Mun hærri fjárhæðir í boði fyrir Valskonur og Blika Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2021 09:01 Breiðablik fer í Meistaradeild Evrópu sem ríkjandi Íslandsmeistari. vísir/hulda Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valskonur verða á meðal þeirra sem freista þess að komast í nýja riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hleypt verður af stokkunum í haust. Þar verða fleiri tugir milljóna króna í boði. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, greindi í gær frá því að stóraukið fé yrði í boði fyrir liðin í Meistaradeild kvenna frá og með næstu leiktíð. Hingað til hafa íslensk félög vissulega fengið greiðslur eftir því sem þau komast lengra í keppninni en þær upphæðir hafa rétt verið til að mæta ferðakostnaði. Í karlaboltanum skilar það íslenskum félögum tugum milljóna króna í kassann að komast í gegnum hvert stig forkeppni og því hafa Evrópusætin í Pepsi Max-deild karla, sem reyndar hefur fækkað úr fjórum í þrjú vegna lélegs árangurs síðustu ár, verið talin gulls ígildi. Fjórfalt hærri upphæð og hin íslensku félögin treysta á hjálp Breiðabliks og Vals Meistaradeild kvenna færist nú í sömu átt en UEFA segir að 24 milljónum evra, jafnvirði 3,6 milljarða króna, verði dreift til aðildarsambanda vegna keppninnar til að efla knattspyrnu kvenna. Það er fjórfalt hærri upphæð en sú sem útdeilt er vegna yfirstandandi leiktíðar. Breiðablik og Valur leika bæði í Meistaradeildinni í sumar vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða á síðustu árum.vísir/hulda Af þessum 3,6 milljörðum króna eru 830 milljónir ætlaðar til að efla kvennastarf hjá félögum sem ekki eru með í Meistaradeildinni en spila með liðum úr keppninni í sinni landsdeild. Þetta mun því gagnast hinum átta liðunum í Pepsi Max-deildinni á Íslandi – ekki bara Breiðabliki og Val – en árangur Blika og Valskvenna ræður því hve hátt hlutfall af upphæðinni íslensk félög fá. Fá að lágmarki 60 milljónir fyrir að spila í riðlakeppninni Breiðablik og Valur þurfa að komast í gegnum tvö stig forkeppni, í ágúst og september, til að fá að leika í 16 liða riðlakeppninni sem svo tekur við í haust. Þar verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, svipað og þekkist í Meistaradeild karla. Tvö efstu lið hvers riðils komast svo í átta liða úrslitakeppni. UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun. Þekkja það að vera á meðal 16 efstu í Evrópu Íslensk félagslið hafa á síðustu árum náð góðum árangri í Meistaradeildinni og það er ástæðan fyrir því að Ísland á nú tvö sæti í keppninni í stað eins. Valskonur rétt misstu reyndar af sæti í 32-liða úrslitum í fyrra eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City, en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á keppnina í fyrra sem og á leikform Valskvenna. Valskonur töpuðu með grátlegum hætti gegn Glasgow City í vetur. Þær fengu undanþágu frá samkomutakmörkunum til að spila leikinn.vísir/vilhelm Á síðasta „eðlilega“ tímabili, 2019-20, komust Blikar í 16-liða úrslit sem samkvæmt nýja fyrirkomulaginu myndi jafngilda því að leika í riðlakeppninni í október, nóvember og desember. Stjarnan komst einnig í 16-liða úrslit tímabilið 2017-18. Á árum áður, 2005-2008, komust Valur og Breiðablik ítrekað í 16- og jafnvel 8-liða úrslit en þá var fyrirkomulag keppninnar í raun nokkuð líkt því nýja sem nú tekur við því leikið var í fjórum riðlum í 16-liða úrslitum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, greindi í gær frá því að stóraukið fé yrði í boði fyrir liðin í Meistaradeild kvenna frá og með næstu leiktíð. Hingað til hafa íslensk félög vissulega fengið greiðslur eftir því sem þau komast lengra í keppninni en þær upphæðir hafa rétt verið til að mæta ferðakostnaði. Í karlaboltanum skilar það íslenskum félögum tugum milljóna króna í kassann að komast í gegnum hvert stig forkeppni og því hafa Evrópusætin í Pepsi Max-deild karla, sem reyndar hefur fækkað úr fjórum í þrjú vegna lélegs árangurs síðustu ár, verið talin gulls ígildi. Fjórfalt hærri upphæð og hin íslensku félögin treysta á hjálp Breiðabliks og Vals Meistaradeild kvenna færist nú í sömu átt en UEFA segir að 24 milljónum evra, jafnvirði 3,6 milljarða króna, verði dreift til aðildarsambanda vegna keppninnar til að efla knattspyrnu kvenna. Það er fjórfalt hærri upphæð en sú sem útdeilt er vegna yfirstandandi leiktíðar. Breiðablik og Valur leika bæði í Meistaradeildinni í sumar vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða á síðustu árum.vísir/hulda Af þessum 3,6 milljörðum króna eru 830 milljónir ætlaðar til að efla kvennastarf hjá félögum sem ekki eru með í Meistaradeildinni en spila með liðum úr keppninni í sinni landsdeild. Þetta mun því gagnast hinum átta liðunum í Pepsi Max-deildinni á Íslandi – ekki bara Breiðabliki og Val – en árangur Blika og Valskvenna ræður því hve hátt hlutfall af upphæðinni íslensk félög fá. Fá að lágmarki 60 milljónir fyrir að spila í riðlakeppninni Breiðablik og Valur þurfa að komast í gegnum tvö stig forkeppni, í ágúst og september, til að fá að leika í 16 liða riðlakeppninni sem svo tekur við í haust. Þar verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, svipað og þekkist í Meistaradeild karla. Tvö efstu lið hvers riðils komast svo í átta liða úrslitakeppni. UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun. Þekkja það að vera á meðal 16 efstu í Evrópu Íslensk félagslið hafa á síðustu árum náð góðum árangri í Meistaradeildinni og það er ástæðan fyrir því að Ísland á nú tvö sæti í keppninni í stað eins. Valskonur rétt misstu reyndar af sæti í 32-liða úrslitum í fyrra eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City, en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á keppnina í fyrra sem og á leikform Valskvenna. Valskonur töpuðu með grátlegum hætti gegn Glasgow City í vetur. Þær fengu undanþágu frá samkomutakmörkunum til að spila leikinn.vísir/vilhelm Á síðasta „eðlilega“ tímabili, 2019-20, komust Blikar í 16-liða úrslit sem samkvæmt nýja fyrirkomulaginu myndi jafngilda því að leika í riðlakeppninni í október, nóvember og desember. Stjarnan komst einnig í 16-liða úrslit tímabilið 2017-18. Á árum áður, 2005-2008, komust Valur og Breiðablik ítrekað í 16- og jafnvel 8-liða úrslit en þá var fyrirkomulag keppninnar í raun nokkuð líkt því nýja sem nú tekur við því leikið var í fjórum riðlum í 16-liða úrslitum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira