Sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafrænt ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2021 16:34 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum voru kynntar í dag á fundi hjá ríkislögreglustjóra. Á meðal þess sem ráðist verður í er að sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafræn brot og bæta aðstoð við þolendur stafræns ofbeldis. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra eftir fundinn að úrbótatillögurnar hafi komið frá aðgerðateymi gegn ofbeldi sem komið var á fót í maí 2020. Teymið skipuðu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra en í því sitja Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hefur jafnframt verið ráðin til þess að leiða verkefnið á skrifstofu ríkislögreglustjóra. „Úrbætur innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómskerfisins, fræðsla og forvarnir fyrir ólíka aldurshópa og aðstoð við að koma máli fórnarlamba í skýran farveg eru helstu aðgerðirnar sem ráðist verður í,“ segir í tilkynningu. Þá verði ráðist í vitundarvakningu um stafrænt ofbeldi þar sem athyglinni verður „sérstaklega beint að gerendum.“ Samstarf verði haft við frjáls félagasamtök, félög og stofnanir um þátttöku í vitundarvakningunni. Þátttaka lögreglu í forvarnarstarfi gegn stafrænu ofbeldi verði einnig aukin og þá hyggst lögreglan starfa nánar en áður með „öllum þeim sem sinna þjónustu við börn.“ „Stafrænt ofbeldi getur birst með margvíslegum hætti, til að mynda með hótunum um dreifingu nektarmynda eða heimildarlausu, rafrænu eftirliti. Helstu upplýsingar um hvað beri að gera þegar einhver verður fyrir stafrænu ofbeldi eru í dag aðgengilegar á vef Neyðarlínunnar, 112.is, en þar verður bætt við fleiri gagnlegum upplýsingum, bæði fyrir þolendur og gerendur,“ segir í tilkynningu. Þá verði mál sem varða stafrænt, kynferðislegt ofbeldi unnin hraðar en áður. Það sé mat aðgerðateymisins að kærur og dómsmál sem snúi að stafrænu ofbeldi og kynferðislegri friðhelgi hafi oft ekki verið unnin nægilega markvisst innan kerfsins og/eða að rannsókn þeirra hefur tekið of langan tíma. Þetta vill aðgerðarteymið laga með því að: Þjálfa lögreglufólk sérstaklega til að rannsaka stafræn brot og afla stafrænna gagna. Þannig verður greint hver þörfin er og hvernig lögreglufólk verður stutt með sem bestum hætti til þess að takast á við ört stafrænni veruleika við rannsókn mála. Endurskoða verklag og viðmið um öflun, form og framsetningu stafrænna sönnunargagna. Þá verður samstarf við erlenda samstarfsaðila aukið ásamt því sem tæknilegar lausnir verða nýttar enn frekar til þess að auka bæði gæði og hraða í meðferð mála sem varða stafrænar birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Bæta upplýsingamiðlun innan lögreglunnar um stafrænt ofbeldi og kynna fyrir lögreglufólki lagabreytingar sem tekið hafa gildi á síðustu árum til að vernda fólk fyrir því að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Þá skal fylgja því eftir að skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) samræmist nýjum lögum um kynferðislega friðhelgi einstaklinga. Að lokum leggur aðgerðahópurinn til að auka verulega aðgengi fórnarlamba stafræns ofbeldis að ráðgjöf ýmiss konar sérfræðinga sem geti hjálpað þeim að takast á við afleiðingar ofbeldisins og skilja meðferð þess í kerfinu. Lögreglan Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra eftir fundinn að úrbótatillögurnar hafi komið frá aðgerðateymi gegn ofbeldi sem komið var á fót í maí 2020. Teymið skipuðu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra en í því sitja Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hefur jafnframt verið ráðin til þess að leiða verkefnið á skrifstofu ríkislögreglustjóra. „Úrbætur innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómskerfisins, fræðsla og forvarnir fyrir ólíka aldurshópa og aðstoð við að koma máli fórnarlamba í skýran farveg eru helstu aðgerðirnar sem ráðist verður í,“ segir í tilkynningu. Þá verði ráðist í vitundarvakningu um stafrænt ofbeldi þar sem athyglinni verður „sérstaklega beint að gerendum.“ Samstarf verði haft við frjáls félagasamtök, félög og stofnanir um þátttöku í vitundarvakningunni. Þátttaka lögreglu í forvarnarstarfi gegn stafrænu ofbeldi verði einnig aukin og þá hyggst lögreglan starfa nánar en áður með „öllum þeim sem sinna þjónustu við börn.“ „Stafrænt ofbeldi getur birst með margvíslegum hætti, til að mynda með hótunum um dreifingu nektarmynda eða heimildarlausu, rafrænu eftirliti. Helstu upplýsingar um hvað beri að gera þegar einhver verður fyrir stafrænu ofbeldi eru í dag aðgengilegar á vef Neyðarlínunnar, 112.is, en þar verður bætt við fleiri gagnlegum upplýsingum, bæði fyrir þolendur og gerendur,“ segir í tilkynningu. Þá verði mál sem varða stafrænt, kynferðislegt ofbeldi unnin hraðar en áður. Það sé mat aðgerðateymisins að kærur og dómsmál sem snúi að stafrænu ofbeldi og kynferðislegri friðhelgi hafi oft ekki verið unnin nægilega markvisst innan kerfsins og/eða að rannsókn þeirra hefur tekið of langan tíma. Þetta vill aðgerðarteymið laga með því að: Þjálfa lögreglufólk sérstaklega til að rannsaka stafræn brot og afla stafrænna gagna. Þannig verður greint hver þörfin er og hvernig lögreglufólk verður stutt með sem bestum hætti til þess að takast á við ört stafrænni veruleika við rannsókn mála. Endurskoða verklag og viðmið um öflun, form og framsetningu stafrænna sönnunargagna. Þá verður samstarf við erlenda samstarfsaðila aukið ásamt því sem tæknilegar lausnir verða nýttar enn frekar til þess að auka bæði gæði og hraða í meðferð mála sem varða stafrænar birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Bæta upplýsingamiðlun innan lögreglunnar um stafrænt ofbeldi og kynna fyrir lögreglufólki lagabreytingar sem tekið hafa gildi á síðustu árum til að vernda fólk fyrir því að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Þá skal fylgja því eftir að skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) samræmist nýjum lögum um kynferðislega friðhelgi einstaklinga. Að lokum leggur aðgerðahópurinn til að auka verulega aðgengi fórnarlamba stafræns ofbeldis að ráðgjöf ýmiss konar sérfræðinga sem geti hjálpað þeim að takast á við afleiðingar ofbeldisins og skilja meðferð þess í kerfinu.
Lögreglan Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31