Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2021 23:55 Umfangsmikil skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag. Vísir/Egill Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. Þetta kemur fram í færslu frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra sem hann birtir á Facebook í kvöld. Áður lá fyrir að þrettán væru í einangrun smitaðir af covid-19 og 97 voru í sóttkví. „Fyrir skömmu bárust mér upplýsingar um að komnar væru fyrstu upplýsingar úr skimun dagsins. Eitt sýni af þeim sem búið var að greina var jákvætt (staðfest Covidsmit). Því miður lágu ekki fyrir hversu stórt hlutfall væri búið að greina. Tölur um það berast vonandi fyrir hádegi á morgun,“ skrifar Elliði. Elliði þakkar bæjarbúum fyrir að taka þátt í því verkefni að hefta frekari útbreiðslu smits í bænum. „Engar íþróttaæfingar barna verða þessa vikuna og mun sundlaugin og ræktin verða lokuð a.m.k. fram á föstudag. Þá er bókasafnið einnig lokað og gestakoma bönnuð á öðrum stofnunum bæjarins. Leikskólinn Bergheimar veitir áfram lágmarksþjónustu. Í morgun voru einungis 3 börn mætt. Takk foreldrar fyrir að sýna í verki skilning á stöðunni,“ skrifar Elliði. Hann kveðst einnig vera hrærður yfir samstöðu og krafti bæjarbúa. „Ég tel mig skilja það betur núna hvernig það er að vera knattspyrnustjóri hjá Barcelona, besta félagsliði í heimi. Ég er nefnilega bæjarstjóri í besta bæ í heimi.“ Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra sem hann birtir á Facebook í kvöld. Áður lá fyrir að þrettán væru í einangrun smitaðir af covid-19 og 97 voru í sóttkví. „Fyrir skömmu bárust mér upplýsingar um að komnar væru fyrstu upplýsingar úr skimun dagsins. Eitt sýni af þeim sem búið var að greina var jákvætt (staðfest Covidsmit). Því miður lágu ekki fyrir hversu stórt hlutfall væri búið að greina. Tölur um það berast vonandi fyrir hádegi á morgun,“ skrifar Elliði. Elliði þakkar bæjarbúum fyrir að taka þátt í því verkefni að hefta frekari útbreiðslu smits í bænum. „Engar íþróttaæfingar barna verða þessa vikuna og mun sundlaugin og ræktin verða lokuð a.m.k. fram á föstudag. Þá er bókasafnið einnig lokað og gestakoma bönnuð á öðrum stofnunum bæjarins. Leikskólinn Bergheimar veitir áfram lágmarksþjónustu. Í morgun voru einungis 3 börn mætt. Takk foreldrar fyrir að sýna í verki skilning á stöðunni,“ skrifar Elliði. Hann kveðst einnig vera hrærður yfir samstöðu og krafti bæjarbúa. „Ég tel mig skilja það betur núna hvernig það er að vera knattspyrnustjóri hjá Barcelona, besta félagsliði í heimi. Ég er nefnilega bæjarstjóri í besta bæ í heimi.“
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira