Að minnsta kosti einn í viðbót með staðfest smit í Þorlákshöfn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2021 23:55 Umfangsmikil skimun fór fram í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag. Vísir/Egill Fyrstu niðurstöður úr skimuninni sem fram fór í Þorlákshöfn í dag benda til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru í dag hafi greinst með staðfest smit covid-19. Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp. Þetta kemur fram í færslu frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra sem hann birtir á Facebook í kvöld. Áður lá fyrir að þrettán væru í einangrun smitaðir af covid-19 og 97 voru í sóttkví. „Fyrir skömmu bárust mér upplýsingar um að komnar væru fyrstu upplýsingar úr skimun dagsins. Eitt sýni af þeim sem búið var að greina var jákvætt (staðfest Covidsmit). Því miður lágu ekki fyrir hversu stórt hlutfall væri búið að greina. Tölur um það berast vonandi fyrir hádegi á morgun,“ skrifar Elliði. Elliði þakkar bæjarbúum fyrir að taka þátt í því verkefni að hefta frekari útbreiðslu smits í bænum. „Engar íþróttaæfingar barna verða þessa vikuna og mun sundlaugin og ræktin verða lokuð a.m.k. fram á föstudag. Þá er bókasafnið einnig lokað og gestakoma bönnuð á öðrum stofnunum bæjarins. Leikskólinn Bergheimar veitir áfram lágmarksþjónustu. Í morgun voru einungis 3 börn mætt. Takk foreldrar fyrir að sýna í verki skilning á stöðunni,“ skrifar Elliði. Hann kveðst einnig vera hrærður yfir samstöðu og krafti bæjarbúa. „Ég tel mig skilja það betur núna hvernig það er að vera knattspyrnustjóri hjá Barcelona, besta félagsliði í heimi. Ég er nefnilega bæjarstjóri í besta bæ í heimi.“ Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Elliða Vignissyni bæjarstjóra sem hann birtir á Facebook í kvöld. Áður lá fyrir að þrettán væru í einangrun smitaðir af covid-19 og 97 voru í sóttkví. „Fyrir skömmu bárust mér upplýsingar um að komnar væru fyrstu upplýsingar úr skimun dagsins. Eitt sýni af þeim sem búið var að greina var jákvætt (staðfest Covidsmit). Því miður lágu ekki fyrir hversu stórt hlutfall væri búið að greina. Tölur um það berast vonandi fyrir hádegi á morgun,“ skrifar Elliði. Elliði þakkar bæjarbúum fyrir að taka þátt í því verkefni að hefta frekari útbreiðslu smits í bænum. „Engar íþróttaæfingar barna verða þessa vikuna og mun sundlaugin og ræktin verða lokuð a.m.k. fram á föstudag. Þá er bókasafnið einnig lokað og gestakoma bönnuð á öðrum stofnunum bæjarins. Leikskólinn Bergheimar veitir áfram lágmarksþjónustu. Í morgun voru einungis 3 börn mætt. Takk foreldrar fyrir að sýna í verki skilning á stöðunni,“ skrifar Elliði. Hann kveðst einnig vera hrærður yfir samstöðu og krafti bæjarbúa. „Ég tel mig skilja það betur núna hvernig það er að vera knattspyrnustjóri hjá Barcelona, besta félagsliði í heimi. Ég er nefnilega bæjarstjóri í besta bæ í heimi.“
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum