Honda e - Þýður og líður áfram Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. maí 2021 07:00 Honda e. Honda e er fjögurra manna, fimm dyra rafhlaðbakur. Hann er frumraun Honda í fjöldaframleiddum rafbílum og hann er skemmtilegur og þýður hlaðbakur sem er gaman að keyra á um. Hann líður áfram og þegar gefið er inn þá þýtur hann af stað. Útlit Hann er krúttlegur, línurnar eru mjúkar að miklu leyti. Hann lítur út fyrir að vera byggður á gamalli Honda týpu frá sjöunni. Hann er aðeins byggður á Honda Civic frá 1973 en ekki eingöngu. Honda e tekur hönnunarstefnur frá ýmsum gömlum Honda bifreiðum en ekki neinni einni ákveðinni. Hringlaga framljósin eru einkennandi og stefnuljósið er skemmtilegt, það er ytri hringur utan um hvort framljós. Annað einkenni er auðvitað að Honda e er ekki með spegla. Hann er með myndavélar er sýna alveg aftur fyrir bíl, hvað er að gerast í umferðinni fyrir aftan hann. Honda e. Aksturseiginleikar Það er afar skemmtilegt að keyra Honda e. Hann togar upp í svona 100 km/klst. Það er feyki nóg, hann er afturhjóladrifinn sem gerir hann skemmtilegan í akstri. Á sama tíma og bíllinn er ofboðslega lipur og þægilegur í akstri. Það er ofboðslega þægilegt að leggja honum þótt hann virki meiri um sig innan frá en hann er. Þá fattar maður um leið og maður mátar hann við bílastæðapláss að hann passar nánast alstaðar. Notagildi Hann er fjögura manna, fimm dyra með þokkalegu skottrými fyrir þennan stærðarflokk. Það er ekki stórt en þó þokkalegt. Hann er ekki sá fljótasti uppí 100 km/klst eða sá með mesta veggripið. Hins vegar er hann einn sá þýðasti. Að þeysast um á honum er ekkert mál það verður þæginlegt að erindast og stússa. Eigendur þessarra bíla eru líklegastir allra að mati ofanritaðs til að vera að fara á stúfana, bara til að fara á stúfana. Innra rými í Honda e. Innra rými Að sitja inn í Honda e er þægilegur staður að vera á. Það er gott að sitja í bílnum og innra rýmið er huggulegt. Sætin eru fín og gott að sitja í þeim. Innréttingin er afar klassísk en nútímaleg á sama tíma. Skjáir eru áberandi og afþreyingarkerfið er með því flottasta sem finnst í bílum í dag. Hægt er að stinga HDMI tengi í samband og spila myndefni á skjánunum. Plássið í aftursætunum er ekkert sérstaklega mikið, enda er Honda e frekar lítill bíll. Hann virkar samt vel fyrir fjóra einstaklinga. Honda e í hleðslu. Drægni og hleðsla Uppgefin drægni er 220 km frá 35 kWh drifrafhlöðu. Samkvæmt upplýsingum frá Öskju er hann 30 mínútur að ná 80% hleðslu á hraðhleðslustöð. Verð og samantekt Honda e kostar frá 4.290.000 kr., dýrari týpan kostar 4.690.000. Hann kemur að staðaldri með hita í sætum, glerþaki og vindskeið (e. spoiler). Honda e er ljúfur sem lamb, hann er blíður og góður hlaðbakur, þrátt fyrir að drægnin mætti vera meiri, vill maður ekki alltaf meira og meira. Vistvænir bílar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent
Útlit Hann er krúttlegur, línurnar eru mjúkar að miklu leyti. Hann lítur út fyrir að vera byggður á gamalli Honda týpu frá sjöunni. Hann er aðeins byggður á Honda Civic frá 1973 en ekki eingöngu. Honda e tekur hönnunarstefnur frá ýmsum gömlum Honda bifreiðum en ekki neinni einni ákveðinni. Hringlaga framljósin eru einkennandi og stefnuljósið er skemmtilegt, það er ytri hringur utan um hvort framljós. Annað einkenni er auðvitað að Honda e er ekki með spegla. Hann er með myndavélar er sýna alveg aftur fyrir bíl, hvað er að gerast í umferðinni fyrir aftan hann. Honda e. Aksturseiginleikar Það er afar skemmtilegt að keyra Honda e. Hann togar upp í svona 100 km/klst. Það er feyki nóg, hann er afturhjóladrifinn sem gerir hann skemmtilegan í akstri. Á sama tíma og bíllinn er ofboðslega lipur og þægilegur í akstri. Það er ofboðslega þægilegt að leggja honum þótt hann virki meiri um sig innan frá en hann er. Þá fattar maður um leið og maður mátar hann við bílastæðapláss að hann passar nánast alstaðar. Notagildi Hann er fjögura manna, fimm dyra með þokkalegu skottrými fyrir þennan stærðarflokk. Það er ekki stórt en þó þokkalegt. Hann er ekki sá fljótasti uppí 100 km/klst eða sá með mesta veggripið. Hins vegar er hann einn sá þýðasti. Að þeysast um á honum er ekkert mál það verður þæginlegt að erindast og stússa. Eigendur þessarra bíla eru líklegastir allra að mati ofanritaðs til að vera að fara á stúfana, bara til að fara á stúfana. Innra rými í Honda e. Innra rými Að sitja inn í Honda e er þægilegur staður að vera á. Það er gott að sitja í bílnum og innra rýmið er huggulegt. Sætin eru fín og gott að sitja í þeim. Innréttingin er afar klassísk en nútímaleg á sama tíma. Skjáir eru áberandi og afþreyingarkerfið er með því flottasta sem finnst í bílum í dag. Hægt er að stinga HDMI tengi í samband og spila myndefni á skjánunum. Plássið í aftursætunum er ekkert sérstaklega mikið, enda er Honda e frekar lítill bíll. Hann virkar samt vel fyrir fjóra einstaklinga. Honda e í hleðslu. Drægni og hleðsla Uppgefin drægni er 220 km frá 35 kWh drifrafhlöðu. Samkvæmt upplýsingum frá Öskju er hann 30 mínútur að ná 80% hleðslu á hraðhleðslustöð. Verð og samantekt Honda e kostar frá 4.290.000 kr., dýrari týpan kostar 4.690.000. Hann kemur að staðaldri með hita í sætum, glerþaki og vindskeið (e. spoiler). Honda e er ljúfur sem lamb, hann er blíður og góður hlaðbakur, þrátt fyrir að drægnin mætti vera meiri, vill maður ekki alltaf meira og meira.
Vistvænir bílar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent