Strengir framlengja um 10 ár í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 26. apríl 2021 09:19 Hólaflúð í Jöklu en þetta hefur verið einn besti staðurinn í ánni Jökla er ein af þeim veiðiám landsins sem nýtur sífellt meiri vinsælda og veiðin í ánni er að aukast með hverju árinu. Veiðiþjónustan Strengir hefur verið með Jöklu frá því að skipulögð stangveiði hófst í ánni og hefur uppibyggingarstarf þar verið í höndum þeirra undir forystu Þrastar Elliðasonar. Búið er að gera frábæra aðstöðu fyrir veiðimenn í veiðihúsum sem voru byggð fyrir nokkrum árum og veiðin í ánni sem og hliðarám verið vaxandi, þó mest í Jöklu. Þann 24. apríl var gengið frá framlengingu á samningi milli Strengja og Veiðifélags Jökulsár á Dal (Jöklu) til ársins 2031 eða í 10 ár! Samstarfið hefur verið gott og nú er Jöklusvæðið orðið eitt besta laxveiðisvæði landsins eftir áralanga uppbyggingu og laxastofn árinnar er í mikilli sókn. Má nefna að ráðist verður í stækkun og endurbætur á Veiðihúsinu Hálsakoti og einnig verða seiðasleppingar stórauknar í hliðarám Jöklu til að tryggja betur veiði þar allt sumarið. Aðsókn í Jöklu hefur verið með besta móti og svo komið að þeir sem ætla að tryggja sér daga þar í sumar þurfa líklega að hafa hraðar hendur því eftirspurn eftir leyfum er mikil. Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði
Veiðiþjónustan Strengir hefur verið með Jöklu frá því að skipulögð stangveiði hófst í ánni og hefur uppibyggingarstarf þar verið í höndum þeirra undir forystu Þrastar Elliðasonar. Búið er að gera frábæra aðstöðu fyrir veiðimenn í veiðihúsum sem voru byggð fyrir nokkrum árum og veiðin í ánni sem og hliðarám verið vaxandi, þó mest í Jöklu. Þann 24. apríl var gengið frá framlengingu á samningi milli Strengja og Veiðifélags Jökulsár á Dal (Jöklu) til ársins 2031 eða í 10 ár! Samstarfið hefur verið gott og nú er Jöklusvæðið orðið eitt besta laxveiðisvæði landsins eftir áralanga uppbyggingu og laxastofn árinnar er í mikilli sókn. Má nefna að ráðist verður í stækkun og endurbætur á Veiðihúsinu Hálsakoti og einnig verða seiðasleppingar stórauknar í hliðarám Jöklu til að tryggja betur veiði þar allt sumarið. Aðsókn í Jöklu hefur verið með besta móti og svo komið að þeir sem ætla að tryggja sér daga þar í sumar þurfa líklega að hafa hraðar hendur því eftirspurn eftir leyfum er mikil.
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði