Hazard-ljósin gætu loks kviknað í kvöld gegn liðinu þar sem þau loguðu skært Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 14:01 Eden Hazard á ferðinni gegn Real Betis um helgina. Getty/Manu Reino Eftir að hafa spilað svo vel hjá Chelsea og verið einn albesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur Eden Hazard verið í felum í Madrídarborg. Það gæti hugsanlega breyst í kvöld þegar Real Madrid og Chelsea mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hazard var seldur fyrir fúlgur fjár frá Chelsea til Real fyrir tveimur árum. Þá hafði hann meðal annars verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15, orðið tvisvar Englandsmeistari og skorað 110 mörk á sjö leiktíðum. Hjá Real hefur Hazard skorað fjögur mörk. Ástæðan fyrir því hve Hazard hefur gengið illa er fyrst og fremst tíð og erfið meiðsli. Ekki bara langvinn ökklameiðsli heldur auk þess tognanir í lærum, kálfum og nára. Þess vegna hefur hann bara náð að byrja 20 leiki í spænsku 1. deildinni, á tveimur leiktíðum. Hazard hefur hins vegar fengið góðan tíma til að jafna sig af síðustu meiðslum. Hann fékk að sitja hjá í einvíginu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum en hefur getað æft af fullum krafti undanfarið. Hann lék svo sinn fyrsta leik í yfir 40 daga, í markalausa jafnteflinu gegn Real Betis um helgina. Belginn kom inn á þegar korter var eftir en náði ekki frekar en aðrir að tryggja Real nauðsynlegan sigur. „Hann var með neista, orku. Hann fann engan sársauka og tilfinningin er góð,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real. Markvörðurinn Thibaut Courtois, sem var liðsfélagi Hazards hjá Chelsea, tók í sama streng: „Maður gat séð það að hann er í góðu formi. Hann hefur æft með okkur síðustu 2-3 vikur og litið afskaplega vel út,“ sagði Courtois. Hazard var algjör hetja hjá Chelsea og missti aðeins af 18 leikjum vegna meiðsla allan þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann hefur þegar misst af 45 leikjum hjá Real og líklegt verður að teljast að hann verði á varamannabekknum í kvöld, að minnsta kosti framan af leik. Leikur Real Madrid og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst kl. 18.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Hazard var seldur fyrir fúlgur fjár frá Chelsea til Real fyrir tveimur árum. Þá hafði hann meðal annars verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15, orðið tvisvar Englandsmeistari og skorað 110 mörk á sjö leiktíðum. Hjá Real hefur Hazard skorað fjögur mörk. Ástæðan fyrir því hve Hazard hefur gengið illa er fyrst og fremst tíð og erfið meiðsli. Ekki bara langvinn ökklameiðsli heldur auk þess tognanir í lærum, kálfum og nára. Þess vegna hefur hann bara náð að byrja 20 leiki í spænsku 1. deildinni, á tveimur leiktíðum. Hazard hefur hins vegar fengið góðan tíma til að jafna sig af síðustu meiðslum. Hann fékk að sitja hjá í einvíginu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum en hefur getað æft af fullum krafti undanfarið. Hann lék svo sinn fyrsta leik í yfir 40 daga, í markalausa jafnteflinu gegn Real Betis um helgina. Belginn kom inn á þegar korter var eftir en náði ekki frekar en aðrir að tryggja Real nauðsynlegan sigur. „Hann var með neista, orku. Hann fann engan sársauka og tilfinningin er góð,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real. Markvörðurinn Thibaut Courtois, sem var liðsfélagi Hazards hjá Chelsea, tók í sama streng: „Maður gat séð það að hann er í góðu formi. Hann hefur æft með okkur síðustu 2-3 vikur og litið afskaplega vel út,“ sagði Courtois. Hazard var algjör hetja hjá Chelsea og missti aðeins af 18 leikjum vegna meiðsla allan þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann hefur þegar misst af 45 leikjum hjá Real og líklegt verður að teljast að hann verði á varamannabekknum í kvöld, að minnsta kosti framan af leik. Leikur Real Madrid og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst kl. 18.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn