„Ef ég vissi hver hálfvitinn væri þá myndi ég kæra“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 17:33 Páll Óskar Hjálmtýsson ítrekar að skömmin sé aldrei hjá þeim sem deilir myndum, heldur hjá þeim sem brjóta trúnaðinn. Páll Óskar Hjálmtýsson „Skömmin var aldrei hjá mér. Skömmin er aldrei hjá þeim sem treystir. Skömmin er hjá þeim sem brýtur trúnaðinn og traustið,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við Vísi. Páll Óskar deildi fyrr í dag myndum af sér á samfélagsmiðlum sem höfðu verið í dreifingu á netinu í hans óþökk. Svo virðist sem myndbirtingin hafi orðið til þess að Instagram-reikningur hans hafi verið frystur. Myndirnar eru ekki lengur sjáanlegar á Instagram og svo virðist sem aðgangi hans hafi verið læst að sögn Páls Óskars. „Ef ég vissi hver hálfvitinn væri þá myndi ég kæra. Ég fer mjög varlega inni á svona stefnumóta-öppum og passa mig á því að ég deili ekki svona persónulegum myndum af mér eða upplýsingum, ekki fyrr en að samtalið er komið á flug,“ bætir hann við. Hann segist muna eftir því þegar hann sendi myndirnar til annars einstaklings á stefnumótaforritinu Grindr fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Hann stingur upp á því að fara að skiptast á myndum og hann sendir mér þrjár myndir og ég sendi honum þrjár myndir og þá slitnar sambandið. Eins og hann hafi blokkað mig eða strokað út prófílinn sinn, hann bara hvarf, og þá leið mér eins og ég hafi hlaupið fyrsta apríl,“ útskýrir Páll Óskar. „Þetta er taktík hjá þeim sem eru með einbeittan brotavilja, þegar þeir eru búnir að fá það sem þeir eru að leita að þá klippa þeir á samskiptin þannig að ég geti ekki gert neitt.“ Glæpsamlegt að deila myndum áfram Hann viti því ekki hver var að verki en ef svo væri myndi hann ekki hika við að kæra. Það var þó ekki fyrr en nýlega sem lög tóku gildi sem gera stafrænt kynferðisofbeldi af þessum toga refsivert. „Lagaumhverfið er komið og þetta er hætt að vera grín,“ segir Páll Óskar. „Við erum á fullu og við erum ennþá að búa til umferðarreglur á internetinu,“ segir Páll sem líkir tilkomu og þróun internetsins við þær breytingar sem urðu þegar bílar leystu hestvagna af hólmi í umferðinni. „Við urðum smám saman að búa til umferðarmenningu og núna í dag vitum við öll hvað rautt, gult, grænt þýðir. Ég held að svona umferðarslys á internetinu sem eru að gerast næstu því á hverjum degi, og það hafa orðið mörg ljót slys á internetinu, þetta verður til þess að við lærum betur inn á internetið og búum til umferðarreglur sem allir skilja og fara eftir. Það verður að gerast,“ Hann fagnar því að nú séu á Íslandi komin lög sem taki á brotum af þessum toga á internetinu. „Þetta gerir þú ekki. Hvernig ég lít út eða í hvernig formi ég er eða hvort ég sé með rass eða ekki, mér finnst þetta ekki vera aðal punkturinn. Aðal punkurinn er að það er einhver gaur þarna sem brýtur trúnað gagnvart mér. Það er glæpsamlegt og það er glæpurinn,“ segir Páll Óskar. Hefur ekkert til að skammast sín fyrir Hann ítrekar að skömmin liggi hjá þeim sem brýtur traustið en ekki þeim sem sýnir það. „Það mega allir taka myndir af sér og senda þeim sem þeir vilja sem einkaskilaboð, sem trúnaðar og traust skilaboð.“ Hann kveðst ekki skilja hvað viðkomandi hafi gegnið til. „Er hann að reyna að fá mig til að skammast mín? Og fyrir hvað þá? Á ég að skammast mín fyrir að vera hommi, á ég að skammast mín fyrir að vera inni á Grindr, á ég að skammast mín fyrir að leita að kynlífi? Á ég að skammast mín fyrir það hvernig ég lít út? Svarið er nei við öllu ofantöldu, ég skammast mín ekki fyrir neitt af þessu, það er ekki til í mér,“ segir Páll Óskar. Hann kveðst hafa á tilfinningunni að málið snúist að einhverju leyti um vald. „Þessi gaur er eitthvað að sýna mér að hann hafi eitthvað vald yfir mér eða sé að reyna að stjórnast í mér af því hann er með einhverjar myndir af mér. Eða að hann sé að reyna að blása upp sitt eigið egó.“ Í öllu falli sé „viðkomandi svikahrappur fáviti,“ að sögn Páls, fáviti sem sé óalandi í mannlegum samskiptum. Hann kveðst hafa vitað í nokkuð langan tíma að myndirnar hafi verið í dreifingu. Í mars á þessu ári hafi myndirnar svo aftur komist í mikla dreifingu eftir að þeim var deilt á SnapChat. „Núna bara í gær sagði ég að nú væri komið mál að linni og af hverju ekki að snúa vörn í sókn. Það fer mér ekki að vera í svona vörn,“ segir Páll Óskar. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Páll Óskar deildi fyrr í dag myndum af sér á samfélagsmiðlum sem höfðu verið í dreifingu á netinu í hans óþökk. Svo virðist sem myndbirtingin hafi orðið til þess að Instagram-reikningur hans hafi verið frystur. Myndirnar eru ekki lengur sjáanlegar á Instagram og svo virðist sem aðgangi hans hafi verið læst að sögn Páls Óskars. „Ef ég vissi hver hálfvitinn væri þá myndi ég kæra. Ég fer mjög varlega inni á svona stefnumóta-öppum og passa mig á því að ég deili ekki svona persónulegum myndum af mér eða upplýsingum, ekki fyrr en að samtalið er komið á flug,“ bætir hann við. Hann segist muna eftir því þegar hann sendi myndirnar til annars einstaklings á stefnumótaforritinu Grindr fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Hann stingur upp á því að fara að skiptast á myndum og hann sendir mér þrjár myndir og ég sendi honum þrjár myndir og þá slitnar sambandið. Eins og hann hafi blokkað mig eða strokað út prófílinn sinn, hann bara hvarf, og þá leið mér eins og ég hafi hlaupið fyrsta apríl,“ útskýrir Páll Óskar. „Þetta er taktík hjá þeim sem eru með einbeittan brotavilja, þegar þeir eru búnir að fá það sem þeir eru að leita að þá klippa þeir á samskiptin þannig að ég geti ekki gert neitt.“ Glæpsamlegt að deila myndum áfram Hann viti því ekki hver var að verki en ef svo væri myndi hann ekki hika við að kæra. Það var þó ekki fyrr en nýlega sem lög tóku gildi sem gera stafrænt kynferðisofbeldi af þessum toga refsivert. „Lagaumhverfið er komið og þetta er hætt að vera grín,“ segir Páll Óskar. „Við erum á fullu og við erum ennþá að búa til umferðarreglur á internetinu,“ segir Páll sem líkir tilkomu og þróun internetsins við þær breytingar sem urðu þegar bílar leystu hestvagna af hólmi í umferðinni. „Við urðum smám saman að búa til umferðarmenningu og núna í dag vitum við öll hvað rautt, gult, grænt þýðir. Ég held að svona umferðarslys á internetinu sem eru að gerast næstu því á hverjum degi, og það hafa orðið mörg ljót slys á internetinu, þetta verður til þess að við lærum betur inn á internetið og búum til umferðarreglur sem allir skilja og fara eftir. Það verður að gerast,“ Hann fagnar því að nú séu á Íslandi komin lög sem taki á brotum af þessum toga á internetinu. „Þetta gerir þú ekki. Hvernig ég lít út eða í hvernig formi ég er eða hvort ég sé með rass eða ekki, mér finnst þetta ekki vera aðal punkturinn. Aðal punkurinn er að það er einhver gaur þarna sem brýtur trúnað gagnvart mér. Það er glæpsamlegt og það er glæpurinn,“ segir Páll Óskar. Hefur ekkert til að skammast sín fyrir Hann ítrekar að skömmin liggi hjá þeim sem brýtur traustið en ekki þeim sem sýnir það. „Það mega allir taka myndir af sér og senda þeim sem þeir vilja sem einkaskilaboð, sem trúnaðar og traust skilaboð.“ Hann kveðst ekki skilja hvað viðkomandi hafi gegnið til. „Er hann að reyna að fá mig til að skammast mín? Og fyrir hvað þá? Á ég að skammast mín fyrir að vera hommi, á ég að skammast mín fyrir að vera inni á Grindr, á ég að skammast mín fyrir að leita að kynlífi? Á ég að skammast mín fyrir það hvernig ég lít út? Svarið er nei við öllu ofantöldu, ég skammast mín ekki fyrir neitt af þessu, það er ekki til í mér,“ segir Páll Óskar. Hann kveðst hafa á tilfinningunni að málið snúist að einhverju leyti um vald. „Þessi gaur er eitthvað að sýna mér að hann hafi eitthvað vald yfir mér eða sé að reyna að stjórnast í mér af því hann er með einhverjar myndir af mér. Eða að hann sé að reyna að blása upp sitt eigið egó.“ Í öllu falli sé „viðkomandi svikahrappur fáviti,“ að sögn Páls, fáviti sem sé óalandi í mannlegum samskiptum. Hann kveðst hafa vitað í nokkuð langan tíma að myndirnar hafi verið í dreifingu. Í mars á þessu ári hafi myndirnar svo aftur komist í mikla dreifingu eftir að þeim var deilt á SnapChat. „Núna bara í gær sagði ég að nú væri komið mál að linni og af hverju ekki að snúa vörn í sókn. Það fer mér ekki að vera í svona vörn,“ segir Páll Óskar.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira