Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna. Vísir/vilhelm Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju. Það var ljóst að nokkur endurnýjun yrði í oddvitasætum þar sem þeir Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon eru að hætta þingmennsku og Rósa Björk Brynjólfsdóttir er gengin í Samfylkinguna. Þrjú oddvitasæti voru því laus en í gær urðu fjórðu oddvitaskiptin þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir tapaði sínu sæti í Norðvesturkjördæmi til sveitarstjórnarmannsins Bjarna Jónsonar. Fólk utan þingflokksins vermir nú öll efstu sætin þar sem forval hefur farið fram. Óli Halldórsson í Norðausturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins sem hafa sóst eftir fyrsta sæti á lista hafa ekki haft erindi sem erfiði og eiga nú á hættu að missa þingsæti miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Kolbeinn Óttarsson Proppé sem lenti í fjórða sæti í Suðurkjördæmi ætlar þó að reyna aftur við forvalið í Reykjavíkurkjördæmunum í miðjum maí. Þar gefa Katrín Jakobsdótir og Svandís Svavarsdóttir einar kost á sér í fyrsta sæti. Ekki stór málefnalegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, telur það að þingmönnum hafi ítrekað verið hafnað ekki til marks um óánægju með þingflokkinn. „Ég hef ekki orðið vör við þá óánægju og held í raun og veru, ef við reynum að greina þetta út frá málefnum að það sé ekki stór málefnalegur ágreiningur. En ég held vissulega að það sé mikill áhugi á því að taka þátt,“ segir Katrín. Hún telur flokksmenn ekki vera að láta í ljós óánægju með stjórnarsamstarfið, þau sem skipi oddvitasætin hafi ekki talað gegn því. „Ég held að þetta snúist meira bara um að sums staðar hafa ekki verið forvöl lengi og það er stemning fyrir því að láta verulega að sér kveða.“ Bjarni Jónsson, nýr oddviti í Norðvesturkjördæmi, sagðist í samtali við fréttastofu í dag telja góða þátttöku í forvalinu endurspegla mikinn áhuga. Hans áherslur hafi hlotið góðan hljómgrunn. „Ég tengi þetta ekki við það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Ég legg bara það á borðið sem ég stend fyrir og vinn fyrir og ég held að það hafi hlotið góðan hljómgrunn. Þess vegna hafi ég unnið þennan afgerandi sigur í kosningunni. En ég legg áherslu á að Lilja Rafney fékk líka fína kosningu og góðan stuðning,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney sagðist í færslu á Facebook í dag ætla að nýta næstu daga til þess að íhuga framhaldið í pólitíkinni. Hún þakkar góðan stuðning en segist hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar. En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum,“ segir Lilja. Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Það var ljóst að nokkur endurnýjun yrði í oddvitasætum þar sem þeir Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon eru að hætta þingmennsku og Rósa Björk Brynjólfsdóttir er gengin í Samfylkinguna. Þrjú oddvitasæti voru því laus en í gær urðu fjórðu oddvitaskiptin þegar Lilja Rafney Magnúsdóttir tapaði sínu sæti í Norðvesturkjördæmi til sveitarstjórnarmannsins Bjarna Jónsonar. Fólk utan þingflokksins vermir nú öll efstu sætin þar sem forval hefur farið fram. Óli Halldórsson í Norðausturkjördæmi, Hólmfríður Árnadóttir í Suðurkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandssson, umhverfis- og auðlindaráðherra í Suðvesturkjördæmi. Þingmenn flokksins sem hafa sóst eftir fyrsta sæti á lista hafa ekki haft erindi sem erfiði og eiga nú á hættu að missa þingsæti miðað við niðurstöður síðustu kosninga. Kolbeinn Óttarsson Proppé sem lenti í fjórða sæti í Suðurkjördæmi ætlar þó að reyna aftur við forvalið í Reykjavíkurkjördæmunum í miðjum maí. Þar gefa Katrín Jakobsdótir og Svandís Svavarsdóttir einar kost á sér í fyrsta sæti. Ekki stór málefnalegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, telur það að þingmönnum hafi ítrekað verið hafnað ekki til marks um óánægju með þingflokkinn. „Ég hef ekki orðið vör við þá óánægju og held í raun og veru, ef við reynum að greina þetta út frá málefnum að það sé ekki stór málefnalegur ágreiningur. En ég held vissulega að það sé mikill áhugi á því að taka þátt,“ segir Katrín. Hún telur flokksmenn ekki vera að láta í ljós óánægju með stjórnarsamstarfið, þau sem skipi oddvitasætin hafi ekki talað gegn því. „Ég held að þetta snúist meira bara um að sums staðar hafa ekki verið forvöl lengi og það er stemning fyrir því að láta verulega að sér kveða.“ Bjarni Jónsson, nýr oddviti í Norðvesturkjördæmi, sagðist í samtali við fréttastofu í dag telja góða þátttöku í forvalinu endurspegla mikinn áhuga. Hans áherslur hafi hlotið góðan hljómgrunn. „Ég tengi þetta ekki við það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Ég legg bara það á borðið sem ég stend fyrir og vinn fyrir og ég held að það hafi hlotið góðan hljómgrunn. Þess vegna hafi ég unnið þennan afgerandi sigur í kosningunni. En ég legg áherslu á að Lilja Rafney fékk líka fína kosningu og góðan stuðning,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney sagðist í færslu á Facebook í dag ætla að nýta næstu daga til þess að íhuga framhaldið í pólitíkinni. Hún þakkar góðan stuðning en segist hafa átt von á þessari niðurstöðu. „Ég þakka öllu því góða fólki sem studdi mig í Forvali VG um helgina. Ég fékk mikinn stuðning sem dugði þó ekki til þess að leiða lista VG áfram. Ég átti von á uppstokkun þegar félögum fjölgaði um 500 manns síðustu vikurnar. En svona eru leikreglurnar og umhugsunarvert til framtíðar litið hvað er besta fyrirkomulagið í vali á frambjóðendum,“ segir Lilja.
Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira