Handbolti

Ómar Ingi hafði betur í Íslendingaslagnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi skoraði fimm mörk í dag.
Ómar Ingi skoraði fimm mörk í dag. Uwe Anspach/Getty

Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg tóku á móti lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi skoraði fimm mörk og hjálpaði liði sínu að vinna fjögurra marka sigur, 31-27. Arnar Freyr Arnarsson er í liði Melsungen, en hann komst ekki á blað í dag.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en mestur var munurinn þrjú mörk þegar Magdeburg komust í 11-8. Ómar Ingi, sem hefur verið sjóðandi heitur í seinustu leikjum, náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik. Hann klikkaði til að mynda á tveim vítum í hálfleiknum og komst ekki á blað.

Staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var 15-13, magdeburg í bvil. Í seinni hálfleik náði Ómar sér aðeins á strik og endaði leikinn með fimm mörk, ásamt því að búa til nokkur góð mörk fyrir liðsfélaga sína.

Heimamenn létu forystuna aldrei af hendi og lönduðu að lokum góðum fjögurra marka sigri.

Magdeburg er þá í fjórða sæti deildarinnar með 36 stig eftir 24 leiki. Melsungen er enn í því níunda með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×