Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Kjartan Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. apríl 2021 23:31 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Stöð 2 Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá 2013 og vegur húsnæðishækkun og hækkun á mat og drykk þar þyngst. Samtök atvinnulífsins hafa sagt að launaþróun spili stóran þátt í vaxandi verðbólgu að hún hafi ekki haldist í hendur við núverandi efnahagsstöðu. „Það er mikið áhyggjuefni ef að verðbólgan fer að verða þrálát og það er mikið áhyggjuefni almennt alltaf þegar verðbólga lætur á sér kræla þegar atvinnuleysi er tiltöluleg hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Launavísitala á opinberum markaði hefur hækkað um 18,7 prósent og á almennum markaði um fjórtán prósent. Umframhækkun á opinbera markaðnum er sögð skýrast af styttingu vinnuvikunnar. Hún hefur styst um þrettán mínútur á dag á opinberum markaði en níu á þeim almenna. Mest hækkuðu laun þeirra lægst launuðu en hæstu launin hækkuðu minnst samkvæmt tölum sem kjaratölfræðinefnd birti um laun og launaþróun birti í dag. Telurðu að vinnumarkaðurinn hafi mögulega farið fram úr sér í launahækkunum? „Ég held að við höfum að minnsta kosti farið alveg út í ystu mörk þess ramma sem skynsamlegt var að gera,“ sagði Bjarni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er á öndverðum meiði. „Ég held nú að Samtök atvinnulífsins þurfi aðeins að fara að skipta um spólu í tækinu. Þau höggva alltaf í sama knérunn sem er hækkun launa,“ segir hún. Hún segir annað hafa haft áhrif á verðbólguna, til dæmis gengisþróun og vaxtalækkun sem hafi ýtt undir hækkun á húsnæðisverði. „Hið augljósa viðbragð við því er að fjölga félagslegum lausnum í húsnæðiskerfinu en hins vegar skulum við hafa það í huga að kjarasamningarnir sem voru gerðir síðast voru mjög hóflegir. Það var krónutöluhækkun. Hins vegar erum við að sjá launaskrið í ákveðnum hópum efsta lagsins. Það er kannski ágætt að efsta lagið leggist á árarnar líka.“ Fjármálaráðherra telur þó ýmislegt hafa áunnist í kjaramálum undanfarin misseri. „Við vonumst til þess að verðbólgubylgja feyki því ekki aftur út af borðinu,“ sagði hann. Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira
Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá 2013 og vegur húsnæðishækkun og hækkun á mat og drykk þar þyngst. Samtök atvinnulífsins hafa sagt að launaþróun spili stóran þátt í vaxandi verðbólgu að hún hafi ekki haldist í hendur við núverandi efnahagsstöðu. „Það er mikið áhyggjuefni ef að verðbólgan fer að verða þrálát og það er mikið áhyggjuefni almennt alltaf þegar verðbólga lætur á sér kræla þegar atvinnuleysi er tiltöluleg hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Launavísitala á opinberum markaði hefur hækkað um 18,7 prósent og á almennum markaði um fjórtán prósent. Umframhækkun á opinbera markaðnum er sögð skýrast af styttingu vinnuvikunnar. Hún hefur styst um þrettán mínútur á dag á opinberum markaði en níu á þeim almenna. Mest hækkuðu laun þeirra lægst launuðu en hæstu launin hækkuðu minnst samkvæmt tölum sem kjaratölfræðinefnd birti um laun og launaþróun birti í dag. Telurðu að vinnumarkaðurinn hafi mögulega farið fram úr sér í launahækkunum? „Ég held að við höfum að minnsta kosti farið alveg út í ystu mörk þess ramma sem skynsamlegt var að gera,“ sagði Bjarni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er á öndverðum meiði. „Ég held nú að Samtök atvinnulífsins þurfi aðeins að fara að skipta um spólu í tækinu. Þau höggva alltaf í sama knérunn sem er hækkun launa,“ segir hún. Hún segir annað hafa haft áhrif á verðbólguna, til dæmis gengisþróun og vaxtalækkun sem hafi ýtt undir hækkun á húsnæðisverði. „Hið augljósa viðbragð við því er að fjölga félagslegum lausnum í húsnæðiskerfinu en hins vegar skulum við hafa það í huga að kjarasamningarnir sem voru gerðir síðast voru mjög hóflegir. Það var krónutöluhækkun. Hins vegar erum við að sjá launaskrið í ákveðnum hópum efsta lagsins. Það er kannski ágætt að efsta lagið leggist á árarnar líka.“ Fjármálaráðherra telur þó ýmislegt hafa áunnist í kjaramálum undanfarin misseri. „Við vonumst til þess að verðbólgubylgja feyki því ekki aftur út af borðinu,“ sagði hann.
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir RÚV muni óskar eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira