Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 23:52 Sakborningarnir þrír, frá vinstri: Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan. Travis er ákærður fyrir að hafa skotið Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. AP/Fangelsið í Glynn-sýslu Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir hafa borið því við að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og því elt hann þegar þeir komu auga á hann til þess að handtaka hann borgaralega. Þeir stöðvuðu Arbery við þriðja mann og eftir nokkur orðaskipti skutu þeir hann til bana úti á götu. Þriðji maðurinn, William Bryan, sem slóst í eftirförina með feðgunum tók myndband af atvikinu en það fór síðan sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir morð, alvarlega líkamsárás og fleiri brot í Georgíu. Nú sæta þeir jafnframt alríkisákæru fyrir hatursglæp, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Feðgarnir og Bryan eru ákærðir fyrir að brjóta réttindi Arbery og tilraun til frelsissviptingar. McMichael-feðgarnir eru einnig ákærðir fyrir að beita ofbeldi með skotvopni. Í ákæru dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn mönnunum þremur eru þeir sakaðir um að hafa beitt valdi og hótunum til að ógna Arbery og trufla réttindi hans til þess að nota almenningsleið vegna kynþáttar hans. Saksóknarar í Georgíu hafa lagt fram sannanir fyrir því að kynþáttahatur kunni að hafa átt þátt í morðinu. Morðið á Arbery og viðbrögð yfirvalda á staðnum vöktu mikla reiði í fyrra. Enginn var handtekinn vegna málsins í tíu vikur eftir morðið en McMichael eldri er fyrrverandi lögreglumaður. Hreyfing komst ekki á málið fyrr en myndban Bryan lak út. Mennirnir þrír sitja í fangelsi og eiga næst að koma fyrir dómara í næsta mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir hafa borið því við að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og því elt hann þegar þeir komu auga á hann til þess að handtaka hann borgaralega. Þeir stöðvuðu Arbery við þriðja mann og eftir nokkur orðaskipti skutu þeir hann til bana úti á götu. Þriðji maðurinn, William Bryan, sem slóst í eftirförina með feðgunum tók myndband af atvikinu en það fór síðan sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir morð, alvarlega líkamsárás og fleiri brot í Georgíu. Nú sæta þeir jafnframt alríkisákæru fyrir hatursglæp, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Feðgarnir og Bryan eru ákærðir fyrir að brjóta réttindi Arbery og tilraun til frelsissviptingar. McMichael-feðgarnir eru einnig ákærðir fyrir að beita ofbeldi með skotvopni. Í ákæru dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn mönnunum þremur eru þeir sakaðir um að hafa beitt valdi og hótunum til að ógna Arbery og trufla réttindi hans til þess að nota almenningsleið vegna kynþáttar hans. Saksóknarar í Georgíu hafa lagt fram sannanir fyrir því að kynþáttahatur kunni að hafa átt þátt í morðinu. Morðið á Arbery og viðbrögð yfirvalda á staðnum vöktu mikla reiði í fyrra. Enginn var handtekinn vegna málsins í tíu vikur eftir morðið en McMichael eldri er fyrrverandi lögreglumaður. Hreyfing komst ekki á málið fyrr en myndban Bryan lak út. Mennirnir þrír sitja í fangelsi og eiga næst að koma fyrir dómara í næsta mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45
„Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49