„Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. apríl 2021 10:41 Ásta Magnúsdóttir er kórstjóri stúlknakórsins. AÐSEND Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr Eurovision mynd Will Ferrels verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sandén, fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem stóð til að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Allir leggja hönd á plóg Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með Molly í myndbandinu. Stelpurnar fengu veður af atriðinu á fimmtudag og tökur á myndbandinu fara fram á Húsavík í dag. Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri stúlknakórsins, segir verkefnið gríðarlega skemmtilegt og alla tilbúna til að leggja hönd á plóg. „Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt, að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju.“ Hér að neðan má heyra stelpurnar syngja viðlagið á æfingu. Héldu að kórstjórinn væri að grínast Ásta segir þetta hálf óraunverulegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í atriði sem sýnt verður á óskarsverðlaunahátíðinni. „Á fimmtudaginn hringdi ég í foreldra stelpnanna og spurði hvort dóttir þeirra mætti taka þátt í óskarsverðlaunahátíðinni,“ sagði Ásta og bætir við að flestir foreldrar hafi haldið að um góðlátlegt grín væri að ræða. „Ein mamman sagði: „Ef dóttir mín segir nei þá segir þú við hana jú mamma þín sagði að þú ættir að vera með.“ Það voru lang flestar stelpur í fimmta bekk sem voru til í þetta.“ Molly Sandén kom með einkaþotu til Akureyrar í gær. Mikil leynd hvílir yfir myndbandinu „Netflix ætlar að gera allt sem þau geta til að láta þetta gerst. Fyrst að Molly fékk ekki vinnuvísa til Bandaríkjanna þá var bara næsta skref hjá Netflix að finna hvar ætti að taka þetta upp og þá varð Húsavík fyrir valinu,“ segir Ásta. Ásta segir mikla leynd hvíla yfir því hvernig myndbandið verður. „Þetta er allt mikið leyndarmál en Húsavík verður í aðalhlutverki, það er ekki hægt að segja annað.“ Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Kórar Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr Eurovision mynd Will Ferrels verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sandén, fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem stóð til að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Allir leggja hönd á plóg Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með Molly í myndbandinu. Stelpurnar fengu veður af atriðinu á fimmtudag og tökur á myndbandinu fara fram á Húsavík í dag. Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri stúlknakórsins, segir verkefnið gríðarlega skemmtilegt og alla tilbúna til að leggja hönd á plóg. „Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt, að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju.“ Hér að neðan má heyra stelpurnar syngja viðlagið á æfingu. Héldu að kórstjórinn væri að grínast Ásta segir þetta hálf óraunverulegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í atriði sem sýnt verður á óskarsverðlaunahátíðinni. „Á fimmtudaginn hringdi ég í foreldra stelpnanna og spurði hvort dóttir þeirra mætti taka þátt í óskarsverðlaunahátíðinni,“ sagði Ásta og bætir við að flestir foreldrar hafi haldið að um góðlátlegt grín væri að ræða. „Ein mamman sagði: „Ef dóttir mín segir nei þá segir þú við hana jú mamma þín sagði að þú ættir að vera með.“ Það voru lang flestar stelpur í fimmta bekk sem voru til í þetta.“ Molly Sandén kom með einkaþotu til Akureyrar í gær. Mikil leynd hvílir yfir myndbandinu „Netflix ætlar að gera allt sem þau geta til að láta þetta gerst. Fyrst að Molly fékk ekki vinnuvísa til Bandaríkjanna þá var bara næsta skref hjá Netflix að finna hvar ætti að taka þetta upp og þá varð Húsavík fyrir valinu,“ segir Ásta. Ásta segir mikla leynd hvíla yfir því hvernig myndbandið verður. „Þetta er allt mikið leyndarmál en Húsavík verður í aðalhlutverki, það er ekki hægt að segja annað.“
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Kórar Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira