Í „hálfgerðri spennutreyju“ vegna styttingar vinnuvikunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 21:00 Framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu segir að sjaldan hafi verið uppi alvarlegri staða á hjúkrunarheimilum landsins og nú. Launahækkanir frá því í fyrra og launakostnaður vegna styttingar vinnuvikunnar, sem kemur til framkvæmda 1. maí, gætu keyrt hjúkrunarheimili hratt í þrot. Engin svör fáist frá stjórnvöldum um hvernig standa eigi straum af þessum kostnaði. Tíminn sé þegar útrunninn. Sum hjúkrunarheimili hafi þegar þurft að grípa til uppsagna og önnur þurfi mögulega að gera það. „Ég sé ekki alveg hvernig við eigum að gera þetta, við erum í hálfgerðri spennutreyju með þetta því ef það er undirmannað kemur það niður á heilsu starfsfólks og auknum veikindastundum til dæmis og getur líka stefnt öryggi íbúa í hættu, þannig að við erum kolfallin á tíma með þetta,“ segir Halla Thoroddsen, framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu. „Það er mjög áríðandi að þessar leiðréttingar gerist hratt. Við erum kolfallin á tíma, þetta er að fara að dembast yfir okkur frá og með 1. maí, þessi nýju vaktaplön og skipulag og stytting vinnuvikunnar hjá okkar fólki og við erum bara runnin út á tíma með þetta.“ Hvenær þurfið þið í síðasta lagi að fá þetta á hreint? „Í gær. Eða í janúar, þið vitið. Við þurfum að gefa út vaktaplön nokkrar vikur fyrir tímann. Þannig að við erum föst núna í maí, júní, júlí með þessi vaktaplön þannig að við getum lent í miklu tjóni.“ Eldri borgarar Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Kerfisbreyting – betri vinnutími Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. 25. mars 2021 14:59 „Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Launahækkanir frá því í fyrra og launakostnaður vegna styttingar vinnuvikunnar, sem kemur til framkvæmda 1. maí, gætu keyrt hjúkrunarheimili hratt í þrot. Engin svör fáist frá stjórnvöldum um hvernig standa eigi straum af þessum kostnaði. Tíminn sé þegar útrunninn. Sum hjúkrunarheimili hafi þegar þurft að grípa til uppsagna og önnur þurfi mögulega að gera það. „Ég sé ekki alveg hvernig við eigum að gera þetta, við erum í hálfgerðri spennutreyju með þetta því ef það er undirmannað kemur það niður á heilsu starfsfólks og auknum veikindastundum til dæmis og getur líka stefnt öryggi íbúa í hættu, þannig að við erum kolfallin á tíma með þetta,“ segir Halla Thoroddsen, framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu. „Það er mjög áríðandi að þessar leiðréttingar gerist hratt. Við erum kolfallin á tíma, þetta er að fara að dembast yfir okkur frá og með 1. maí, þessi nýju vaktaplön og skipulag og stytting vinnuvikunnar hjá okkar fólki og við erum bara runnin út á tíma með þetta.“ Hvenær þurfið þið í síðasta lagi að fá þetta á hreint? „Í gær. Eða í janúar, þið vitið. Við þurfum að gefa út vaktaplön nokkrar vikur fyrir tímann. Þannig að við erum föst núna í maí, júní, júlí með þessi vaktaplön þannig að við getum lent í miklu tjóni.“
Eldri borgarar Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Kerfisbreyting – betri vinnutími Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. 25. mars 2021 14:59 „Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04
Kerfisbreyting – betri vinnutími Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. 25. mars 2021 14:59
„Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02