Ekki ástæða til að herða aðgerðir innanlands Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2021 12:03 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er tilbúinn að smíða minnisblað ef hann telur tilefni til. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir smitrakningu ganga vel og að þrjár hópsýkingar sem komu upp í síðustu viku virðist afmarkaðar. Næstu dagar muni skera úr um hvort tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessari stundu tel ég ekki ástæðu til að leggja fram tillögu um hertari aðgerðir innanlands en tilbúinn, eins og áður hefur komið fram, að leggja fram tillgögur ef ástand fer eitthvað versnandi,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins. Einnig að áætlanir ríkisstjórnarinnar um að aflétta öllum samkomutakmörkunum 1. júní séu skynsamlegar. „En þróun faraldursins og bólusetninga á næstu vikum og mánuðum munu skera úr um hvort þær munu ganga upp.“ Tólf greindust með kórónuveiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. Líklegt er að bæði smitin utan sóttkvíar tengist fyrri hópsmitum. Nú eru 120 manns í einangrun með veiruna, þrír á spítala og einn á gjörgæslu, þó ekki lengur í öndunarvél. Ríflega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær auk 1100 sýna í slembiskimun Íslenskrar erfðagreiningar síðustu tvo sólarhringa. Enginn hefur greinst í þeirri skimun. Almannavarnir og sóttvarnalæknir beindu þeim tillögum til landsmanna á mánudag að forðast mannmarga staði, halda mannamótum í lágmarki og ekki ferðast á milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til. „Næstu dagar munu skera úr um hvort við erum að fá umfangsmeira hópsmit eða jafnvel útbreitt samfélagslegt smit. Því er mikilvægt að fara mjög varlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44 Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Á þessari stundu tel ég ekki ástæðu til að leggja fram tillögu um hertari aðgerðir innanlands en tilbúinn, eins og áður hefur komið fram, að leggja fram tillgögur ef ástand fer eitthvað versnandi,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins. Einnig að áætlanir ríkisstjórnarinnar um að aflétta öllum samkomutakmörkunum 1. júní séu skynsamlegar. „En þróun faraldursins og bólusetninga á næstu vikum og mánuðum munu skera úr um hvort þær munu ganga upp.“ Tólf greindust með kórónuveiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. Líklegt er að bæði smitin utan sóttkvíar tengist fyrri hópsmitum. Nú eru 120 manns í einangrun með veiruna, þrír á spítala og einn á gjörgæslu, þó ekki lengur í öndunarvél. Ríflega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær auk 1100 sýna í slembiskimun Íslenskrar erfðagreiningar síðustu tvo sólarhringa. Enginn hefur greinst í þeirri skimun. Almannavarnir og sóttvarnalæknir beindu þeim tillögum til landsmanna á mánudag að forðast mannmarga staði, halda mannamótum í lágmarki og ekki ferðast á milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til. „Næstu dagar munu skera úr um hvort við erum að fá umfangsmeira hópsmit eða jafnvel útbreitt samfélagslegt smit. Því er mikilvægt að fara mjög varlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44 Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03
Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44
Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37