Úrskurður siðanefndar RÚV í máli Helga Seljan endanlegur og verður ekki áfrýjað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 12:08 Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur svarað bón Helga Seljan fréttamanns, sem krafðist þess að úrskurður nefndarinnar í máli hans verði endurupptekinn, á þá leið að það sé ekki hægt. Nefndin kveðst ekki hafa neinar forsendur til að endurupptaka úrskurðinn, hann sé því endanlegur og verði ekki áfrýjað. Þetta kemur fram í svarbréfi siðanefndar við endurupptökubeiðni Helga sem Vísir hefur undir höndum. Í svarbréfinu segir að siðanefndin sé ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga og sé ekki skipuð lögum samkvæmt. Nefndin sé þar af leiðandi ekki bundin af stjórnsýslulögum þrátt fyrir að hún byggi á meginreglum stjórnsýslunnar hvað varðar andmælarétt og jafnræði aðila í málsmeðferð sem og hvað varðar að upplýsa mál. Líkt og Vísir hefur fjallað um krafðist Helgi Seljan endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar Rúv sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Þá taldi Helgi Sigrúnu Stefánsdóttur, sem situr í siðanefnd Rúv, vera vanhæfa vegna meintra tengsla hennar við Samherja. Siðanefndin telur hins vegar að ekkert komi fram í endurupptökubeiðninni sem gefi til kynna að Sigrún hafi ekki verið hæf í skilningi stjórnsýslulaga. „Afmarkað verkefni Sigrúnar er varðar Vísindaskóla unga fólksins, sem er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er innan Háskólans á Akukreyri, lá fyrir og er greitt af Háskólanum á Akureyri, þó starfsemi skólans sé vissulega studd af 20-25 fyrirtækum á Akureyri. Seta hennar í stjórn fjölmiðilsins N4, undanfarin 7 ár, sem sjálfstæður stjórnarmaður er öllum kunn. Hún er ekki eigandi fjölmiðilsins né á fjölmiðillinn sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu. Fjölmiðillinn er jafnframt með skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og stjórn hans kemur að engu leyti að ritstjórn og daglegum störfum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Nefndin telji þannig ekkert hafa komið fram sem dragi óhlutdrægni hennar í efa. Báðust afsökunar á mistökum Siðanefnd segir ennfremur í bréfi sínu að mistök nefndarinnar sem vísað var til í endurupptökubeiðninni hafi verið leiðrétt, en í endurupptökubeiðni Helga voru færð rök fyrir því að endurupptaka ætti úrskurðinn í heild þar sem nefndin hafi metið ummæli hans heildstætt til að komast að niðurstöðu, en meðal annars hafi verið lagt mat á ummæli sem ekki fjölluðu um Samherja. „Voru þau mistök umsvifalaust leiðrétt og aðilum tilkynnt um það ásamt því mati nefndarinar að þessi mistök hefðu engin áhrif á niðurstöðu málsins. Í sérstöku skriflegu erindi bað siðanefndin Helga Seljan afsökunar á þessum mistökum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Þetta kemur fram í svarbréfi siðanefndar við endurupptökubeiðni Helga sem Vísir hefur undir höndum. Í svarbréfinu segir að siðanefndin sé ekki stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga og sé ekki skipuð lögum samkvæmt. Nefndin sé þar af leiðandi ekki bundin af stjórnsýslulögum þrátt fyrir að hún byggi á meginreglum stjórnsýslunnar hvað varðar andmælarétt og jafnræði aðila í málsmeðferð sem og hvað varðar að upplýsa mál. Líkt og Vísir hefur fjallað um krafðist Helgi Seljan endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar Rúv sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Þá taldi Helgi Sigrúnu Stefánsdóttur, sem situr í siðanefnd Rúv, vera vanhæfa vegna meintra tengsla hennar við Samherja. Siðanefndin telur hins vegar að ekkert komi fram í endurupptökubeiðninni sem gefi til kynna að Sigrún hafi ekki verið hæf í skilningi stjórnsýslulaga. „Afmarkað verkefni Sigrúnar er varðar Vísindaskóla unga fólksins, sem er vikulangt námskeið fyrir börn á aldrinum 11-13 ára og er innan Háskólans á Akukreyri, lá fyrir og er greitt af Háskólanum á Akureyri, þó starfsemi skólans sé vissulega studd af 20-25 fyrirtækum á Akureyri. Seta hennar í stjórn fjölmiðilsins N4, undanfarin 7 ár, sem sjálfstæður stjórnarmaður er öllum kunn. Hún er ekki eigandi fjölmiðilsins né á fjölmiðillinn sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta í málinu. Fjölmiðillinn er jafnframt með skýrar reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og stjórn hans kemur að engu leyti að ritstjórn og daglegum störfum,“ segir í svarbréfi siðanefndar. Nefndin telji þannig ekkert hafa komið fram sem dragi óhlutdrægni hennar í efa. Báðust afsökunar á mistökum Siðanefnd segir ennfremur í bréfi sínu að mistök nefndarinnar sem vísað var til í endurupptökubeiðninni hafi verið leiðrétt, en í endurupptökubeiðni Helga voru færð rök fyrir því að endurupptaka ætti úrskurðinn í heild þar sem nefndin hafi metið ummæli hans heildstætt til að komast að niðurstöðu, en meðal annars hafi verið lagt mat á ummæli sem ekki fjölluðu um Samherja. „Voru þau mistök umsvifalaust leiðrétt og aðilum tilkynnt um það ásamt því mati nefndarinar að þessi mistök hefðu engin áhrif á niðurstöðu málsins. Í sérstöku skriflegu erindi bað siðanefndin Helga Seljan afsökunar á þessum mistökum,“ segir í svarbréfi siðanefndar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira