Fréttaskýring: Ofurdeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2021 12:20 Florentino Perez, forseti Real Madrid, er formaður ofurdeildar Evrópu. EPA-EFE/Emilio Naranjo Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur. Ofurdeild Evrópu er hugmynd sem hefur lengi verið í umræðunni en aldrei var talið líklegt að hún myndi verða að veruleika. Aðallega þar sem Meistaradeild Evrópu hefur þjónað sama tilgangi undanfarin ár. Fyrirkomulag deildarinnar Um er að ræða 20 liða deild þar sem 15 lið eiga fast sæti. Í gærkvöldi birtu tólf lið yfirlýsingu þess efnis að þau væru stofnmeðlimir í Ofurdeild Evrópu. Þau eru Manchester City, Manchester United, Arsenal, Chelsea, Tottenham Hotspur og Liverpool frá Englandi. Inter Milan, AC Milan og Juventus frá Ítalíu ásamt Atlético Madrid, Real Madrid og Barcelona frá Spáni. Ofurdeild Evrópu á að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu. Liðin myndu ekki taka þátt í keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Liðin tólf vilja hins vegar halda sæti sínu í deildarkeppnum heima fyrir sem og bikarkeppnum. Ásamt liðunum 15 sem ættu fast sæti væru fimm sem gætu unnið sér inn þátttökurétt ár hvert. Ekki hefur verið farið nánar út í hvernig þau fimm lið yrðu valin. Þá hafa aðeins tólf lið verið nefnd til sögunnar til þessa og óvíst er hvaða þrjú lið til viðbótar myndu eiga fast sæti í deildinni. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa eigendur Real Madrid, Manchester United, Liverpool og Arsenal verið aðal drifkrafturinn á bakvið stofnun deildarinnar. #SuperLeague official statement Chairman: Florentino Perez (Real Madrid)Vice-chairman: Andrea Agnelli (Juventus)Vice-chairman: Joel Glazer (Man United)Also: Andrea Agnelli is set to resign as president of ECA.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 18, 2021 „Eniga meniga, ég á enga peninga“ Félögin tólf sem koma að stofnun deildarinnar eru skuldug upp fyrir haus. Tekjur þeirra hafa minnkað verulega vegna Covid-19 og nú leita þau að leiðum til að aukja tekur sínar á nýjan leik. Ofurdeildin spilar þar stóran þátt. Samkvæmt hinum ýmsu heimildum verður 3,5 milljörðum evra deilt milli liðanna fimmtán sem eiga fast sæti í deildinni. Hvernig nákvæmlega sú skipting verður hefur hvergi komið fram en talað er um að sex lið fái 350 milljónir punda í sinn vasa. Einnig segir í yfirlýsingu félaganna að þau muni gefa 10 milljarða evra til baka í Evrópska knattspyrnu á næstu 23 árum. Ekki kemur fram hvaðan þeir peningar ættu að koma. Skipulag: Leikið í miðri viku Leikið yrði í tveimur tíu liða riðlum. Leikið er heima og að heiman, alls 18 leikir á lið. Eftir það fara þrjú efstu liðin beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 4. og 5. sæti myndu fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Leikirnir færu fram í miðri viku til að þeir myndu ekki trufla deildarkeppnina heima fyrir. Talað er um að halda „úrslitavikur“ í lok hvers tímabils þar sem 8-liða, undanúrslit og úrslitaleikurinn sjálfur eiga væntanlega að fara fram. Það yrði þó einnig leikið heima og að heiman, úrslitaleikurinn færi svo fram á hlutlausum velli. Liverpool fans have made their feelings clear at Anfield regarding the European Super League— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 Hvenær myndi deildin fara af stað? Það er einn af mörgum hlutum sem er enn á reiki. Félögin tólf hafa gefið út að þau myndu vilja byrja deildina „sem fyrst.“ Það vantar hins vegar enn átta lið til að það sé möguleiki. Þá er búið að selja réttinn á Meistaradeild Evrópu til ársins 2024 en þá ætlaði UEFA að breyta fyrirkomulagi keppninnar. Breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar svipar mjög til hugmyndar ofurdeildarinnar er varðar tvo riðla og fleiri leiki. Hins vegar þyrftu lið enn að vinna sér inn þátttökurétt. Fari svo að liðin segi sig úr Meistaradeildinni áður en núverandi samningur rennur úr gildi er ljóst að ýmsir sjónvarprétthafar víðsvegar um heim allan munu fara í mál við þau þar sem varan lækkar í verðgildi við brotthvarf þeirra. Hvað með liðin sem léku til úrslita í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð? Hin þrjú liðin sem áttu að vera með fast sæti í deildinni voru Evrópumeistarar Bayern Munchen, Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Borussia Dortmund. Ekkert af liðunum þremur ætlar að taka þátt í deildinni. Þá hefur RB Leipzig einnig gefið það út að félagið hafi engan áhuga á að taka þátt í deild sem þessari. After Borussia Dortmund statement, also RB Leipzig sources confirmed that they ve no intention to join #SuperLeague in the next weeks, as SkyDE confirmed. BVB CEO Watzke also stated that FC Bayern and B. Dortmund have 100% compatible views , both against the #SuperLeague.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021 Talið var að PSG yrði meðal þeirra liða sem myndu vera hlynnt stofnun ofurdeildar en svo er aldeilis ekki. „Fótbolti getur ekki bara verið þá forríku,“ ku háttsettur aðili innan raða feálgsins hafa sagt. Þá er Nasser al-Khelaifi, forseti PSG, er hluti af stjórn UEFA sem og ECA [Samband knattspyrnusambanda í Evrópu]. Einnig hefur hann hagsmuna að gæta sem einn af stjórnendum beIN Media Group en það á réttinn á Meistaradeild Evrópu í Katar. Hvað með konurnar? Í annars þunnri yfirlýsingu um stofnun deildarinnar segir að sambærileg kvennadeild verði stofnuð „eftir að karladeildin sé komin á laggirnar.“ Það virðist því ekki mikið hafa verið pælt í stofnun samhliða deildar kvenna megin. Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon síðasta sumar. Liðið yrði ekki hluti af ofurdeildinni ef kvennadeildin myndi endurspegla karladeildina.VÍSIR/GETTY Ef sömu lið fá aðgang kvenna megin þýðir það að B-deildarlið Liverpool yrði með fast sæti í ofurdeild Evrópu á meðan Lyon – Evrópumeistarar til síðustu fimm ára – væru það ekki. Hvað segja UEFA, FIFA og knattspyrnusambönd landanna? Þau eru vægast sagt ósátt. Ýmsar sviðsmyndir eru á lofti og hafa öll samböndin fordæmt stofnun ofurdeildar Evrópu. Mögulega verður liðunum neitað um þátttökurétt í deildarkeppnum heima fyrir. Þá gætu UEFA og FIFA bannað leikmönnum að taka þátt í mótum á sínum vegum, EM og HM til að mynda. Fari svo að UEFA semji ekki við félögin og gefi stærstu liðum álfunnar enn á ný stærri bita af kökunni mun málið fara fyrir dómstóla. Hvernig þeir dæma í málinu verður svo bara að koma í ljós. Fótbolti Ofurdeildin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hóta enn á ný að stofna ofurdeild sem kæmi í stað Meistaradeildar Evrópu Aðeins degi áður en knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlaði að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu bárust fregnir þess efnis að mörg stærstu lið álfunnar vilji stofna sína eigin deild. 18. apríl 2021 15:06 Verður meinaður aðgangur að deildarkeppnum ef þau taka þátt í ofurdeild Evrópu Knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar standa saman gegn stofnun ofurdeildar Evrópu. Þau lið sem ætli sér að taka þátt í slíkri deild fá ekki keppnisleyfi í heimalöndum sínum. 18. apríl 2021 15:45 Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. 18. apríl 2021 23:04 Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. 19. apríl 2021 07:00 Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. 19. apríl 2021 07:31 Klopp fyrir tveimur árum: „Ég vona að ofurdeildin verði aldrei að veruleika“ Í tilefni stofnunnar ofurdeildar Evrópu hafa ummæli Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, um slíka deild frá 2019 verið rifjuð upp. 19. apríl 2021 08:00 Fær Gylfi óvænt tækifæri í Meistaradeildinni vegna stofnunar ofurdeildarinnar? Ef ensku félögunum sem eru stofnmeðlimir nýju ofurdeildarinnar verður sparkað út úr Meistaradeildinni gætu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengið tækifæri í keppninni á næsta tímabili. 19. apríl 2021 10:30 Liðin á bakvið ofurdeildina skuldug upp fyrir haus Í gærkvöld birtu tólf knattspyrnufélög drög að stofnun svokallaðrar ofurdeildar Evrópu. Þótt ástæðan sé sögð vera jákvæð fyrir framþróun fótboltans í heild sinni er ljóst að liðin munu hagnast gríðarlega. 19. apríl 2021 11:01 „Get ekki staðið hljóður hjá þegar hinir ríku ræna leiknum frá fólkinu“ Ander Herrera, leikmaður Paris Saint-Germain, lagði orð í belg á Twitter í dag um ofurdeildina svokölluðu. Hann segist ekki geta þagað þegar hinir ríku séu að ræna fótboltanum af almenningi. 19. apríl 2021 11:30 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Ofurdeild Evrópu er hugmynd sem hefur lengi verið í umræðunni en aldrei var talið líklegt að hún myndi verða að veruleika. Aðallega þar sem Meistaradeild Evrópu hefur þjónað sama tilgangi undanfarin ár. Fyrirkomulag deildarinnar Um er að ræða 20 liða deild þar sem 15 lið eiga fast sæti. Í gærkvöldi birtu tólf lið yfirlýsingu þess efnis að þau væru stofnmeðlimir í Ofurdeild Evrópu. Þau eru Manchester City, Manchester United, Arsenal, Chelsea, Tottenham Hotspur og Liverpool frá Englandi. Inter Milan, AC Milan og Juventus frá Ítalíu ásamt Atlético Madrid, Real Madrid og Barcelona frá Spáni. Ofurdeild Evrópu á að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu. Liðin myndu ekki taka þátt í keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Liðin tólf vilja hins vegar halda sæti sínu í deildarkeppnum heima fyrir sem og bikarkeppnum. Ásamt liðunum 15 sem ættu fast sæti væru fimm sem gætu unnið sér inn þátttökurétt ár hvert. Ekki hefur verið farið nánar út í hvernig þau fimm lið yrðu valin. Þá hafa aðeins tólf lið verið nefnd til sögunnar til þessa og óvíst er hvaða þrjú lið til viðbótar myndu eiga fast sæti í deildinni. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa eigendur Real Madrid, Manchester United, Liverpool og Arsenal verið aðal drifkrafturinn á bakvið stofnun deildarinnar. #SuperLeague official statement Chairman: Florentino Perez (Real Madrid)Vice-chairman: Andrea Agnelli (Juventus)Vice-chairman: Joel Glazer (Man United)Also: Andrea Agnelli is set to resign as president of ECA.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 18, 2021 „Eniga meniga, ég á enga peninga“ Félögin tólf sem koma að stofnun deildarinnar eru skuldug upp fyrir haus. Tekjur þeirra hafa minnkað verulega vegna Covid-19 og nú leita þau að leiðum til að aukja tekur sínar á nýjan leik. Ofurdeildin spilar þar stóran þátt. Samkvæmt hinum ýmsu heimildum verður 3,5 milljörðum evra deilt milli liðanna fimmtán sem eiga fast sæti í deildinni. Hvernig nákvæmlega sú skipting verður hefur hvergi komið fram en talað er um að sex lið fái 350 milljónir punda í sinn vasa. Einnig segir í yfirlýsingu félaganna að þau muni gefa 10 milljarða evra til baka í Evrópska knattspyrnu á næstu 23 árum. Ekki kemur fram hvaðan þeir peningar ættu að koma. Skipulag: Leikið í miðri viku Leikið yrði í tveimur tíu liða riðlum. Leikið er heima og að heiman, alls 18 leikir á lið. Eftir það fara þrjú efstu liðin beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 4. og 5. sæti myndu fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Leikirnir færu fram í miðri viku til að þeir myndu ekki trufla deildarkeppnina heima fyrir. Talað er um að halda „úrslitavikur“ í lok hvers tímabils þar sem 8-liða, undanúrslit og úrslitaleikurinn sjálfur eiga væntanlega að fara fram. Það yrði þó einnig leikið heima og að heiman, úrslitaleikurinn færi svo fram á hlutlausum velli. Liverpool fans have made their feelings clear at Anfield regarding the European Super League— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 Hvenær myndi deildin fara af stað? Það er einn af mörgum hlutum sem er enn á reiki. Félögin tólf hafa gefið út að þau myndu vilja byrja deildina „sem fyrst.“ Það vantar hins vegar enn átta lið til að það sé möguleiki. Þá er búið að selja réttinn á Meistaradeild Evrópu til ársins 2024 en þá ætlaði UEFA að breyta fyrirkomulagi keppninnar. Breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar svipar mjög til hugmyndar ofurdeildarinnar er varðar tvo riðla og fleiri leiki. Hins vegar þyrftu lið enn að vinna sér inn þátttökurétt. Fari svo að liðin segi sig úr Meistaradeildinni áður en núverandi samningur rennur úr gildi er ljóst að ýmsir sjónvarprétthafar víðsvegar um heim allan munu fara í mál við þau þar sem varan lækkar í verðgildi við brotthvarf þeirra. Hvað með liðin sem léku til úrslita í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð? Hin þrjú liðin sem áttu að vera með fast sæti í deildinni voru Evrópumeistarar Bayern Munchen, Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Borussia Dortmund. Ekkert af liðunum þremur ætlar að taka þátt í deildinni. Þá hefur RB Leipzig einnig gefið það út að félagið hafi engan áhuga á að taka þátt í deild sem þessari. After Borussia Dortmund statement, also RB Leipzig sources confirmed that they ve no intention to join #SuperLeague in the next weeks, as SkyDE confirmed. BVB CEO Watzke also stated that FC Bayern and B. Dortmund have 100% compatible views , both against the #SuperLeague.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021 Talið var að PSG yrði meðal þeirra liða sem myndu vera hlynnt stofnun ofurdeildar en svo er aldeilis ekki. „Fótbolti getur ekki bara verið þá forríku,“ ku háttsettur aðili innan raða feálgsins hafa sagt. Þá er Nasser al-Khelaifi, forseti PSG, er hluti af stjórn UEFA sem og ECA [Samband knattspyrnusambanda í Evrópu]. Einnig hefur hann hagsmuna að gæta sem einn af stjórnendum beIN Media Group en það á réttinn á Meistaradeild Evrópu í Katar. Hvað með konurnar? Í annars þunnri yfirlýsingu um stofnun deildarinnar segir að sambærileg kvennadeild verði stofnuð „eftir að karladeildin sé komin á laggirnar.“ Það virðist því ekki mikið hafa verið pælt í stofnun samhliða deildar kvenna megin. Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon síðasta sumar. Liðið yrði ekki hluti af ofurdeildinni ef kvennadeildin myndi endurspegla karladeildina.VÍSIR/GETTY Ef sömu lið fá aðgang kvenna megin þýðir það að B-deildarlið Liverpool yrði með fast sæti í ofurdeild Evrópu á meðan Lyon – Evrópumeistarar til síðustu fimm ára – væru það ekki. Hvað segja UEFA, FIFA og knattspyrnusambönd landanna? Þau eru vægast sagt ósátt. Ýmsar sviðsmyndir eru á lofti og hafa öll samböndin fordæmt stofnun ofurdeildar Evrópu. Mögulega verður liðunum neitað um þátttökurétt í deildarkeppnum heima fyrir. Þá gætu UEFA og FIFA bannað leikmönnum að taka þátt í mótum á sínum vegum, EM og HM til að mynda. Fari svo að UEFA semji ekki við félögin og gefi stærstu liðum álfunnar enn á ný stærri bita af kökunni mun málið fara fyrir dómstóla. Hvernig þeir dæma í málinu verður svo bara að koma í ljós.
Fótbolti Ofurdeildin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hóta enn á ný að stofna ofurdeild sem kæmi í stað Meistaradeildar Evrópu Aðeins degi áður en knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlaði að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu bárust fregnir þess efnis að mörg stærstu lið álfunnar vilji stofna sína eigin deild. 18. apríl 2021 15:06 Verður meinaður aðgangur að deildarkeppnum ef þau taka þátt í ofurdeild Evrópu Knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar standa saman gegn stofnun ofurdeildar Evrópu. Þau lið sem ætli sér að taka þátt í slíkri deild fá ekki keppnisleyfi í heimalöndum sínum. 18. apríl 2021 15:45 Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. 18. apríl 2021 23:04 Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. 19. apríl 2021 07:00 Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. 19. apríl 2021 07:31 Klopp fyrir tveimur árum: „Ég vona að ofurdeildin verði aldrei að veruleika“ Í tilefni stofnunnar ofurdeildar Evrópu hafa ummæli Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, um slíka deild frá 2019 verið rifjuð upp. 19. apríl 2021 08:00 Fær Gylfi óvænt tækifæri í Meistaradeildinni vegna stofnunar ofurdeildarinnar? Ef ensku félögunum sem eru stofnmeðlimir nýju ofurdeildarinnar verður sparkað út úr Meistaradeildinni gætu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengið tækifæri í keppninni á næsta tímabili. 19. apríl 2021 10:30 Liðin á bakvið ofurdeildina skuldug upp fyrir haus Í gærkvöld birtu tólf knattspyrnufélög drög að stofnun svokallaðrar ofurdeildar Evrópu. Þótt ástæðan sé sögð vera jákvæð fyrir framþróun fótboltans í heild sinni er ljóst að liðin munu hagnast gríðarlega. 19. apríl 2021 11:01 „Get ekki staðið hljóður hjá þegar hinir ríku ræna leiknum frá fólkinu“ Ander Herrera, leikmaður Paris Saint-Germain, lagði orð í belg á Twitter í dag um ofurdeildina svokölluðu. Hann segist ekki geta þagað þegar hinir ríku séu að ræna fótboltanum af almenningi. 19. apríl 2021 11:30 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Hóta enn á ný að stofna ofurdeild sem kæmi í stað Meistaradeildar Evrópu Aðeins degi áður en knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ætlaði að tilkynna breytingar á Meistaradeild Evrópu bárust fregnir þess efnis að mörg stærstu lið álfunnar vilji stofna sína eigin deild. 18. apríl 2021 15:06
Verður meinaður aðgangur að deildarkeppnum ef þau taka þátt í ofurdeild Evrópu Knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar standa saman gegn stofnun ofurdeildar Evrópu. Þau lið sem ætli sér að taka þátt í slíkri deild fá ekki keppnisleyfi í heimalöndum sínum. 18. apríl 2021 15:45
Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. 18. apríl 2021 23:04
Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. 19. apríl 2021 07:00
Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. 19. apríl 2021 07:31
Klopp fyrir tveimur árum: „Ég vona að ofurdeildin verði aldrei að veruleika“ Í tilefni stofnunnar ofurdeildar Evrópu hafa ummæli Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, um slíka deild frá 2019 verið rifjuð upp. 19. apríl 2021 08:00
Fær Gylfi óvænt tækifæri í Meistaradeildinni vegna stofnunar ofurdeildarinnar? Ef ensku félögunum sem eru stofnmeðlimir nýju ofurdeildarinnar verður sparkað út úr Meistaradeildinni gætu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengið tækifæri í keppninni á næsta tímabili. 19. apríl 2021 10:30
Liðin á bakvið ofurdeildina skuldug upp fyrir haus Í gærkvöld birtu tólf knattspyrnufélög drög að stofnun svokallaðrar ofurdeildar Evrópu. Þótt ástæðan sé sögð vera jákvæð fyrir framþróun fótboltans í heild sinni er ljóst að liðin munu hagnast gríðarlega. 19. apríl 2021 11:01
„Get ekki staðið hljóður hjá þegar hinir ríku ræna leiknum frá fólkinu“ Ander Herrera, leikmaður Paris Saint-Germain, lagði orð í belg á Twitter í dag um ofurdeildina svokölluðu. Hann segist ekki geta þagað þegar hinir ríku séu að ræna fótboltanum af almenningi. 19. apríl 2021 11:30