Mæta með óbragð í munni í Garðabæinn í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 14:13 KA/Þór er í harðri baráttu við Fram um deildarmeistaratitilinn en liðin eiga eftir að mætast í Safamýri í lokaumferðinni. vísir/hulda Stjarnan og KA/Þór mætast í Garðabæ í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, í leik sem þegar er hægt að kalla umtalaðasta handboltaleik keppnistímabilsins. KA/Þór var á toppi Olís-deildar kvenna þar til að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu í þarsíðustu viku að leikur liðsins við Stjörnuna skyldi leikinn upp á nýtt. Akureyringar töldu sig hafa unnið leikinn, 27-26, rétt eins og dómarar leiksins og allir aðrir þátttakendur hans. Hins vegar reyndust mistök hafa verið gerð á ritaraborði, hjá sjálfboðaliðum Stjörnunnar, og eitt marka KA/Þórs oftalið í fyrri hálfleik. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi eftir að niðurstaða dómstólsins lá fyrir að Akureyringar íhuguðu að fara með málið lengra, jafnvel fyrir almenna dómstóla. Með því hefði KA/Þór hins vegar sett keppni í Olís-deildinni í „gíslingu“ en þar á að spila næstsíðustu umferð á laugardag, og lokaumferðina 8. maí. KA/Þór getur með sigri í kvöld komist einu stigi upp fyrir Fram á toppnum og berst fyrir sínum fyrsta deildarmeistaratitli í sögunni. Töldu ótækt að tefja mótið „Eftir að hafa ráðfært okkur við HSÍ þá varð niðurstaða okkar sú að hætta þessu máli og taka þessari niðurstöðu, þó að við séum ekki sammála henni, og reyna að klára þetta mót svo að hægt sé að fara í úrslitakeppni,“ sagði Sævar við Vísi í dag. „Þetta mál er búið að fara fram og til baka í okkar huga. Við veltum því mikið fyrir okkur að fara með málið til ÍSÍ og jafnvel lengra. En ef við hefðum farið með málið til ÍSÍ voru meiri líkur en minni á að það myndi tefjast eitthvað áfram og að þar með yrði erfitt að ná að spila þessar tvær umferðir sem eftir eru fram að úrslitakeppni. Okkur fannst það ekki hægt, miðað við hvað það hefur verið mikið um stopp og vesen í vetur. Því var ekki annað í stöðunni en að játa okkur sigruð þó að því fylgi óbragð,“ sagði Sævar. Vongóður um að HSÍ greiði ferðakostnað Kostnaður KA/Þórs vegna málsins nemur hundruðum þúsunda, bæði vegna lögfræðikostnaðar og ferðakostnaðar, að ótöldu vinnutapi leikmanna sem þurfa að gera sér aðra ferð suður yfir heiðar. Sævar kveðst gera sér vonir um að HSÍ komi til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn en félagið hafi gert sér grein fyrir því að lögfræðikostnaðinn þyrfti það sjálft að borga. Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum og þjálfara, eftir allt sem á undan er gengið, svaraði Sævar: „Auðvitað voru menn sárir og svekktir að þurfa að fara aftur af stað í dag til að spila leikinn. En svona er niðurstaða dómstóls HSÍ, þó að við séum ekki sammála henni. Ég vona bara að menn mæti til leiks til þess að vinna leikinn aftur.“ Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs hefst kl. 19 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan býðst til að taka þátt í ferðakostnaði en ráðning lögfræðings á ábyrgð KA/Þórs Handknattleiksdeild Stjörnunnar segir að kvennaráð KA/Þórs eigi ekki að þurfa að sitja uppi með allan kostnað af því að endurtaka leik liðanna í Olís-deild kvenna. Stjarnan hefur boðist til að greiða helming ferðakostnaðar Akureyringa vegna leiksins. 19. apríl 2021 12:01 „Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. 16. apríl 2021 15:46 Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
KA/Þór var á toppi Olís-deildar kvenna þar til að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu í þarsíðustu viku að leikur liðsins við Stjörnuna skyldi leikinn upp á nýtt. Akureyringar töldu sig hafa unnið leikinn, 27-26, rétt eins og dómarar leiksins og allir aðrir þátttakendur hans. Hins vegar reyndust mistök hafa verið gerð á ritaraborði, hjá sjálfboðaliðum Stjörnunnar, og eitt marka KA/Þórs oftalið í fyrri hálfleik. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi eftir að niðurstaða dómstólsins lá fyrir að Akureyringar íhuguðu að fara með málið lengra, jafnvel fyrir almenna dómstóla. Með því hefði KA/Þór hins vegar sett keppni í Olís-deildinni í „gíslingu“ en þar á að spila næstsíðustu umferð á laugardag, og lokaumferðina 8. maí. KA/Þór getur með sigri í kvöld komist einu stigi upp fyrir Fram á toppnum og berst fyrir sínum fyrsta deildarmeistaratitli í sögunni. Töldu ótækt að tefja mótið „Eftir að hafa ráðfært okkur við HSÍ þá varð niðurstaða okkar sú að hætta þessu máli og taka þessari niðurstöðu, þó að við séum ekki sammála henni, og reyna að klára þetta mót svo að hægt sé að fara í úrslitakeppni,“ sagði Sævar við Vísi í dag. „Þetta mál er búið að fara fram og til baka í okkar huga. Við veltum því mikið fyrir okkur að fara með málið til ÍSÍ og jafnvel lengra. En ef við hefðum farið með málið til ÍSÍ voru meiri líkur en minni á að það myndi tefjast eitthvað áfram og að þar með yrði erfitt að ná að spila þessar tvær umferðir sem eftir eru fram að úrslitakeppni. Okkur fannst það ekki hægt, miðað við hvað það hefur verið mikið um stopp og vesen í vetur. Því var ekki annað í stöðunni en að játa okkur sigruð þó að því fylgi óbragð,“ sagði Sævar. Vongóður um að HSÍ greiði ferðakostnað Kostnaður KA/Þórs vegna málsins nemur hundruðum þúsunda, bæði vegna lögfræðikostnaðar og ferðakostnaðar, að ótöldu vinnutapi leikmanna sem þurfa að gera sér aðra ferð suður yfir heiðar. Sævar kveðst gera sér vonir um að HSÍ komi til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn en félagið hafi gert sér grein fyrir því að lögfræðikostnaðinn þyrfti það sjálft að borga. Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum og þjálfara, eftir allt sem á undan er gengið, svaraði Sævar: „Auðvitað voru menn sárir og svekktir að þurfa að fara aftur af stað í dag til að spila leikinn. En svona er niðurstaða dómstóls HSÍ, þó að við séum ekki sammála henni. Ég vona bara að menn mæti til leiks til þess að vinna leikinn aftur.“ Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs hefst kl. 19 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan býðst til að taka þátt í ferðakostnaði en ráðning lögfræðings á ábyrgð KA/Þórs Handknattleiksdeild Stjörnunnar segir að kvennaráð KA/Þórs eigi ekki að þurfa að sitja uppi með allan kostnað af því að endurtaka leik liðanna í Olís-deild kvenna. Stjarnan hefur boðist til að greiða helming ferðakostnaðar Akureyringa vegna leiksins. 19. apríl 2021 12:01 „Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. 16. apríl 2021 15:46 Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Stjarnan býðst til að taka þátt í ferðakostnaði en ráðning lögfræðings á ábyrgð KA/Þórs Handknattleiksdeild Stjörnunnar segir að kvennaráð KA/Þórs eigi ekki að þurfa að sitja uppi með allan kostnað af því að endurtaka leik liðanna í Olís-deild kvenna. Stjarnan hefur boðist til að greiða helming ferðakostnaðar Akureyringa vegna leiksins. 19. apríl 2021 12:01
„Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. 16. apríl 2021 15:46
Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49
Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35
Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00