Aðalsteinn hættir hjá RÚV: „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 12:46 Aðalsteinn hefur verið partur af ritstjórn fréttaskýringaþáttarins Kveiks undanfarin ár og átti meðal annar stóran þátt í umfjölluninni um Samherja-skjölin svokölluðu. Vísir/Vilhelm „Að vinna á RÚV og í umhverfinu þar, sem er gott að svo rosalega mörgu leyti, er samt orðið þannig að það hefur meiri áhrif á mitt daglega líf en ég kæri mig um,“ segir blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem tilkynnti á Facebook fyrir stundu að í dag væri síðasti vinnudagurinn hans hjá Ríkisútvarpinu. Í Facebook-færslu sinni segist hann vera búin að velta þessu fyrir sér í marga mánuði; hann sé ekki að „fara í neinu fússi“ en að vandlega íhuguðu máli. Aðalsteinn segist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu „að RÚV sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“. En er hann að hætta vegna starfsaðstæðna innan RÚV eða gagnrýni á RÚV? „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku eða gagnrýnni blaðamennsku,“ svarar hann. Ef marka má athugasemdir við Facebook-færsluna virðist tilkynning hans hafa komið einhverjum samstarfsfélögum á óvart. „Ég er búin að vera, núna síðustu fjögur ár, á ritstjórn Kveiks og ég hef að sjálfsögðu verið opinn gagnvart þeim með það sem ég hef verið að hugsa,“ segir Aðalsteinn. „Þetta kemur þeim ekkert á óvart.“ Hann segist ekki vera að hætta vegna úrskurðar siðanefndar RÚV um Helga Seljan, samstarfsfélaga hans, en það sé vissulega þáttur í starfsumhverfinu að þurfa að takast á við eitthvað á borð við hana. En þegar hann talar um starfsumhverfið á RÚV getur hann átt við tvennt; starfsumhverfið á vinnustaðnum sjálfum og svo stöðuga gagnrýni einstaklinga út í bæ, sem margir finna ríkisfjölmiðlinum allt til foráttu. Hvort er hann að tala um? „Ég á ekkert von á því að einhverjir sem eru óánægðir með það sem ég er að gera í vinnunni hætti að kalla mig öllum illum nöfnum eða ráðast að mínum trúverðugleika,“ svarar Aðalsteinn dulur. „Ég þoli það.“ Ákvörðunin sé fyrst og fremst persónuleg. „Starfsumhverfið á RÚV er bara ekki fyrir mig. Kveikur er áfram frábær þáttur og mikilvægur og RÚV er einn mikilvægasti fjölmiðill á Íslandi,“ segir hann. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa á Stundinni en sjálfur vill hann lítið gefa upp um næstu skref. „Ég er ennþá starfsmaður RÚV, út daginn. Svo tek ég mér frí í næstu viku.“ Í dag er síðasti dagurinn minn á RÚV. Kveikur er frábær þáttur sem ég trúi að sé mikilvægur. Eftir að hafa hugsað mikið...Posted by Aðalsteinn Kjartansson on Friday, April 30, 2021 Uppfært 14:57: Stundin hefur greint frá því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa hjá Stundinni. Hann hefji störf í næstu viku. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Í Facebook-færslu sinni segist hann vera búin að velta þessu fyrir sér í marga mánuði; hann sé ekki að „fara í neinu fússi“ en að vandlega íhuguðu máli. Aðalsteinn segist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu „að RÚV sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“. En er hann að hætta vegna starfsaðstæðna innan RÚV eða gagnrýni á RÚV? „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku eða gagnrýnni blaðamennsku,“ svarar hann. Ef marka má athugasemdir við Facebook-færsluna virðist tilkynning hans hafa komið einhverjum samstarfsfélögum á óvart. „Ég er búin að vera, núna síðustu fjögur ár, á ritstjórn Kveiks og ég hef að sjálfsögðu verið opinn gagnvart þeim með það sem ég hef verið að hugsa,“ segir Aðalsteinn. „Þetta kemur þeim ekkert á óvart.“ Hann segist ekki vera að hætta vegna úrskurðar siðanefndar RÚV um Helga Seljan, samstarfsfélaga hans, en það sé vissulega þáttur í starfsumhverfinu að þurfa að takast á við eitthvað á borð við hana. En þegar hann talar um starfsumhverfið á RÚV getur hann átt við tvennt; starfsumhverfið á vinnustaðnum sjálfum og svo stöðuga gagnrýni einstaklinga út í bæ, sem margir finna ríkisfjölmiðlinum allt til foráttu. Hvort er hann að tala um? „Ég á ekkert von á því að einhverjir sem eru óánægðir með það sem ég er að gera í vinnunni hætti að kalla mig öllum illum nöfnum eða ráðast að mínum trúverðugleika,“ svarar Aðalsteinn dulur. „Ég þoli það.“ Ákvörðunin sé fyrst og fremst persónuleg. „Starfsumhverfið á RÚV er bara ekki fyrir mig. Kveikur er áfram frábær þáttur og mikilvægur og RÚV er einn mikilvægasti fjölmiðill á Íslandi,“ segir hann. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa á Stundinni en sjálfur vill hann lítið gefa upp um næstu skref. „Ég er ennþá starfsmaður RÚV, út daginn. Svo tek ég mér frí í næstu viku.“ Í dag er síðasti dagurinn minn á RÚV. Kveikur er frábær þáttur sem ég trúi að sé mikilvægur. Eftir að hafa hugsað mikið...Posted by Aðalsteinn Kjartansson on Friday, April 30, 2021 Uppfært 14:57: Stundin hefur greint frá því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa hjá Stundinni. Hann hefji störf í næstu viku.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira