Markaveisla í seinni hálfleik og Barcelona heldur titilvonum sínum lifandi 2. maí 2021 21:04 Lionel Messi klikkaði á víti í kvöld, en bætti upp fyrir það með tveimur mörkum. EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA Vonir Barcelona um að landa spænska meistaratitlinum lifa enn eftir 3-2 útisigur gegn Valencia. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og bauð sá seinni því upp á fimm mörk. Það tók liðin 50 mínútur að brjóta ísinn þegar þau mættust á Estadio Mestalla í kvöld. Fyrirgjöf Carlos Soler fann þá kollinn á Gabriel Paulista sem stangaði boltann í netið og heimamenn komnir í 1-0. Á 56. mínútu handlét Toni Lato knöttinn innan vítateigs heimamanna, og vítaspyrna dæmd. Lionel Messi steig á punktinn, en Jasper Cillissen varði frá honum. Pedri náði frákastinu, en tilraun hans var bjargað á línu. Boltinn barst þá til Messi sem jafnaði metin. Aðeins sex mínútum síðar voru gestirnir komnir með forystuna. Cillissen varði þá vel frá Frenkie de Jong, en Antoine Griezmann fylgdi eftir og breytti stöðunni í 1-2. Á 69. mínútu fengu Barcelona aukaspyrnu á hættulegum stað. Lionel Messi hefur í gegnum tíðina verið banvænn úr aukaspyrnum, og hann skrúfaði þessa í netið og Barcelona komnir með tveggja marka forystu. Á 83. mínútu tapaði Antoine Greizmann boltanum á hættulegum stað og heimamenn refsuðu grimmilega fyrir það. Carlos Soler minnkaði muninn í 3-2 þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Nær komust Valencia ekki og niðurstaðan því eins marks sigur gestanna. Barcelona er nú í þriðja sæti La Liga með 74 stig, jafn mörg og Real Madrid, og tveimur stigum á eftir toppliði Atletico Madrid þegar fjórir leikir eru eftir. Spænski boltinn
Vonir Barcelona um að landa spænska meistaratitlinum lifa enn eftir 3-2 útisigur gegn Valencia. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og bauð sá seinni því upp á fimm mörk. Það tók liðin 50 mínútur að brjóta ísinn þegar þau mættust á Estadio Mestalla í kvöld. Fyrirgjöf Carlos Soler fann þá kollinn á Gabriel Paulista sem stangaði boltann í netið og heimamenn komnir í 1-0. Á 56. mínútu handlét Toni Lato knöttinn innan vítateigs heimamanna, og vítaspyrna dæmd. Lionel Messi steig á punktinn, en Jasper Cillissen varði frá honum. Pedri náði frákastinu, en tilraun hans var bjargað á línu. Boltinn barst þá til Messi sem jafnaði metin. Aðeins sex mínútum síðar voru gestirnir komnir með forystuna. Cillissen varði þá vel frá Frenkie de Jong, en Antoine Griezmann fylgdi eftir og breytti stöðunni í 1-2. Á 69. mínútu fengu Barcelona aukaspyrnu á hættulegum stað. Lionel Messi hefur í gegnum tíðina verið banvænn úr aukaspyrnum, og hann skrúfaði þessa í netið og Barcelona komnir með tveggja marka forystu. Á 83. mínútu tapaði Antoine Greizmann boltanum á hættulegum stað og heimamenn refsuðu grimmilega fyrir það. Carlos Soler minnkaði muninn í 3-2 þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Nær komust Valencia ekki og niðurstaðan því eins marks sigur gestanna. Barcelona er nú í þriðja sæti La Liga með 74 stig, jafn mörg og Real Madrid, og tveimur stigum á eftir toppliði Atletico Madrid þegar fjórir leikir eru eftir.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti