Mun hærri fjárhæðir í boði fyrir Valskonur og Blika Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2021 09:01 Breiðablik fer í Meistaradeild Evrópu sem ríkjandi Íslandsmeistari. vísir/hulda Íslandsmeistarar Breiðabliks og Valskonur verða á meðal þeirra sem freista þess að komast í nýja riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hleypt verður af stokkunum í haust. Þar verða fleiri tugir milljóna króna í boði. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, greindi í gær frá því að stóraukið fé yrði í boði fyrir liðin í Meistaradeild kvenna frá og með næstu leiktíð. Hingað til hafa íslensk félög vissulega fengið greiðslur eftir því sem þau komast lengra í keppninni en þær upphæðir hafa rétt verið til að mæta ferðakostnaði. Í karlaboltanum skilar það íslenskum félögum tugum milljóna króna í kassann að komast í gegnum hvert stig forkeppni og því hafa Evrópusætin í Pepsi Max-deild karla, sem reyndar hefur fækkað úr fjórum í þrjú vegna lélegs árangurs síðustu ár, verið talin gulls ígildi. Fjórfalt hærri upphæð og hin íslensku félögin treysta á hjálp Breiðabliks og Vals Meistaradeild kvenna færist nú í sömu átt en UEFA segir að 24 milljónum evra, jafnvirði 3,6 milljarða króna, verði dreift til aðildarsambanda vegna keppninnar til að efla knattspyrnu kvenna. Það er fjórfalt hærri upphæð en sú sem útdeilt er vegna yfirstandandi leiktíðar. Breiðablik og Valur leika bæði í Meistaradeildinni í sumar vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða á síðustu árum.vísir/hulda Af þessum 3,6 milljörðum króna eru 830 milljónir ætlaðar til að efla kvennastarf hjá félögum sem ekki eru með í Meistaradeildinni en spila með liðum úr keppninni í sinni landsdeild. Þetta mun því gagnast hinum átta liðunum í Pepsi Max-deildinni á Íslandi – ekki bara Breiðabliki og Val – en árangur Blika og Valskvenna ræður því hve hátt hlutfall af upphæðinni íslensk félög fá. Fá að lágmarki 60 milljónir fyrir að spila í riðlakeppninni Breiðablik og Valur þurfa að komast í gegnum tvö stig forkeppni, í ágúst og september, til að fá að leika í 16 liða riðlakeppninni sem svo tekur við í haust. Þar verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, svipað og þekkist í Meistaradeild karla. Tvö efstu lið hvers riðils komast svo í átta liða úrslitakeppni. UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun. Þekkja það að vera á meðal 16 efstu í Evrópu Íslensk félagslið hafa á síðustu árum náð góðum árangri í Meistaradeildinni og það er ástæðan fyrir því að Ísland á nú tvö sæti í keppninni í stað eins. Valskonur rétt misstu reyndar af sæti í 32-liða úrslitum í fyrra eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City, en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á keppnina í fyrra sem og á leikform Valskvenna. Valskonur töpuðu með grátlegum hætti gegn Glasgow City í vetur. Þær fengu undanþágu frá samkomutakmörkunum til að spila leikinn.vísir/vilhelm Á síðasta „eðlilega“ tímabili, 2019-20, komust Blikar í 16-liða úrslit sem samkvæmt nýja fyrirkomulaginu myndi jafngilda því að leika í riðlakeppninni í október, nóvember og desember. Stjarnan komst einnig í 16-liða úrslit tímabilið 2017-18. Á árum áður, 2005-2008, komust Valur og Breiðablik ítrekað í 16- og jafnvel 8-liða úrslit en þá var fyrirkomulag keppninnar í raun nokkuð líkt því nýja sem nú tekur við því leikið var í fjórum riðlum í 16-liða úrslitum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, greindi í gær frá því að stóraukið fé yrði í boði fyrir liðin í Meistaradeild kvenna frá og með næstu leiktíð. Hingað til hafa íslensk félög vissulega fengið greiðslur eftir því sem þau komast lengra í keppninni en þær upphæðir hafa rétt verið til að mæta ferðakostnaði. Í karlaboltanum skilar það íslenskum félögum tugum milljóna króna í kassann að komast í gegnum hvert stig forkeppni og því hafa Evrópusætin í Pepsi Max-deild karla, sem reyndar hefur fækkað úr fjórum í þrjú vegna lélegs árangurs síðustu ár, verið talin gulls ígildi. Fjórfalt hærri upphæð og hin íslensku félögin treysta á hjálp Breiðabliks og Vals Meistaradeild kvenna færist nú í sömu átt en UEFA segir að 24 milljónum evra, jafnvirði 3,6 milljarða króna, verði dreift til aðildarsambanda vegna keppninnar til að efla knattspyrnu kvenna. Það er fjórfalt hærri upphæð en sú sem útdeilt er vegna yfirstandandi leiktíðar. Breiðablik og Valur leika bæði í Meistaradeildinni í sumar vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða á síðustu árum.vísir/hulda Af þessum 3,6 milljörðum króna eru 830 milljónir ætlaðar til að efla kvennastarf hjá félögum sem ekki eru með í Meistaradeildinni en spila með liðum úr keppninni í sinni landsdeild. Þetta mun því gagnast hinum átta liðunum í Pepsi Max-deildinni á Íslandi – ekki bara Breiðabliki og Val – en árangur Blika og Valskvenna ræður því hve hátt hlutfall af upphæðinni íslensk félög fá. Fá að lágmarki 60 milljónir fyrir að spila í riðlakeppninni Breiðablik og Valur þurfa að komast í gegnum tvö stig forkeppni, í ágúst og september, til að fá að leika í 16 liða riðlakeppninni sem svo tekur við í haust. Þar verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum, svipað og þekkist í Meistaradeild karla. Tvö efstu lið hvers riðils komast svo í átta liða úrslitakeppni. UEFA segir að lið sem leiki í riðlakeppninni fái að lágmarki 400.000 evrur hvert í sinn vasa, jafnvirði 60 milljóna króna. Sigurvegari keppninnar getur fengið allt að 210 milljónum króna í verðlaun. Þekkja það að vera á meðal 16 efstu í Evrópu Íslensk félagslið hafa á síðustu árum náð góðum árangri í Meistaradeildinni og það er ástæðan fyrir því að Ísland á nú tvö sæti í keppninni í stað eins. Valskonur rétt misstu reyndar af sæti í 32-liða úrslitum í fyrra eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Glasgow City, en kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á keppnina í fyrra sem og á leikform Valskvenna. Valskonur töpuðu með grátlegum hætti gegn Glasgow City í vetur. Þær fengu undanþágu frá samkomutakmörkunum til að spila leikinn.vísir/vilhelm Á síðasta „eðlilega“ tímabili, 2019-20, komust Blikar í 16-liða úrslit sem samkvæmt nýja fyrirkomulaginu myndi jafngilda því að leika í riðlakeppninni í október, nóvember og desember. Stjarnan komst einnig í 16-liða úrslit tímabilið 2017-18. Á árum áður, 2005-2008, komust Valur og Breiðablik ítrekað í 16- og jafnvel 8-liða úrslit en þá var fyrirkomulag keppninnar í raun nokkuð líkt því nýja sem nú tekur við því leikið var í fjórum riðlum í 16-liða úrslitum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn