöðu og Þór náði yfirhöndinni í hálfleiknum. Staða í hálfleik: Aurora 6 - 9 Þór Leikmenn Aurora voru þó hvergi nærri búnir að gefast upp og mættu sperrtir til leiks í síðari hálfleik. Fyrstu fimm loturnar voru leikur einn þar sem RavlE fór fyrir vel skipulagðri vörn Aurora. Staðan var því 11-9 fyrir Aurora þegar Þór tókst loksins að skipta um gír, Pandaz átti frábært hlaup niður lofræstistokkinn til að teygja á vörn Aurora og Þór komst aftur inn í leikinn. Liðin skiptust á lotum, en að lokum var það óþolinmæði Aurora sem varð þeim að falli. Í stað þess að bíða rólegir vörðust þeir framarlega og misstu gjarnan leikmenn sem neyddi þá í spar. Þannig þurftu þeir oft að halda þegar Þór kom sprengju niður og misstu því mikilvæg stig. ADHD sem hafði dregið vagninn fyrir Þór kláraði leikinn svo með skoti í gegnum hús, eftir gott samspil þar sem Tight sótti allar nauðsynlegar upplýsingar. Lokastaða: Aurora 13 - 16 Þór Eftir tapið lítur allt út fyrir að Aurora falli niður um deild. Í besta falli getur liðið komið sér í sjöunda sæti og spilað um pláss sitt í deildinni en til þess Aurora ekki bara að vinna alla sína leiki heldur þurfa öll úrslit í deildinni að vera þeim hagstæð. Verður það að teljast ólíklegt, sérstaklega í ljósi þess að í næstu viku leikur Aurora gegn ósigruðu toppliði Dusty. Þór á svo ærið verkefni fyrir höndum gegn KR, en með sigrinum heldur liðið sér í slagnum um sæti í Stórmeistaramótinu. Dusty - Fylkir Í öðrum leik kvöldsins mættust lið Dusty og Fylkis á Inferno kortinu. Fylkismenn sem hafa verið í basli undanfarið mættu tilbúnir til leiks. Með djörfu spili gerðu þeir lítið úr áformum Dusty og buðu upp á stórskemmtilegan fyrri hálfleik þar sem brugðið gat til beggja vona. Dusty hélt hins vegar algjörum yfirráðum í síðari hálfleik, vann 10 lotur af 11 og þar með var enn einn sigurinn í höfn fyrir þá. Leikmenn Fylkis voru glorhungraðir eftir tvö töp í röð og ætluðu síður en svo að endurtaka þann leik. Strax í upphafi vörðust þeir framarlega og gekk leikur þeirra út á að koma Dusty á óvart og leyfa þeim ekki að stilla upp neinum skipulögðum aðgerðum sem gætu valdið skaða. Inferno kortið býður ekki upp á marga möguleika fyrir vappann, en Vikki skeytti engu um það og var stórskæður í ferskri vörn Fylkis. Oftar en ekki hafði Fylkir betur í einvígum þar sem þeir sóttu upplýsingar vel og var þetta líklega í fyrsta sinn á tímabilinu sem Dusty var undir í hálfleik. Staða í hálfleik: Dusty 6 - 9 Fylkir Dusty sagði skilið við staðlaðar aðgerðir og lék sama leik og Fylkir í síðari hálfleik. Dusty mætti Fylki framarlega og tókst að styðja virkilega vel við fremstu menn og þannig á allt það sem Fylkir reyndi fyrir sér. Vikka tókst ekki að nýta vappann í sókninni og kortavalið spilaði þannig með Dusty í frábærum síðari hálfleik þar sem allt gekk upp. Hægt og rólega sigldi liðið langt fram úr Fylki sem þó barðist hetjulega. Lokastaða: Dusty 16 - 10 Fylkir Dusty heldur fast í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga og ólíklegt að nokkur breyting verði þar á þegar liðið mætir Aurora í næstu viku. Fylkir heldur enn sem komið er í fjórða sætið með 8 stig en slagurinn um það er harður enda eru Þór og Hafið einnig með 8 stig eftir 11 umferðir. Því verður spennandi að fylgjast með Fylki mæta Hafinu í næstu umferð. KR - XY Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust KR og XY á í stærsta leik umferðarinnar. Í viðtölum sögðust XY svekktir yfir að hafa hvorki tekist að leggja Dusty né KR að velli og var þetta síðasta tækifæri þeirra til hafa betur gegn öðru hvoru liðinu. KR hefur verið nokkuð öruggt í öðru sæti deildarinnar en eftir sannfærandi sigur XY gæti það breyst snögglega í næstu umferðum. KR hóf leikinn í sókn á Dust 2 kortinu og voru liðin nokkuð jöfn í byrjun. Leikmenn XY áttu flotta snúninga til að komast í bakið á KR-ingum sem þó spiluðu feiknavel saman framan af. Eftir fimm lotur hægðist þó á leikmönnum KR á meðan XY fékk byr undir báða vængi með því að hitta gríðarlega vel úr sínum skotum jafnvel í erfiðustu aðstæðum. KR tókst hvorki að halda stöðum á kortinu né byggja upp öflugan efnahag, en XY megin voru það Spike og Stalz sem léku á als og oddi en Goa7er kláraði síðustu tvær loturnar fyrir XY með 4 fellum í hvorri og frábæra klemmu í þeirri síðustu. Staða í hálfleik: KR 4 - 11 XY Hápunktur leiksins kom í fyrstu lotu í síðari hálfleik þar sem Capping felldi alla leikmenn XY hvern á fætur öðrum með skammbyssu í einum flottasta ás tímabilsins. XY ætlaði hins vegar alls ekki að tapa niður forskoti og tryggði sér góðar stöður á kortinu það sem eftir var leiks. Stalz náði fjórum fellum með skammbyssu í nítjándu lotu og sigurinn því vel innan seilingar. Leikurinn var svo innsiglaður í þeirri tuttugustu og fyrstu þegar Goa7er felldi Miðgarðsorm með vappa sem hann fékk samkvæmt lögmáli Bogdans og var Capping einn eftir með 11 hp þegar XY kom lokasprengjunni fyrir og Spike tók hann út. Lokastaða KR 5- 16 XY Ekkert lið á möguleika á að ná XY í þriðja sætinu svo ljóst er að XY leikur á Stórmeistaramótinu ásamt KR og Dusty. Með sigrinum tókst XY einnig að hafa betur í innbyrðis viðureignum sínum við KR og aldrei að vita nema það geti skilað þeim öðru sæti deildarinnar þegar upp er staðið. Máttlaust lið KR verður að spýta í lófana til að forða því þegar liðið mætir Þór í næstu umferð, en XY mætir Tindastóli á mánudaginn. Vodafone-deildin Rafíþróttir Tengdar fréttir Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27 Óvænt endurkoma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð. 21. apríl 2021 00:01 Flugeldasýning hjá KR en Dusty enn á toppnum Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. 16. apríl 2021 23:51 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport
Aurora - Þór Í fyrsta leik kvöldsins tók Aurora á móti Þór í Nuke kortinu í mikilvægum leik fyrir botni deildarinnar. Þór hefur barist fyrir miðju deildarinnar síðustu umferðir en átti á hættu að vera stungið af þegar Fylkir og Hafið höfðu krækt sér í sigra. Aurora hefur dvalið á botni deildarinnar út tímabilið og var leikurinn í gær þeirra síðasta tækifæri til að breytingu þar á. Því var til mikils að vinna fyrir bæði liðin sem buðu upp á æsispennandi leik sem Þór hafði betur í að lokum. Aurora menn hófu leikinn í sókn (terrorist) og létu það aldeilis telja. Fyrstu þrjár loturnar féllu þeim í vil þar sem Aurora sótti hratt og dirfskulega til að komast í gegnum vörn Þórs og byggja góðan grunn fyrir spennandi hálfleik. Í fjórðu lotu var Þórsarinn ADHD loks kominn á vappan og sýndu Þórsarar hvað í þeim býr með fullkominni lotu, stútfullri af hand- og reyksprengjum til að rugla andstæðingana í ríminu. Þetta reyndist liði Þórs mikill innblástur og það sem eftir var hálfleiks nýttu þeir sprengjur til að þétta mjög á vörninni og fella leikmenn Aurora snemma í lotum. Aurora var því komið í viðbragðsstöðu og Þór náði yfirhöndinni í hálfleiknum. Staða í hálfleik: Aurora 6 - 9 Þór Leikmenn Aurora voru þó hvergi nærri búnir að gefast upp og mættu sperrtir til leiks í síðari hálfleik. Fyrstu fimm loturnar voru leikur einn þar sem RavlE fór fyrir vel skipulagðri vörn Aurora. Staðan var því 11-9 fyrir Aurora þegar Þór tókst loksins að skipta um gír, Pandaz átti frábært hlaup niður lofræstistokkinn til að teygja á vörn Aurora og Þór komst aftur inn í leikinn. Liðin skiptust á lotum, en að lokum var það óþolinmæði Aurora sem varð þeim að falli. Í stað þess að bíða rólegir vörðust þeir framarlega og misstu gjarnan leikmenn sem neyddi þá í spar. Þannig þurftu þeir oft að halda þegar Þór kom sprengju niður og misstu því mikilvæg stig. ADHD sem hafði dregið vagninn fyrir Þór kláraði leikinn svo með skoti í gegnum hús, eftir gott samspil þar sem Tight sótti allar nauðsynlegar upplýsingar. Lokastaða: Aurora 13 - 16 Þór Eftir tapið lítur allt út fyrir að Aurora falli niður um deild. Í besta falli getur liðið komið sér í sjöunda sæti og spilað um pláss sitt í deildinni en til þess Aurora ekki bara að vinna alla sína leiki heldur þurfa öll úrslit í deildinni að vera þeim hagstæð. Verður það að teljast ólíklegt, sérstaklega í ljósi þess að í næstu viku leikur Aurora gegn ósigruðu toppliði Dusty. Þór á svo ærið verkefni fyrir höndum gegn KR, en með sigrinum heldur liðið sér í slagnum um sæti í Stórmeistaramótinu. Dusty - Fylkir Í öðrum leik kvöldsins mættust lið Dusty og Fylkis á Inferno kortinu. Fylkismenn sem hafa verið í basli undanfarið mættu tilbúnir til leiks. Með djörfu spili gerðu þeir lítið úr áformum Dusty og buðu upp á stórskemmtilegan fyrri hálfleik þar sem brugðið gat til beggja vona. Dusty hélt hins vegar algjörum yfirráðum í síðari hálfleik, vann 10 lotur af 11 og þar með var enn einn sigurinn í höfn fyrir þá. Leikmenn Fylkis voru glorhungraðir eftir tvö töp í röð og ætluðu síður en svo að endurtaka þann leik. Strax í upphafi vörðust þeir framarlega og gekk leikur þeirra út á að koma Dusty á óvart og leyfa þeim ekki að stilla upp neinum skipulögðum aðgerðum sem gætu valdið skaða. Inferno kortið býður ekki upp á marga möguleika fyrir vappann, en Vikki skeytti engu um það og var stórskæður í ferskri vörn Fylkis. Oftar en ekki hafði Fylkir betur í einvígum þar sem þeir sóttu upplýsingar vel og var þetta líklega í fyrsta sinn á tímabilinu sem Dusty var undir í hálfleik. Staða í hálfleik: Dusty 6 - 9 Fylkir Dusty sagði skilið við staðlaðar aðgerðir og lék sama leik og Fylkir í síðari hálfleik. Dusty mætti Fylki framarlega og tókst að styðja virkilega vel við fremstu menn og þannig á allt það sem Fylkir reyndi fyrir sér. Vikka tókst ekki að nýta vappann í sókninni og kortavalið spilaði þannig með Dusty í frábærum síðari hálfleik þar sem allt gekk upp. Hægt og rólega sigldi liðið langt fram úr Fylki sem þó barðist hetjulega. Lokastaða: Dusty 16 - 10 Fylkir Dusty heldur fast í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga og ólíklegt að nokkur breyting verði þar á þegar liðið mætir Aurora í næstu viku. Fylkir heldur enn sem komið er í fjórða sætið með 8 stig en slagurinn um það er harður enda eru Þór og Hafið einnig með 8 stig eftir 11 umferðir. Því verður spennandi að fylgjast með Fylki mæta Hafinu í næstu umferð. KR - XY Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust KR og XY á í stærsta leik umferðarinnar. Í viðtölum sögðust XY svekktir yfir að hafa hvorki tekist að leggja Dusty né KR að velli og var þetta síðasta tækifæri þeirra til hafa betur gegn öðru hvoru liðinu. KR hefur verið nokkuð öruggt í öðru sæti deildarinnar en eftir sannfærandi sigur XY gæti það breyst snögglega í næstu umferðum. KR hóf leikinn í sókn á Dust 2 kortinu og voru liðin nokkuð jöfn í byrjun. Leikmenn XY áttu flotta snúninga til að komast í bakið á KR-ingum sem þó spiluðu feiknavel saman framan af. Eftir fimm lotur hægðist þó á leikmönnum KR á meðan XY fékk byr undir báða vængi með því að hitta gríðarlega vel úr sínum skotum jafnvel í erfiðustu aðstæðum. KR tókst hvorki að halda stöðum á kortinu né byggja upp öflugan efnahag, en XY megin voru það Spike og Stalz sem léku á als og oddi en Goa7er kláraði síðustu tvær loturnar fyrir XY með 4 fellum í hvorri og frábæra klemmu í þeirri síðustu. Staða í hálfleik: KR 4 - 11 XY Hápunktur leiksins kom í fyrstu lotu í síðari hálfleik þar sem Capping felldi alla leikmenn XY hvern á fætur öðrum með skammbyssu í einum flottasta ás tímabilsins. XY ætlaði hins vegar alls ekki að tapa niður forskoti og tryggði sér góðar stöður á kortinu það sem eftir var leiks. Stalz náði fjórum fellum með skammbyssu í nítjándu lotu og sigurinn því vel innan seilingar. Leikurinn var svo innsiglaður í þeirri tuttugustu og fyrstu þegar Goa7er felldi Miðgarðsorm með vappa sem hann fékk samkvæmt lögmáli Bogdans og var Capping einn eftir með 11 hp þegar XY kom lokasprengjunni fyrir og Spike tók hann út. Lokastaða KR 5- 16 XY Ekkert lið á möguleika á að ná XY í þriðja sætinu svo ljóst er að XY leikur á Stórmeistaramótinu ásamt KR og Dusty. Með sigrinum tókst XY einnig að hafa betur í innbyrðis viðureignum sínum við KR og aldrei að vita nema það geti skilað þeim öðru sæti deildarinnar þegar upp er staðið. Máttlaust lið KR verður að spýta í lófana til að forða því þegar liðið mætir Þór í næstu umferð, en XY mætir Tindastóli á mánudaginn.
Vodafone-deildin Rafíþróttir Tengdar fréttir Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27 Óvænt endurkoma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð. 21. apríl 2021 00:01 Flugeldasýning hjá KR en Dusty enn á toppnum Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. 16. apríl 2021 23:51 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport
Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27
Óvænt endurkoma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð. 21. apríl 2021 00:01
Flugeldasýning hjá KR en Dusty enn á toppnum Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. 16. apríl 2021 23:51