Lyfja jók hagnað til muna í heimsfaraldri Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2021 14:41 Lyfja fjárfesti fyrir alls 412 milljónir króna á árinu 2020. Innleiðing nýrrar stefnu Lyfju hófst af fullum krafti á árinu með umbreytingu verslana, kaupum á rekstri apóteka, opnun nýrra apóteka, markaðsfærslu Lyfju appsins og umbreytingu á vöruvali. Lyfja Hagnaður fyrirtækjasamstæðu Lyfju nam 438 milljónum króna á síðasta ári og jókst um 51,6% frá 2019 þegar hann nam 289 milljónum króna. Tekjur samstæðunnar jukust um 15% frá fyrra ári og voru 12,2 milljarðar króna árið 2020 samanborið við 10,6 milljarða. Lyfja rekur lyfjaverslanir, heilsuvöruverslanir undir merkjum Heilsuhússins og heildsölu sem sérhæfir sig í innflutningi á heilsuvörum. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að framlegð af vörusölu hafi numið 33% á síðasta ári. Er álagning Lyfju sögð hafa farið lækkandi undanfarin ár, bæði vegna verðsamkeppni en einnig vegna ákvarðana Lyfjagreiðslunefndar. Beinn launakostnaður og starfsmanntengdur kostnaður vegna COVID-19 nam alls 50 milljónum króna á árinu. Að sögn stjórnenda hafði heimsfaraldurinn mikil áhrif á rekstur Lyfju á árinu og þurfti meðal annars að bregðast við miklum breytingum á neysluhegðun. „Lyfja hefur á að skipa hópi framúrskarandi starfsmanna, lyfjafræðinga, afgreiðslufólks, lyfjatækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sérfræðinga. Það er sýn okkar allra að lengja líf og auka lífsgæði, einfalda viðskiptavinum að koma í veg fyrir veikindi, bjóða heilbrigða og umhverfisvæna valkosti og vera til staðar þegar á þarf að halda. Árið 2020 var bæði krefjandi og árangursríkt í rekstri Lyfju, eitt það eftirminnilegasta á okkar starfsævi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju í tilkynningu. Alls starfa tæplega 350 starfsmenn hjá Lyfju samstæðunni í um 240 stöðugildum, um þriðjungur starfsmanna Lyfju eru sérhæfðir heilbrigðisstarfsmenn og 83% starfsmanna eru konur. Lyf Verslun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Tekjur samstæðunnar jukust um 15% frá fyrra ári og voru 12,2 milljarðar króna árið 2020 samanborið við 10,6 milljarða. Lyfja rekur lyfjaverslanir, heilsuvöruverslanir undir merkjum Heilsuhússins og heildsölu sem sérhæfir sig í innflutningi á heilsuvörum. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að framlegð af vörusölu hafi numið 33% á síðasta ári. Er álagning Lyfju sögð hafa farið lækkandi undanfarin ár, bæði vegna verðsamkeppni en einnig vegna ákvarðana Lyfjagreiðslunefndar. Beinn launakostnaður og starfsmanntengdur kostnaður vegna COVID-19 nam alls 50 milljónum króna á árinu. Að sögn stjórnenda hafði heimsfaraldurinn mikil áhrif á rekstur Lyfju á árinu og þurfti meðal annars að bregðast við miklum breytingum á neysluhegðun. „Lyfja hefur á að skipa hópi framúrskarandi starfsmanna, lyfjafræðinga, afgreiðslufólks, lyfjatækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sérfræðinga. Það er sýn okkar allra að lengja líf og auka lífsgæði, einfalda viðskiptavinum að koma í veg fyrir veikindi, bjóða heilbrigða og umhverfisvæna valkosti og vera til staðar þegar á þarf að halda. Árið 2020 var bæði krefjandi og árangursríkt í rekstri Lyfju, eitt það eftirminnilegasta á okkar starfsævi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju í tilkynningu. Alls starfa tæplega 350 starfsmenn hjá Lyfju samstæðunni í um 240 stöðugildum, um þriðjungur starfsmanna Lyfju eru sérhæfðir heilbrigðisstarfsmenn og 83% starfsmanna eru konur.
Lyf Verslun Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira