Halla segir orðræðu Þorsteins um verkalýðshreyfinguna „ljótt áróðursbragð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 12:56 Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sakar verkalýðshreyfinguna um að afneita staðreyndum um áhrif launahækkana á efnahagsþróun og samkeppnishæfni. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir Þorstein beita ljótum áróðursbrögðum. Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn lagði áherslu á að launahækkanir umfram framleiðni hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Leiði til verðbólgu „Þetta er ekki bara mín skoðun, þetta er bara vinnumarkaðshagfræði í grunninn og hefur ítrekað verið bent á í skýrslum til okkar, bæði frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabankinn hefur verið að benda á þetta,“ nefnir Þorsteinn sem dæmi. Sjálfur hafi hann einnig rannsakað samhengi launahækkana og verðbólgu og gengisþróunar. „Þetta ber allt af sama brunni, launahækkanir umfram framleiðniaukningu á hverju ári eru verðbólga og spurningin er þá hvernig stendur á því að við erum hér með að meðaltali tvisvar sinnum hærri launahækkanir á ári á þessu þrjátíu ára tímabili samanborið við Norðurlöndin, tvisvar sinnum hærri verðbólgu og gengi sem hefur helmingast,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur algjörlega þróast í raun og veru í takt við þessa vinnumarkaðshagfræði. En við sitjum alltaf uppi með þá furðulegu stöðu að mér finnst að verkalýðsforystan neitar því, sem að ég myndi kalla, staðreyndum. Þessum þáttum sem að ítrekað er verið að benda okkur á af sérfræðingum úr öllum áttum,“ bætti Þorsteinn við. Hagfræðin ekki raunvísindi Halla vísaði ásökunum Þorsteins á bug. Orðræða hans rými við það sem hann hafi áður sagt á þeim nótum þar sem vinnumarkaðshagfræði sé líkt saman við raunvísindi og eðlisfræðikenningar. „Þetta gerði hann líka síðasta haust þegar hann kom fram með verðbólguspá sína sem að yrði ef að lífskjarasamningarnir myndu halda, þá vitnaði hann líka í sólmiðjukenninguna í Kastljósi og sagði „hún snýst nú samt“ eins og Galíleó sjálfur. Þarna er hann náttúrlega að ala á gamalli bábilju um að hagfræði sé einhvers konar raunvísindi, lúti sömu lögmálum og eðlisfræði hreinlega. Og það er rangt. Þetta er bara ljótt áróðursbragð að mínu mati,“ segir Halla. Tengslin á milli launa og verðbólgu séu flóknari en Þorsteinn vilji meina og segir Halla að frjó umræða um það eigi sér stað á alþjóðavettvangi. „Það er deilt mikið um það hver þessi tengsl eru. Það sem er samhljómur um er að verðbólga er flókið fyrirbæri,“ sagði Halla. Viðtaliðvið Höllu og Þorstein á Sprengisandi í heild sinni máheyra í spilaranum hér aðofan. Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn lagði áherslu á að launahækkanir umfram framleiðni hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Leiði til verðbólgu „Þetta er ekki bara mín skoðun, þetta er bara vinnumarkaðshagfræði í grunninn og hefur ítrekað verið bent á í skýrslum til okkar, bæði frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabankinn hefur verið að benda á þetta,“ nefnir Þorsteinn sem dæmi. Sjálfur hafi hann einnig rannsakað samhengi launahækkana og verðbólgu og gengisþróunar. „Þetta ber allt af sama brunni, launahækkanir umfram framleiðniaukningu á hverju ári eru verðbólga og spurningin er þá hvernig stendur á því að við erum hér með að meðaltali tvisvar sinnum hærri launahækkanir á ári á þessu þrjátíu ára tímabili samanborið við Norðurlöndin, tvisvar sinnum hærri verðbólgu og gengi sem hefur helmingast,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur algjörlega þróast í raun og veru í takt við þessa vinnumarkaðshagfræði. En við sitjum alltaf uppi með þá furðulegu stöðu að mér finnst að verkalýðsforystan neitar því, sem að ég myndi kalla, staðreyndum. Þessum þáttum sem að ítrekað er verið að benda okkur á af sérfræðingum úr öllum áttum,“ bætti Þorsteinn við. Hagfræðin ekki raunvísindi Halla vísaði ásökunum Þorsteins á bug. Orðræða hans rými við það sem hann hafi áður sagt á þeim nótum þar sem vinnumarkaðshagfræði sé líkt saman við raunvísindi og eðlisfræðikenningar. „Þetta gerði hann líka síðasta haust þegar hann kom fram með verðbólguspá sína sem að yrði ef að lífskjarasamningarnir myndu halda, þá vitnaði hann líka í sólmiðjukenninguna í Kastljósi og sagði „hún snýst nú samt“ eins og Galíleó sjálfur. Þarna er hann náttúrlega að ala á gamalli bábilju um að hagfræði sé einhvers konar raunvísindi, lúti sömu lögmálum og eðlisfræði hreinlega. Og það er rangt. Þetta er bara ljótt áróðursbragð að mínu mati,“ segir Halla. Tengslin á milli launa og verðbólgu séu flóknari en Þorsteinn vilji meina og segir Halla að frjó umræða um það eigi sér stað á alþjóðavettvangi. „Það er deilt mikið um það hver þessi tengsl eru. Það sem er samhljómur um er að verðbólga er flókið fyrirbæri,“ sagði Halla. Viðtaliðvið Höllu og Þorstein á Sprengisandi í heild sinni máheyra í spilaranum hér aðofan.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira