Flottir fiskar úr Eldvatni í Meðallandi Karl Lúðvíksson skrifar 19. apríl 2021 08:37 Robert Novak með flottan sjóbirting úr Eldvatni Nú stendur sjóbirtingstímabilið yfir og það eru að berast fréttir víða af góðum aflabrögðum og nú síðast úr Eldavatni í Meðallandi. Eldvatn hefur verið að vaxa sem eitt af bestu sjóbirtingssvæðum landins og það er bara einu að þakka. Veiðimenn hafa verið að sleppa meira af fiski og þar af leiðandi fær sjóbirtingurinn tækifæri til að vaxa og það sést vel þegar gamlar veiðibækur eru skoðaðar. Það eru sífellt að veiðast stærri fiskar og meðalþyngdin hefur tekið gott skref upp á við. Einn af betri urriðaveiðimönnum landins, Robert Novak, var við veiðar í Eldvatni um helgina og gerði feyknagóða veiði. Hann landaði nokkrum mjög fallegum sjóbirtingum en stærðirnar voru 65 sm og alveg upp 92 sm tröll. Sjóbirtingstímabilið stendur venjulega fram í miðjan maí, stundum lengur, það fer aðeins eftir því hvernig veðurfarið er en á köldum vorum getur birtingurinn hangið í ánum alveg fram í júní svo það er nóg eftir ef vorið heldur áfram að vera kalt eins og það hefur verið. Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Veiðibúðir á Grænlandi opna í júlí Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Eldvatn hefur verið að vaxa sem eitt af bestu sjóbirtingssvæðum landins og það er bara einu að þakka. Veiðimenn hafa verið að sleppa meira af fiski og þar af leiðandi fær sjóbirtingurinn tækifæri til að vaxa og það sést vel þegar gamlar veiðibækur eru skoðaðar. Það eru sífellt að veiðast stærri fiskar og meðalþyngdin hefur tekið gott skref upp á við. Einn af betri urriðaveiðimönnum landins, Robert Novak, var við veiðar í Eldvatni um helgina og gerði feyknagóða veiði. Hann landaði nokkrum mjög fallegum sjóbirtingum en stærðirnar voru 65 sm og alveg upp 92 sm tröll. Sjóbirtingstímabilið stendur venjulega fram í miðjan maí, stundum lengur, það fer aðeins eftir því hvernig veðurfarið er en á köldum vorum getur birtingurinn hangið í ánum alveg fram í júní svo það er nóg eftir ef vorið heldur áfram að vera kalt eins og það hefur verið.
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Veiðibúðir á Grænlandi opna í júlí Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði